Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Heyrðu umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
HEYRN.ISvf is
Þú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
SUMARFJÖR
SÓLARLÖND
GAMAN
DRAUMALANDIÐ
EÐLA
MAMMA
FERÐAFÉLAGAR
AUÐN
ÁSTFANGIN
LANGAR
SUMARNÓTT
GLEÐI
SÆTINDI
POTTUR
FJALLVEGUR
RÓSIR
ÚTHALD
EIGN
LANDRIS
SÓLBAÐ
I
S
U
K
N
A
S
A
A
S
A
O
Ð
R
S
I
I
S
G
D
L
R
Ð
Ö
F
M
S
R
Ó
A
Ó
G
Ð
N
T
D
G
R
Ú
A
M
Ð
G
Ð
L
N
T
A
Æ
D
G
K
M
J
R
A
Ó
B
A
N
T
M
Ð
U
M
P
H
K
T
K
H
H
Ú
A
I
F
T
R
U
Ú
P
Ó
R
T
O
D
T
T
A
G
R
I
T
L
É
N
U
Í
B
D
M
S
Æ
I
Ó
G
Ó
S
U
F
N
A
Ó
N
E
H
T
Ó
M
Ð
F
I
A
S
A
R
A
L
R
A
T
M
I
R
V
Á
I
A
A
L
D
L
J
A
R
L
S
F
N
Ú
N
E
A
I
G
Ó
U
I
T
N
A
G
I
G
B
A
A
P
Ó
D
L
U
S
N
R
U
L
L
Ö
I
S
H
R
K
É
É
T
S
M
A
E
U
L
G
T
D
A
Ð
Ó
F
A
E
É
É
G
R
R
A
L
F
F
L
S
A
R
E
O
J
U
V
S
L
A
G
B
ORÐALEIT Finndu tuttugu vel falin orð
Gangi þér vel!
Þú finnur allt það nýjasta í
sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Lumar þú á ábendingu um áhugavert
efni í Suðurnesjamagasín?
Sendu okkur línu á vf@vf.is
Ufsakvótinn er nokkuð stór þetta fiskveiðitímabil
Þá er júnímánuður liðinn og
það þýðir að tveir mánuðir eru
liðnir af strandveiðitímabilinu.
Miðað við hversu lítill þorsk-
kvóti er eftir þá má búast við því
að veiðar stöðvist um miðjan júlí
eða jafnvel fyrr. Mun þá verða
steindautt í höfnunum á Suður-
nesjunum? Nei, í raun og veru
ekki því undanfarin ár, og þá í
júlí og ágúst, hefur töluverður
fjöldi af færabátum komið til
Sandgerðis og þessi bátafloti
hefur verið að eltast við ufsann
við Eldey og þar í kring.
Það er nefnilega þannig að ufsa-
kvótinn þetta fiskveiðitímabil er
nokkuð stór og mikill því alls var
ufsakvótinn 53 þúsund tonn, síðan
var ufsakvóti færður frá fiskveiðiár-
unum 2022–2023 og samtals var
kvótinn því 68 þúsund tonn. Núna
hafa aðeins verið veidd 28 þúsund
tonn og það þýðir að eftir eru 40
þúsund tonn af ufsa óveidd.
Þegar svona stutt er í nýtt fisk-
veiðiár þá er leiguverð á ufsakvóta
frekar lágt og verð á markaði
nokkuð gott svo það er fengur fyrir
sjómenn að ná sér í ufsakvóta og
eltast við þennan fisk. Þannig að
já, þó svo að strandveiðitímabilið
muni klárast þá mun samt verða
líf í höfnunum og þá mest í Sand-
gerði.
Nú þegar eru nokkrir bátar á
færaveiðum sem eru ekki á strand-
veiðum, til að mynda Ragnar Al-
freðs GK sem hefur landað 7,3
tonnum í tveimur róðrum og
Bergur Vigfús GK sem hefur
landað 5,8 tonnum í tveimur
róðrum.
Bergur Vigfús GK var búinn að
vera uppi í slippnum í Njarðvík
í um þrjú ár og því kærkomið að
þessi bátur sé kominn á flot aftur
og farinn að veiða.
Annars fyrir utan færabátana þá
er enginn línubátur fyrir sunnan
að veiða nema nokkrir stærri bátar
sem hafa verið að eltast við löngu
og keilu. Sighvatur er búinn að
landa 260 tonnum í Grindavík í
þremur róðrum og af þeim afla er
47 tonn af löngu, 81 tonn af hlýra
og 50 tonn af keilu. Valdimar GK
kom með 48 tonn til Grindavíkur
og Páll Jónsson GK kom með 159
tonn í tveimur róðrum til Grinda-
víkur, af þeim afla voru 49 tonn af
keilu.
Af minni bátunum þá byrjuðu
Sævík GK og Daðey GK veiðar
í júní fyrir sunnan en báðir eru
komnir í slipp. Særif SH frá Rifi er
búinn að vera á veiðum á Selvogs-
banka og hefur landað í Þorláks-
höfn. Báturinn kom þó til Sand-
gerðis með 8,8 tonn og af þeim afla
var langa 3,8 tonn og ýsa 2,5 tonn.
Aðalbjörg RE er eini dragnóta-
báturinn á Suðurnesjum sem hefur
róið allan júní og gengið nokkuð
vel. Er báturinn kominn með 94
tonn í tíu róðrum. Það sem vekur
athygli við þennan afla er að það
eru aðeins 10 tonn af þorski í afl-
anum, mest af aflanum hjá bátnum
er koli.
Rækjuveiðarnar hjá Nesfisk-
stogurunum hafa gengið ágætlega,
þeir eru reyndar ekki að veiða með
skilju og því er töluvert um fisk í
aflanum hjá þeim. Sóley Sigur-
jóns GK landaði í júní 131 tonni
í þremur róðrum og af því var 58
tonn rækja. Pálína Þórunn GK var
með 96 tonn í þremur róðrum og af
þeim afla þá var 31 tonn af rækju.
Rækja fer til vinnslu á Hvamms-
tanga en mestöllum fiskinum er
ekið til Sandgerðis og Garðs til
vinnslu.
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Bókað um ný stöðugildi í Stapasafni
Ný stöðugildi Bókasafns Reykja-
nesbæjar í Stapasafni voru til
afgreiðslu á síðasta fundi bæjar-
ráðs Reykjanesbæjar. Stefanía
Gunnarsdóttir, forstöðumaður
bókasafnsins, mætti á fundinn.
Lagt var fram erindi um að auka
stöðugildi við Stapasafn sem
mun opna sem útibú og sam-
steypusafn í Stapaskóla í haust
2024.
Bókun frá Margréti A. Sanders (D):
„Sjálfstæðisflokkurinn telur
mikilvægt að sinna Innri-Njarð-
víkurhverfi eins og öðrum hverfum
vel enda stækkandi hverfi með
fjölda íbúa en undrast að öll upp-
bygging félags- og menningarstarfs
í Reykjanesbæ sé utan um bóka-
söfn í stað þess að horfa til upp-
byggingar í heild sinni.“
Bókun frá Halldóru Fríðu
Þorvaldsdóttur (B), Bjarna Páli
Tryggvasyni (B), Guðnýju Birnu
Guðmundsdóttur (S) og Valgerði
Björk Pálsdóttur (Y):
„Mikil gróska er í gangi og verður
áfram í kringum Stapaskóla þar
sem opnað verður íþróttahús síðar
í sumar og sundlaug síðar í vetur.
Samhliða því stendur til að bóka-
safnið í Stapaskóla verði opið fyrir
almenning um áramót. Verður í
kjölfarið mikil upplyfting þjónustu
við íbúa Reykjanesbæjar og þá sér-
staklega í Innri-Njarðvíkurhverfi
bæjarins. Við fögnum þessari upp-
byggingu og bættri þjónustu við
íbúa.“
Bæjarráð áætlar að Stapasafn
opni fyrir íbúa um áramót og vísar
ósk um stöðugildi til fjárhagsáætl-
unar 2025.
Ný vefsíða Byggðasafns
Reykjanesbæjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur tekið
í notkun nýja og bætta vefsíðu.
Á síðunni má finna upplýsingar um
þær sýningar sem eru í gangi hverju sinni
auk almennra upplýsinga um starfsemi
byggðasafnsins.
Vefslóð síðunnar er:
www.byggdasafnreykjanesbaejar.is
Frístundaakstri haldið áfram
í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur sam-
þykkt samhljóða að frístundaakstri á
milli byggðarkjarna í Suðurnesjabæ verði
framhaldið og hefjist að nýju í haust.
Vinna við fjölgun búsetuúrræða
fyrir eldri borgara verði hafin
Minnisblað um þjónustu og þjónustu-
þörf aldraðra var lagt fram til kynningar
á síðasta fundi öldrunarráðs Suðurnesja-
bæjar og Sveitarfélagsins Voga.
„Öldungaráð vill vekja athygli á biðlista
íbúða fyrir eldri borgara Suðurnesjabæjar
og Sveitarfélagsins Voga. Hvetur öldung-
aráð bæjarstjórnir bæjarfélaganna til að
hefja vinnu við fjölgun búsetuúrræðis fyrir
eldri borgara í bæjarfélögunum,“ segir í af-
greiðslu ráðsins.
BREYTTIR ÚTGÁFUDAGAR Í SUMAR
Víkurfréttir munu koma út hálfsmánaðarlega í
stað vikulega næstu sex vikurnar.
Næstu blöð koma út 17. júlí, 31. júlí og 14. ágúst
en eftir það verður útgáfan vikuleg.
Víkurfréttir standa samt vaktina á vf.is þar sem
hægt er að nálgast nýtt efni og fréttir daglega.
17.
JÚLÍ
Miðvikudagur
Næsti úrgáfudagur
6 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM