Upp í vindinn - 01.05.2004, Page 44

Upp í vindinn - 01.05.2004, Page 44
...upp í vindinn Mynd 2. í forgrunni er hid glæsilega líparítfjall Syðri Háganga og handan þess sést lónstæöi Há- göngulóns áður en stíflan var reist. í baksýn sést Bárðarbunga og Köldukvíslarjökull sem sígur niður á svarta eyðimörkina. Yfir lónstæðið sést norður Vonarskarð tii Trölladyngju og Dyngjufjalla. Ljósm. Emil Þór. að ræða blávatn eða jökulvatn, eins og sést til dæmis er blár himinn speglast í hinu nýja Hágöngulóni, sunnan Vonarskarðs, (sjá mynd 3). Þá hafa margir orð á því að skemmtilegra sé að fara norðurhluta Kjalvegar eftir að Blöndulón varð til, sjá mynd 4. Almennt eru eldri stíflulónin hér á landi tært vatn með grónum bökkum í fallegu um- hverfi, sem fáir vilja að hverfi, t.d. Elliðavatn, Árbæjarlón í Elliðaárdal, Úlfljótsvatn ofan Ljósafossvirkjunar, Stífluvatn ofan Skeiðs- fossvirkjunar (mynd 5), Smyrlulón ofan Smyrlabjargaárvirkjunar í Austur Skaftafells- sýslu. Stíflulónin í jökulánum eru yngri og í flestum tilfellum hefur ekki enn náð að myn- dast áberandi gróðurræma við hæsta vatns- borð, nema helst við lónin í Kvíslaveitu (sjá mynd 8) sem orðin eru yfir 20 ára gömul. Sem dæmi um tær og falleg stífluvötn má nefna Elliðavatn og lónið ofan Árbæjarstíflu í Elliðaárdal, en á því er mikið fuglalíf í ótrú- lega góðum tengslum við þéttbýlið í Árbaej- arhverfi, sem nær niður á vatnsbakkann. Þá virðist Elliðavatn vera aðalaðdráttaraflið fyrir þá sem eru nú að setjast að í nýjum íbúðar- hverfum við vatnið. Sjá myndir 6 og 7. Annað fallegt stíflulón sem fáir hafa séð er Smyrlulón í Austur Skaftafellssýslu. Þar er lítil virkjun (um 1 MW) í eigu Rarik sem mætti vera til sýnis fyrir ferðamenn, með sögulegum og tæknilegum upplýsingum um áhrifin af rafvæðingu dreifbýlisins og hvern- ig rýrnun Skálafellsjökuls olli því að jökul- vatn hætti að renna til Smyrlu á 6. áratug 20. aldar og áin breyttist í bergvatnsá. Einnig mætti gera göngufæra leið frá stöðv- arhúsinu og upp á brún, þaðan sem fallegt útsýni er yfir lónið, sveitina og ströndina. 4. Gullgæsin Þjórsá Vatnasvið Þjórsár og þveráa hennar er orkumesta vatnasvið landsins og er þegar komið langt í nýtingu. í marga áratugi hafa legið fýrir hugmyndir um ýmsar leiðir til að nýta nær allt vatnsafl á vatnasviðinu og nú bendir ýmislegt til þess að með mögulegum stækkunum álveranna á SV-horninu aukist raforkuþörfin um sem samsvarar rúmlega öllu því afli sem eftir er ónýtt á vatnasviði Þjórsár. Hér er átt við seinni áfanga stækk- unar Norðuráls á Grundartanga (sjá mynd VOTTORÐ FYRIR BURÐARVIRKISMÆLINGAR CELETTE Fullkomnusfu grindarréttinga- og mælitæki sem völ er á hér á landi Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is A vinnubrögðum vorum sést að vel er hönnuð iðjan og nýja tækni nýtir best Nýja Bílasmiðjan HÝM | BÚASmÐJAN HF BILAMALUN • RETTINGAR • BILAMALUN • RETTINGAR RT5 VERKFRÆÐISTOFA Grensásvegur 3 108 Reykjavík Sími 520 9900 Fax 520 9901 www.rts.is 44

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.