Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 38

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 38
...upp í vindinn TAFLA 1. Járnbending veggjar (veggerðir) sem notuð var í burðarþolsgreiningunni. Vegg- gerð Járnbending A/Ac lóðrétt A/Ac lárétt W1 Engin járnbending - — W2 1K12 kringum op (1K12 - ein 12 mm stálstöng) - - W3 2K12 kringum op - - W4 1K12 c/c250mm járnagrind í öllum veggnum 0,25% 0,25% W5 2K12 c/c250mm járnagrind í öllum veggnum 0,5% 0,5% W6 Lágmarksjárnbending samkvæmt ákvæðum Eurocode 2 (EC2) [11] en þó án aukajárna kringum op og við veggenda. 0,4% 0,2% W7 Lágmarksjárnbending samkvæmt ákvæðum Eurocode 2 (EC2) [11] ásamtaukajárnum kringum op og við veggenda. 0,4% 0,2% Þetta má m.a. sjá á mynd 8 sem sýnir sprungumyndina í veggjum W2 og W7 viö P=250 kN. Eins og sést er W2-veggurinn sprunginn í gegnum sniðið á meðan ein- ungis fáar einingar eru sprungnar f W7- veggnum. Vegna járna í kringum opin er brotþol W2-veggjarins þó ekki að fullu tæmt. Líkt og fyrir hermunina á tilraunanið- urstöðunum er erfitt að meta nákvæmlega brotþol veggjanna. Af mynd 8 má jafnframt ráða að aukið járnamagn eykur burðarþol veggjarins. Þannig hefur t.d. W2-veggurinn við 410 kN viðnám eða burðarþol við 4 mm færslu. Við sömu færslu er burðarþolið 15%, 30%, 57%, 40% og 70% hærra fyrir W3-, W4-, W5-, W6- og W7-veggina. Með reiknilíkaninu er hægt að fylgjast með spennum í járnum og fleiri þáttum þótt það sé ekki sýnt hér [1] 4. JARÐSKJÁLFTASVÖRUN 4.1 Suðurlandsskjálftarnir 2000 í júní 2000 urðu tveir jarðskjálftar á Suðurlandi með vægisstærðina 6,5 (Mw) [13]. Fyrri skjálftinn varð 17. júní og sá seinni 21.júní. í báðum þessum jarðskjálft- um urðu skemmdir á byggingum og í kring- um 35 hús voru flokkuð sem ónýt í kjölfar jarðskjálftanna. Það vorum einkum eldri hús með litla járnbendingu sem skemmd- ust mest íjarðskjálftunum. Þannig varð mik- ið tjón á byggingum á Hellu í fyrri jarðskjálft- anum, en upptök þess skjálfta voru skammt frá Hellu. Á bænum Kaldárholti í Holtum eyðilagðist íbúðarhúsið í 17. júní jarðskjálftanum en sá bær stendur einnig nálægt skjálftaupptökunum. Rannsóknarmiðstöð Háskóla íslands í jarðskjálftaverkfræði rekur sterkhröðunar- mæla á jarðskjálftasvæðum Suðurlands, þar á meðal á Hellu og í Kaldárholti. í 17. júníjarðskjálftanum mældist útgildi láréttrar yfirborðshröðunar 0,47 g á Hellu og 0,62 g í Kaldárholti. í heimild [13] má finna svör- unarróf fyrir Hellu og Kaldárholt byggt á framangreindum mælingum. 4.2 Jarðskjálftasvörun einnar hæðar íbúðarhúss í þessum hluta er gert ráð fyrir að vegg- urinn sem notaður var í burðarþolsgrein- ingunni hér að framan sé endagafl í ferhyrn- ingslaga 8xl5-m byggingu með 150 mm þykkri steyptri loftplötu með stóluðu þaki. Lárétt færsla í efra vinstra horni - (mm) Mynd 7. Burðarþolsferlar fyrir skúfvegg (mynd 6) með mismunandi járnbendingu. Ennfremur er gert ráð fyrir að lárétt stífni mótstæðs endagafls sé svipuð og sömu- leiðis aó ekki séu aðrir berandi veggir sem veita mótspyrnu við láréttu álagi á bygging- una samsíða endagöflum. Byggt á þessum forsendum má því gera ráð fyrir að enda- gaflinn, þ.e. skúfveggurinn, þurfi að stand- ast 50% af láréttri jarðskjálftaáraun í lang- stefnu veggjarins. Gera má ráð fyrir að kerf- ið hegði sér sem einnar frelsisgráðu kerfi (SDOF-kerfi). Massi kerfisins samanstend- ur af hálfri eiginþyngd loftplötu og þakvirkis og hálfri eiginþyngd endagafls. f seinna til- vikinu er gert ráð fyrir að helmingurinn af eiginþyngd veggjarins færist upp í þakplöt- una og að hinn helmingurinn færist niður eins og venja er í jarðskjálftareikningum. Áætluð hálf eiginþyngd þakplötu, þakvirkis og veggjar er W=290 kN. Viðnámskrafta veggjarins í SDOF-kerfinu má svo skilgreina út frá burðarþolsferlunum á mynd 7 allt eftir því hvaða vegggerð (járnbendingu) verið er að miða við. Þetta er sýnt myndrænt á mynd 9. Fyrir litla jarðskjálftaáraun helst veggurinn ósprunginn og á fjaðursviði, þ.e. á meðan áraunin er minni en sprungumynd- unarþol veggjarins. Fyrir stærri jarðskjálfta- áraun verður sprungumyndun og plastískar formbreytingar í veggnum og kerfið hegðar sér ólínulega. Nota má upphafstífnina, byggða á mynd 7, til að meta eiginsveiflu- tíma kerfisins á fjaðursviði: 2Jt, M 'Fy/Dy Þar sem /^=240 kN er sá kraftur sem þarf til að framkalla sprungumyndun í veggnum, óháð járnbendingu, D^0,44 mm er form- breytingin við upphaf sprungumyndunar, M=W/g er sveiflumassi kerfisins og g er þyngdarhröðun jarðar. Byggt á þessum reikningum má ákvarða eiginsveiflutímann sem T£=0,046 s. Svörunarróf, SA(^,T), eru mikið notuð í jarðskjálftaverkfræði til aó lýsa jarðskjálfta- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.