Mímir - 01.05.1984, Side 37

Mímir - 01.05.1984, Side 37
(5) #x+ j0j # -> #X + i# +no -kvk -ft +djúpf -eignarf Þessi regla er í raun og veru samsteypa úr tveimur; hún bætirekki aðeins þgf.-endingu við karlkynsorð með orðasafnsmyndina #X+r# heldur einnig hvorugkynsorð sem hafa orða- safnsmyndina #X+0#, t.d. haf og land. Þetta kemur líka fram í þáttabálki reglunnar. Hún verkar í orðum sem eru: 1) nafnorð, 2) ekki kvenkyns, 3) í et. og 4) í þgf., þ.e. +djúpfall af- markar þgf. og ef. og - eignarfall einskorðar regluna við þgf. 5.2 Er endingarleysið fyrirsegjanlegt? Ef beygingarregla bætir -i við þgf. et. allra sterkra karlkynsorða, hvað þá með öll þau orð sem eru endingarlaus, ýmist stundum eða alltaf? Eins og áður sagði er hægt að segja að endingarleysi sé merkt „ending“ (ef hægt er að tala um að endingarleysi sé ending) og þær upp- lýsingar séu geymdar með orðinu í orðasafninu, þ.e. að við þurfum að læra það sérstaklega, fyrir sérhvert orð, ef það er endingarlaust í þgf. et. Spurningin er hins vegar sú hvort þetta sé ekki fyrirsegjanlegt; hvort ekki sé hægt að segja fyrir um það hvaða orð missa endinguna í þgf. et. út frá gerð stofnsins. Ef þetta er hægt þá er það hlutverk hljóðbeygingarreglu að segja til um það á eftir hvers konar stofngerð(um) þgf.-end- ingin fellur helst brott. En til að geta svarað spurningunni þarf að athuga betur hvaða orð það eru sem missa þgf.-endinguna og er því nánari athugun á flokkun Valtýs Guðmunds- sonar nauðsynleg. 1 töflu 4 eru töflur 1, 2 og 3 dregnar saman í eina og dæmin flokkuð eftir því hvort lokahljóð stofnsins er sérhljóð, samhljóðaklasi eða einfalt samhljóð. Hér á eftir verður svo fjallað um sterk karl- kynsorð eftir því hvernig endahljóð stofnsins er og reynt að sjá á hvern hátt þau sem eru ending- arlaus í þgf. et. eru frábrugðin þeim sem enda á -i. Tafla4 Ending sérhljóði Stofn endar á samhljóða- klasa einföldu samhljóði Alls Alltaf eða oftast -0 53 = 100% 64 = 31,7% 192 = 46,2% 309 = 46,0% ýmist -0 eða -i 0 = 0,0% 6 = 3,0% 26 = 6,2% 32 = 4,8% alltaf eða oftast -i 0 = 0,0% 132 = 65,3% 198 = 47,6% 330 = 49,2% Alls 53 = 100% 202 = 100% 416 = 100% 671 = 100% 37

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.