Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 15
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson, klúbbmeistarar GVS 2024. Heiður og Helgi vörðu klúbbmeistaratitlana Meistaramóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) lauk á Kálfa- tjarnarvelli á laugardag en það hófst miðvikudaginn 26. júní. Mótið heppnaðist einstaklega vel og veðrið lék við kylfinga á lokadegi en smá gola var á öðrum og þriðja degi. Klúbbmeistarar GVS árið 2024 eru Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson en bæði voru þau ríkjandi klúbbmeistarar. Meistaraflokkur karla 1. sæti: Helgi Runólfsson, 287 högg (73-73-72-69) 2. sæti: Jóhann Hrafn Sigurjóns- son, 307 högg (74-76-81-76) 3. sæti: Ívar Örn Magnússon, 310 högg (73-79-77-81) 1. flokkur karla 1. sæti: Birgir Heiðar Þórisson, 376 högg (88-96-98-94) 2. sæti: Valgeir Helgason, 390 högg (93-101-100-96) 3. sæti: Sigurður Jón Sveinsson, 394 högg (91-99-99-105) 2. flokkur karla 1. sæti: Hafliði Sævarsson, 389 högg (91-102-103-93) 2. sæti: Hilmar E Sveinbjörnsson, 393 högg (101-97-97-98) 3.sæti: Orri Hjörvarsson, 396 högg (90-95-111-100) Öldungaflokkur 1. sæti: Húbert Ágústsson, 349 högg (90-84-90-85) 2. sæti: Reynir Ámundason, 356 högg (86-89-87-94) 3. sæti: Ríkharður Sveinn Braga- son, 360 högg (84-93-93-90) Meistaraflokkur kvenna 1. sæti: Heiður Björk Friðbjörns- dóttir, 337 högg (79-87-85-86) 2. sæti: Oddný Þóra Baldvinsdóttir, 385 högg (99-109-89-88) 1. flokkur kvenna 1. sæti: Guðrún Egilsdóttir, 386 högg (94-101-97-94) 2. sæti: Agnese Bartusevica, 396 högg (89-115-93-99) 3. sæti: Hrefna Halldórsdóttir, 406 högg (97-105-106-98) Opinn flokkur punktakeppni 1. sæti: Natalía Ríkharðsdóttir, 83 punktar (22-27-34) 2. sæti: Agnes Kragh Hansdóttir, 83 punktar (26-29-28) 3. sæti: Páll Skúlason, 72 punktar (27-22-23) Störf í boði hjá Reykjanesbæ Störf í leik- og grunnskólum Akurskóli - Kennari eða sérkennari í stoðþjónustu Akurskóli - Kennari á unglingastig Myllubakkaskóli - Myndmenntakennari Önnur störf Fjörheimar félagsmiðstöð - Frístundaleiðbeinandi Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja - Ráðgjafi Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn. Systurnar sáu um Selfoss Lengjudeild kvenna: Grindavík vann Selfoss með tveimur mörkum gegn einu í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Það var Ása Björg Einarsdóttir sem kom Grindavík yfir snemma leiks (6’) en Selfyssingar jöfnuðu um tíu mínútum síðar (17’). Staðan jöfn í hálfleik en eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Dröfn Einarsdóttir, systir Ásu, og tryggði Grindavík sigurinn. Eftir sigurinn situr Grindavík í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með þrettán stig eftir níu leiki. Lengjudeild karla: Suðurnesjaliðin riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í tíundu umferð Lengjudeildar karla, öll töpuðu þau sínum leikjum. Verstu útreiðina fengu Keflavík og Njarðvík en hvort lið fékk á sig fimm mörk. Eftir markalausan fyrri hálfleik í Eyjum skoaði ÍBV f imm mörk gegn engu marki Keflavíkur. Njarðvík lenti tveimur mörkum undir í sínum leik gegn Aftureldingu en Tómas Bjarki Jónsson minnkaði muninn fyrir hálfleik (35’). Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn í seinni hálfleik með glæsimarki Oumar Diouck (70’) en þrjú mörk frá gestunum gerði út um leikinn. Grindavík tapaði fyrir Þrótti sem kom sér úr neðsta sætinu fyrir vikið. Aðeins eitt mark var skorað og það kom í lokin á fyrri hálfleik. Njarðvík missti efsta sætið til Fjölnis en er í öðru sæti, þremur stigum frá toppnum. Grindavík er í fimmta sæti en á leik til góða og gæti komist upp að hlið Eyja- manna sem eru í þriðja sæti. Kefl- víkingar eru í áttunda sæti, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Knattspyrnusamantekt Tómas Bjarki Jónsson fagnar marki sínu gegn Aftureldingu. VF/JPK Dröfn og Ása Björg Einarsdætur, markaskorarar Grindavíkur. Grindavíkingar fagna sigurmarki Drafnar. Myndir/Petra Rós Ólafsdóttir víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.