Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 11
B irt m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og m yn da ví xl . Ú rv al g et ur v er ið m is ja fn t m ill i v er sl an a. A fs lá ttu r gi ld ir e kk i a f t ilb oð sv ör um o g „L æ gs ta lá ga v er ði H ús as m ið ju nn ar “. SUMARÚTSALA 50% afslátturAllt að Fjölærar plöntur 30-50% • Sumarblóm 30-50% • Trjáplöntur 30-50% • Útipottar 30% Bastkörfur 50% •Garðstyttur og garðskraut 30% • Garðáburður 30% • Fræ 30% Claber slönguhjól 30% • Claber úðarar 30% • Reco slönguhjól 35% • Reco úðarar og tengi 35% Texas, Black+Decker, AL-KO sláttuvélar 25% • Texas, Black+Decker og AL-KO orf 25% Hekkklippur bensín, rafmagns og rafhlöðu 25% • Grill (gildir ekki á Weber) 20-35% Garðverkfæri (hrífur, gafflar, klórur o.fl.) 25% • Garðhúsgögn 30% • Útimálning 30% Viðarvörn og pallaolía 30% • Plastbox 25-30% • Reiðhjól 25% • Rafmagnshjól 25% Reiðhjólafylgihlutir 25% • Barnabílstólar 25% • Hnífapör og ýmis eldhúsáhöld 30% Hnífar 30% • Matarstell og glös 30-50% • Drykkjarkönnur og bollar 30-40% Pottar og pönnur 30-50% • Bökunarvörur 25% • Diskamottur 30-70% • Vinnubuxur 25% Vinnufatnaður 25-50% • Regnföt 25% • Vinnuöryggisvörur 20% • Vinnuhanskar 25% Útileguvörur , tjöld og tjaldstólar 30% • Smáraftæki 25% • Ruslatunnur og flokkunartunnur 25% Grilláhöld (Landmann og Enders) 25% • Blöndunartæki (valdar vörur) 30-45% Salerni, handlaugar og vaskar (valdar vörur) 30-50% • Smáraftæki (kaffivélar, brauðristar o.fl.) 25% Worx keðjusagir. hekkklippur, laufblásarar o.fl. 25% • Worx sláttuvélar 25% Black+Decker sláttuvélar 25% • Black+Decker keðjusagir, hekkklippur, orf o.fl. 25% Garðverkfæri, skóflur, hrífur, gafflar o.fl. 25% • Rafmagns garðverkfæri (ekki af Ikra) 25% Makita (valdar vörur) 20-25% • Smáraftæki (kaffivélar, brauðristar o.fl.) 25% Tjep (valdar vörur) 20% • Trend (valdar vörur) 25% • DeWalt (valdar vörur) 25-30% Milwaukee (valdar vörur) 20-25 % • Smáraftæki (kaffivélar, brauðristar o.fl.) 25% Metabo (valdar vörur) 20-25% • Hreinsiefni, moppur, tuskur o.fl. 25-30% Plastbox og geymslukassar 25-30% ... og margt fleiraSkoðaðu blaðið Stærsti fáni Íslands til sýnis í Reykjanesbæ Um þessar mundir er því fagnað að 80 ár eru liðin frá stofnun lýð- veldisins. Þann 17. júní 1944 tók ný stjórnarskrá landsins gildi og lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum. Þangað fylktu landsmenn liði og er talið að á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum. Um þjóð- hátíðarhelgina var fáninn sem var hylltur á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum sýndur en hann er engin smásmíði, rúmir 23 fer- metrar að stærð. Þann 17. júní ár hvert frá árinu 1945 hefur stærsta fána landsins verið flaggað á fánastönginni sem staðsett er í Skrúðgarðinum í Keflavík. Fánanum var flaggað í fyrsta sinn 17. júní 1944 á Þing- völlum. Með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur strax að af- loknum hátíðarhöldunum á Þing- völlum. Fánanum var flaggað ár- lega til ársins 1973 en þá var skipt um fána. Þeim fána var svo skipt út kringum árið 2010. Í ár er þriðja kynslóð þessa fána flaggað en sá elsti er varðveittur á Byggðasafni Reykjanesbæjar. Þá er fánastöngin í skrúðgarð- inum sögð ein af merkilegustu gripum sem sjá má í Reykja- nesbæ. Stöngin var vígð af séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum á þjóðhátíðardaginn 1945. Hún var síðan lengd og settur undir hana hærri fótstallur. Nú er heildar- lengd stangarinnar með fótstalli um 17,5 metrar. Hönnuður fót- stallsins var Helgi S. Jónsson og Sævar Helgason gerði landvætt- irnar eftir teikningum Helga. Framan á miðjum stöplinum sem snýr að Suðurgötu eru stafirnir 17. júní 1944 og á þeirri hlið sem snýr inn í garðinn er lágmynd af Jóni Sigurðssyni, gerð af Ríkarði Jóns- syni. Á hverju horni eru súlur sem gnæfa upp fyrir stöpulinn og eiga að minna okkur á festu og óbilandi hugrekki þjóðarinnar og einnig tákna þær keflin sem staðurinn Keflavík heitir eftir. Út frá hverjum stöpli rísa svo landvættir Íslands. Umhverfis stöpulinn er steypt blómaker sem táknar fósturjörðina og þar skal plantað hreinblárri íslenskri fjólu með umgjörð úr hreinhvítum lágum kantblómum; tákn hreinleikans og bláhvíta ís- lenska fánans í upphafi aldarinnar. Upphaflega var eingöngu ætlast til að íslenski þjóðfáninn væri dreginn að húni 17. júní ár hvert og ekki við önnur tækifæri. Þessi regla hefur þó þrívegis verið brotin, eða þegar forsetar lýðveldisins hafa komið í opinbera heimsókn til Keflavíkur. Þá hefur bandaríska fánanum verið flaggað í stönginni en þá sem hluti af leikmynd í vinsælum sjónvarps- þáttum sem m.a. voru teknir upp í Reykjanesbæ. Rís þú, unga Íslands merki Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, virðir fyrir sér fánann sem flaggað var á Þingvöllum árið 1944 og í Keflavík frá 1945 til 1973. Fáninn verður til sýnis í Bíósal Duus húsa til 18. ágúst nk. VF/Hilmar Bragi Bandaríska fánanum flaggað í skrúð- garðinum í Keflavík. VF/Hilmar Bragi Mynd úr safni Byggðasafns Reykjanesbæjar. Ljósmyndari óþekktur víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.