Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 30

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 30
...upp í vindinn Styrkurjarðvegur í mannvirkjagerð Inngangur Til þess aö yfirvinna hæðarmun viö mannvirkjagerö, hver sem tilgangurinn er, eru reistir veggir eða fláar. Sé pláss lítið þá eru reistir lóðréttir veggir en sé nægilegt rými er hægt að ná slíkum mun upp með flatari fláa. Lóðrétta veggi hefur hingað til verið algengast að reisa úr steinsteypu og fláar hafa verið byggðir úr jarðefnum mis- brattir eftir eðli og eignleikum efnisins sem byggt er úr. Á seinni helmingi síðustu aldar var byrjað að þróa lausnir við gerð veggja og fláa sem byggjast á styrktum jarðvegi. Hér á eftir verður sagt frá þessari aðferð og hvern- ig hægt er að nýta hana í mannvirkjagerð. Styrktur jarðvegur Styrktur jarðvegur er það sem á ensku hefur verið kallaö reinforced earth eða me- chanically stablllzed earth. Þá er notast við jarðgerviefni (e. geosynthetics) til að ná festu í fyllingunni aftan við framhlið veggj- arins eða fláans. Þannig mynda fyllingar- efnið og styrkingin eina heild sem bregst við álaginu sem allt mannvirkið verður fyrir. Á síðustu árum hefur notkun á styrktum jarðvegi aukist mikið og mikil þróun hefur átt sér stað bæði hvað varðar styrkingar og framhliðar fláa og veggja. Ástæður vaxandi notkunar eru helstar að kostnaður er al- mennt talinn lægri en við hefðbundna steypta stoðveggi sem og að brattari jarð- vegsfláar nýta betur pláss sem sífellt verður verðmætara. Segja má að tæknin hafi lítið sem ekkert rutt sértil rúms hér á landi enn sem komið er. Þó hafa verið reist snjóflóðavarnarmann- virki í Neskaupstað, þvergarður og keilur, þar sem þessi tækni er notuð. Nú eru einn- ig í byggingu snjóflóðavarnarmannvirki á Jón Skúli Indriöason Próf í jarðverkfrseói 1992 frá Georgia Institute of Technology í US. Verkfræóingur hjá Línuhönnun. Siglufirði, Seyðisfirði og á isafirði sem reist eru með þessu lagi. Hinar norðurlandaþjóð- irnar hafa um hríð nýtt sér styrktan jarðveg og þá helst Norðmenn sem hafa notað tæknina nokkuð víða. Á myndinni hér að neðan má sjá muninn á hefðbundnum steinsteyptum stoðvegg og vegg sem reistur er með styrktri fyllingu og framhlið. Hefðbundinn stoðveggur nýtir eigin þunga og þunga þess efnis sem á honum hvílir til að haldast stöðugur. Álagið frá fyllingunni þarf því að velta miklum massa til að stoð- veggurinn gefi sig. Veggurinn með styrkta jarðveginum er sjálfur mun efnisminni en styrkingarnar í bakfyllingunni tengja mikinn massa efnis við vegginn. Þannig má segja að ákveðið virkt svæði verði til í báðum til- fellum, merkt með skyggðu svæði á mynd- inni. Utan þessara svæða má segja að vegg- irnir tveir séu svipaðir, þeir búa yfir ákveðn- um massa og eru þeir nokkuð stöðugir. Brot í undirstöðu getur orðið með svipuðum hætti óháð gerð veggjanna. Þó má segja að brotflöturinn þurfi almennt aö vera stærri hjá styrkta jarðveginum þar sem áhrifa- svæðið nær oftast innar í fyllinguna. Á móti kemur að hefðbundinn stoðveggur nær al- mennt neðar í jörðu. Nokkru munar á aóferðunum tveimur með tilliti til jarðskálftaálags. Steypti stoð- veggurinn er stífari og því mest heetta á að brot verói í tá hans. Styrkti jarðvegurinn er mun sveigjaniegri og tekur almennt jarð- skjálfta vel. Tjón yrði helst það að form- breytingar yrðu en segja má að veggurinn þurfi alls ekki að vera ónýtur þótt slíkt hendi. Hins vegar er hætt við að brot í hefð- bundnum stoðvegg væri talið alvarleg skemmd. Þar sem pláss er lítið en koma þarf fyrir mannvirkjum t.d. til hljóðvarna geta mann- virki úr styrktum jarðvegi verið álitlegur kost- ur. Þau eru ódýrari en hefðbundnir steyptir stoðveggir og auk þess er hægt að gera þau þannig úr garði að þau hafi betri hljóð- eiginleika heldur en flatur steyptur veggur hvað varðar endurkast hljóðs. Algengast hefur hingað til verið að reisa hljóðmanir úr jarðvegi með tiltölulega flötum fláum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu mikið pláss megi spara með því að nýta styrktan jarðveg í hljóðvarnir. Efni til styrkinga í fyllingu Til styrkingar á fyllingum er eins og áður segir oftast notast við jarðgerviefni. Jarð- gerviefni er samheiti yfir hóp efna sem not- uð eru í ýmsum tilgangi í jarðvegi til að bæta við eiginleika hans. Þau má nota til að haldajarðefnum aðskildum, til að styrkja jarðveg á einhvern hátt, til að stuðla að öruggri vatnsræsingu, við síun og til að hindra leka. Efnin eru oftast úr plasti, trefja- efnum eða stáli. • Jarðdúkar (e. geotextiles): Aðallega gerð- ir úr trefjaefnum (geotextiles) og eru ýrn- ist ofnir eða ekki. Þó að þeir séu aðal- lega notaðir í aðskilnaó eða síun þá eru þeir einnig notaðir til styrkingar. Við notk- un í styrkingar eru dúkarnir lagðir með millibili í fyllingarefnið og endi brettur upp í næsta lag fyrir ofan. Oftast notað í bráðabirgða mannvirki en ef nota á jarð- dúka í varanleg mannvirki þarf að ganga frá framhlió. • Jarðgrindur (e. geogrids): Jarðgrindur eru oftast gerðar úr polyethyleni eða poly- ester. Um er að ræða grindur með hlut- fallslega stór op. Þær geta tekið álag í eina eða tvær áttir. Jarðgrindur eru mest 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.