Upp í vindinn - 01.05.2004, Qupperneq 12

Upp í vindinn - 01.05.2004, Qupperneq 12
...upp í vindinn Hörmunarábyrgðir Inngangur í óopinberri umræðu í byggingargeiran- um um þessar mundir, er rætt um hvort gæði mannvirkjahönnunar hér á landi sé ábótavant. Hin harða samkeppni á milli hönnuða í umhverfi með takmörkuðu eftir- liti, býður heim þeirri hættu að mannvirki verði vanhönnuð með auknum líkum á hönnunarmistökum og byggingarslysum. Hönnunarverkefni eru í stórum stíl boðin út, annaðhvort beint eða sem hluti af aiút- boði. Þóknun fyrir hönnun fer sífellt lækkandi og er hönnuðum oft svo þröngur stakkur búinn fjárhagslega við störf sín, að nauðsyn- legt getur verið að gríþa til niðurskuróar við hönnunarvinnuna. Jafnframt hafa smærri ráðgjafafyrirtæki og einyrkjar verið að taka aó sér stærri og stærri verkefni, jafnvel stærri verkefni en þeir hafa kunnáttu til aó leysa. Hönnunartíminn er yfirleitt allt of stutt- ur, sem einnig leiðir af sér auknar líkur á hönnunarmistökum og byggingarslysum. Hér í þessari grein verður fjallað um ábyrgð hönnunar, en hún verður ekkert minni þó svo að hönnuðir fái greidda ónæga þóknun og hafi ónógan tíma til lausnar hönnunarverkefna. Litið er á nokkur nýleg byggingarslys í nágrannalöndum okk- ar og lagt verður mat á það, hvort slíkt geti einnig átt sér stað hér á landi. Haukur J. Eiríksson Háskóla íslands 1991 og M.Sc. prófi frá DTH verkfræóingur í Danmörku á árunum 1993 til 2000, m.a. viö tryggingarmál burðarþolshönnuða. Starfar nú sem sviðsstjóri burðarþols hjá Verkfræóistofunni Hnit hf. og sem aðjúnkt viö umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla íslands. Hjólreiðahöll í Danmörku Lftum á byggingarslys sem átti sér stað í nýlegri hjólreiðahöll í Danmörku. Hjólreiða- höllin var vígð 16. desember 2001 og er flatarmál hennar 15.000 fermetrar. Hún rúmar 2.000 manns í sæti á hjólreiða- keþpnum og 8.000 manns á tónleikum. Þak hallarinnar er stærsta límtrésmannvirki í Evrópu, með 73 metra haflengd. Límtrés- sperrurnar hafa fiskilaga útlit, því bæði efri og neðri flansi límtréssþerranna eru boga- formaðar. Á milli þeirra eru lóðréttar stang- ir. Límtrésmannvirkið hefur því óvenjulegt form og er hæð efri boga jafnframt lægri en hefð er fyrir í límtrésmannvirkjum. Klukkan sjö um morguninn þann 3. janúar 2003, rúmlega einu ári eftir vígsl- una, hrundu fyrirvaralaust tvær af tólf sþerr- um hallarinnar niður á hjólreiðabraut og áhorfendasvæði, samtals um 2.100 fer- metra þakflötur. Einungis tveir starfsmenn voru í höllinni og voru þeir staðsettir f hin- um enda hallarinnar. Að þeirra sögn, hrundu sperrurnar á innan við mínútu. Þakið hrundi eingöngu undan sfnum eigin þunga, því veðrið var ágætt, logn og hiti rétt um frostmark. Þar sem mikill fjöldi fólks getur komið saman í höllinni, var hún hönn- uð í háum öryggisflokki, þar sem hæstu ör- yggisstuðlar á efni og álag voru notaðir. Lík- ur á hruni undan fullu álagi voru því litlar, en líkurnar á því að þakið hryndi undan sjálfu sér áttu að vera hverfandi litlar. Lýsing á broti Við rannsókn slyssins kom í Ijós, að sþerrurnar brotnuðu togbroti í neóri flansa við samskeytin við efri flansa. Burðarþols- hönnuðurinn hafði ekki tekið tillit til þver- sniðslækkunar neðri flansa í samskeyt- unum og hann hafði ekki tekið tillit til þeirrar þversniðsminnkunar sem boltar, teinar og stálþlötur í samskeytunum orsaka. Togburð- argeta timbursins var áætluð hærri en gæðaflokkurinn sagði til um og ekki vartek- ið tillit til hjámiðju sem mynduðust í sam- skeytunum. Burðarþol samskeytanna var þvf eingöngu um 25-30% af því sem niður- stöður útreikninganna gáfu til kynna. Það má nokkuð Ijóst vera, að burðarþolshönn- uðurinn réði alls ekki við verkefnið sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Hönnunarferlið Hönnunarferlið fyrir hjólreiðahöllina hófst með því, að eigandinn hélt útboð og valdi aðalverktaka. Aðalverktakinn átti að sjá um burðarþolshönnun hallarinnar og fékk til liðs við sig verkfræóistofu, sem sá um hluta hönnunarinnar, en útbjó jafnframt álagsforsendur fyrir þakvirkið, því það átti framleiðandi límtréssperranna að hanna. Byggingaryfirvöld fóru fram á að löggiltur burðarþolshönnuður færi yfir og skrifaði undir útreikningana fyrir mannvirkið og að Brotin sperra (frá www.ing.dk). 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.