Upp í vindinn - 01.05.2004, Side 22

Upp í vindinn - 01.05.2004, Side 22
...upp í vindinn í sjónvarpi og kvartaði sem seðlabanka- stjóri yfir því, að erlendar skuldir þjóðarbús- ins væru orðnar allt of háar. Næsta dag kom hann svo í sjónvarpið sem formaður stjórnar Landsvirkjunar og fagnaði því, að Landsvirkjun hefði verið að taka stórt er- lend lán á góðum kjörum. Undir lok níunda áratugarins var svo komiö, að góðar horfur virtust vera á því, að svokallaður Atlantsálshópur vildi byggja stórt álver á íslandi. Sænska álfyrirtækið Gránges, hollenzka fyrirtækið Hoogovens ásamt Swiss Aluminium mynduðu hópinn og hugðust byggja álverið í sameiningu. Við- ræður vorum komnar á lokastig, rétt fyrir jól- in 1989, er Swiss Aluminium dró sig skyndi- lega út úr Atlantsálshópnum. f Ijós kom, að þeir höfðu verið í samningaviðræðum við Norðmenn um byggingu álvers þar á sama tíma, en ekki haft fyrir því að láta íslenzku samningamennina vita um þetta. Hvernig gat þetta gerzt? Fyrirtæki, sem var í rekstri á íslandi, hafði þannig brugðizt samstarfs- mönnum sínum í stóriðjumálum. Og það þrátt fyrir ást forstjórans Muellers á íslend- ingasögunum. Hér sannaðist, að enginn er vinur í leik. Þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst segir máltækið. Skyndilega kom til sögunnar bandaríska álfyrirtækið Alumax og hljóp i skarðið fyrir Swiss Aluminium. At- lantsálsverkefninu virtist vera borgið. Boðið upp í áldans í febrúar 1990 komu forstjórar allra þriggja álfyrirtækjanna í Atlantsálhópnum til íslands og áttu m.a. fund meö nokkrum ráð- herrum þáverandi ríkisstjórnar. Greinarhöf- undur sat þann fund sem formaður eins stjórnarflokksins og varð þess þá áskynja, að sumir hinna ráðherranna litu fremur á málið sem atkvæóaskapandi (þingkosningar á næsta leiti), heldur en að grípa bæri tæki- færið og hamra járnið meðan það væri heitt. Forstjórar bæói Hoogovens og Gránges sögðu á fundinum, aö að þeirra mati kæmi staðsetning álvers á Keilisnesi aðeins til greina. Þeir gáfu í skyn, að þeir væru reiðu- búnir að skrifa strax undir samninga miðað við þá staðsetningu. Forstjóri Alumax var hins vegar að koma til íslands f fyrsta sinn og opinn fyrir því að skoöa aöra möguleika. Tveir aðrir staðir voru nefndir til sögunnar, nefnilega Reyðarfjörður og Dysnes í Eyjar- firði. Reyðfirðingar höfðu nýlega séð drauma sína um kísilmálmverksmiðju, sem talað var um að byggja á Reyðarfirði, verða að engu og áttu harma að hefna. Eyfirðingar töldu, að þeir hefðu verið afskiptir í stóriðjumálum og nú væri röðin komin að þeim. Reyndar var búið að lofa miklu fleiri byggðarlögum álverum. Haustið 1989 fóru bæði þáverandi sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson og iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson í sameigin- lega fundarferð um Austfirði og Norðurland eystra. Gárungarnir sögðu, að á fundunum hefðu þeir lofað álveri á hverjum stað, sem þeir heimsóttu. Væntingarnar voru svo mikl- ar, að ekki var stætt á öðrum en þykjast vilja skoða fleiri staði en Keilisnes svo allt færi ekki T bál og brand. Þannig var mest öllu árinu 1990 eytt í það að kanna staðsetningu á ölium þremur stöðunum í staó þess að skrifa undir samningana strax og hefja fram- kvæmdir á Keilisnesi. Vorið 1991 var loks orðið Ijóst, að álver- ið yrði reist á Keilisnesi, enda alþingiskosn- ingarnar brátt að baki og kjósendur fljótir að gleyma álioforðunum. Haldið var áfram með undirbúning Keilisnessálversins, og ríkið lagði út í mikil og dýr jarðarkaup. Mikil und- irbúningsvinna var unnin á öllum vígstöðv- um. Gríðarleg áherzla var lögð á að veita ál- veri á Keilisnesi starfsleyfi og mikill þrýst- ingur settur á umhverfisráðherra að veita það, þótt ekkert lægi fýrir um það enn, að það yrði byggt. Þá var og veitt virkjunar- heimild fyrir Fljótsdalsvirkjun í „skjóli myrk- urs“, en iðnaðarráðherra veitt leyfið eftir að ríkisstjórnin, sem hann sat í, var orðinn starfsstjórn eftir alþingiskosningarnar 8. apríl, og engir frekari ríkisstjórnarfundir haldnir. Var þetta síðar notað til þess að draga samráðherra hans til ábyrgðar, sem ekki höföu haft hugmynd um þessa ráöstöf- un. Það voru því fremur sneypulegir menn, sem héldu blaðamannafund haustið 1991 og tilkynntu, að fyrirhuguð bygging álvers á Keilisnesi hefði verið blásin af. Álglaðir iðnaðarráðherrar Allan tíunda áratuginn kepptust iðnaðar- ráðherrar í hinum ýmsu stjórnum Davíös Oddssonar hver um annan þveran við að finna „áldíla". Svo virtist á stundum, að ekkert kæmi til greina fyrir íslenzkt atvinnu- líf og þróun þess nema ál og meira ál. Áhugi á öðrum iðnðarkostum virtist mun minni svo ekki sé talað um svokallaðan þekking- ariðnað, tölvuleiki og þess háttar. Skemmti- leg saga segir frá því, að einn MILLS bræðra hafi gefið sig á tal við sessunaut sinn á bar í New York. Á þriðja glasi var stungið upp á því, að Bandaríkjamaðurinn byggði álver á íslandi, sem hann og sam- þykkti. Þannig varð Norðurál til (þótt sagan sé líklegast ósönn), en það fyrirtæki datt eins og manna af himnum inn í álþurrt iðn- aðarráðuneytið. Þegar Svissneska álfyrir- tækið ákvaö síðan að stækka álverið f Straumsvík virtist gósentíð vera fram undan í álmálum. Ennþá voru að vísu óuppgerð mál við Austfirðinga, sem enn höfðu ekki fengið „sína“ stóriðju. Það horföi hins veg- ar til bóta, þar sem samningar voru langt komnir við Norsk Hydro um að bygagja álver á Reyðarfirði. Það má segja, að á þessu stigi hafi gömlu, farsælu stóriðjustefnunni endanlega verið kastað fyrir róða. Norðmennirnir héldu uppi miklum kröfum að vanda og heimtuðu, að íslendingar fjármögnuðu álverið að mestu leyti sjálfir. Var ætlazt til þess, að líf- eyrissjóðirnir í landinu myndu gerast stórir fjárfestar T álverinu, þannig að íslenzka þjóðin tæki í rauninni alla áhættuna. Norð- mennirnir ætluóu hins vegar aðallega að leggja til markaðs- og tækniþekkingu og fá þannig mikið fyrir lítið. Fljótsdalsvirkjun var ætlað að afhenda alla orku sína tii álvers- ins, þannig að hinn almenni markaður fengi ekkert í sinn hlut nema síður væri, þar sem spurningar um niðurgreiöslu á raforkuverði til hins fyrirhugaða álvers gerðust æ áleitn- ari. Átök náttúruverndar- og virkjunarsinna Virkjun á Fljótsdal með miðlunarlóni við Eyjabakka olli miklum deilum T þjóðfélaginu. Miklir mótmælafundir voru haldnir í Reykja- vTk, sem ullu nokkrum sárindum á Austfjörð- um, þar sem fólk taldi að sér vegið. Náttúr- verndarsinnar mótmæltu miklum náttúru- spjöllum, einkum á Eyjabakkasvæðinu, og raddir um verðmæti óspillts lands og mikil- vægi þess að varðveita hálendið norðan Vatnajökuls fyrir komandi kynslóðir urðu æ háværari. Háttsettur embættismaður banda- rísku umhverfismálstofnunarinnar í Wash- ington (EPA) lét þess getið á fundi T Háskóla íslands, að það væri óðs manns æði að fara að spilla hálendinu með virkjunum fyrir einhvern tímabundinn hagnað vegna álvera. Ósnortið hálendið væri einfaldlega miklu meira viröi til lengri tíma litið. Það fór þó svo aö lokum, að Eyjabakkavirkjun var kveðin í kútinn og Norsk Hydro dróg sig út úr frekari samningaviðræðum. Sumir halda því fram, að þeir hafi orðið hræddir við umhverfis- verndarumræðuna, þ.e. að þeir fengju á sig þann stimpil, að þeir væru umhverfisníð- ingar. Líklegast töldu þeir sig ekki bera nóg úr bítum, jafnvel þótt íslenzku lífeyrissjóð- irnir ættu aðallega að borga brúsann. Aftur duttu álmenn í lukkupottin, en bandaríska stórfyrirtækiö ALCOA kom nú inn í myndina og lýsti áhuga á að byggja ál- verið á Reyðarfirði. Samningar við ALCOA gengu ótrúlega hratt og vel, en þeir vildu samt stækka álverið verulega og var Ijóst, að nú þyrfti að fara í það, sem virkjunar- sinnar hafa kallað LSD (langstærsti draum- urinn), sem er virkjun Jökulsár á dal í Hafra- hvammagljúfrum eða við Kárahnjúka. Undir- búningur um 700 MW virkjunar við Kára- hnjúka komst á fullt skrið og mat á urn- hverfisáhrifum var lagt fram af hálfu Lands- virkjunar um mitt ár 2001. Það varö gríðar- legt áfall fýrir framkvæmdaraðilann og virkj- unarsinna almennt þegar „einhver stofnun 22

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.