Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 6
Já, það kom nú reyndar ekki bara með gen-
eratífistum, strúktúralistarnir voru nú kannski
allra manna harðastir í því. Það er til bók eftir
einhvern gamlan strúktúralista sem heitir
,,Leave your language alone“ sem gengur út á
það að menn eigi ekkert að vera að skarka í
málinu, leyfa því bara að vera og lýsa því eins
og það er. Fyrir nokkrum árum urðu blaðadeil-
ur út af þáttum sem Jóhann heitinn Hannesson
var með í útvarpinu urn daglegt mál. Einhverj-
um þótti stefna hans alltof frjálslynd eða jafnvel
þjóðhættuleg og þá var hann skammaður m.a.
fyrir það að hann hefði ekkert fylgst með í mál-
fræði og að hann væri með þessar gömlu strúk-
túralistahugmyndir um að láta málið vera í friði
og vera ekkert að skarka í því til þess að hafa
áhrif á hvernig það breyttist. Nú er komnar upp
aðrar hugmyndir. Hins vegar er það alveg rétt
að við þessi yngri málfræðingar sem svo erum
stundum kallaðir, erum oft skammaðir fyrir að
hafa ekki nógu mikinn áhuga á því að stjóma
málinu.
Og hvað œtlið þið þá að gera. fyrst þið œtlið
ekki að stjórna málinu?
Við höfum haldið því fram að við ætluðum
að rannsaka málið og sjá hvernig það væri og
hvernig það væri að breytast, og gera mönnum
svo grein fyrir því. Nú ef mönnum líst ekkert á
þetta þá getur vel verið að málnefnd eða
einhver til þess kjörin apparöt telji nauðsynlegt
að hafa hönd í bagga með þessu. En ég held það
geti verið hættulegt fyrir málfræðinga að vera
uppteknir af því að hafa áhrif á málið eða hafa
alltof miklar áhyggjur af því að breytingar sem
verða á málinu séu mannskemmandi og til stór-
bölvunar því það truflar menn kannski í rann-
sóknunum. Það er dálítið merkilegt að eigin-
lega er til tvenns konar afstaða varðandi þetta
með málbreytingar og að málið sé að fara til
andskotans o.s.frv. Annarsvegar er því haldið
fram að íslenska hafi ekkert breyst og sé alveg
eins núna og var á tímum Snorra og hins vegar
er því haldið fram að íslenska sé á hraðri leið til
andskotans og geti jafnvel orðið alger málleysa.
Þá er stundum vitnað í dönsku og sagt að ís-
lenska geti orðið algert ómál jafnvel eins og
danska sem sé náttúrulega ekkert mál. En
margir af þessunr yngri málfræðingum eru
kannski ekki alveg tilbúnir til að fallast á að
danska sé ekkert mál og halda jafnvel að danska
sé bara ágætt mál.
En hvað þá með málvöndun eða málhreins-
un, eins og hún hefur verið stunduð hérlendis?
Ég held að það væri ágætt að gerð væri grein
fyrir því í skólum hvað það er sem liggur þarna
að baki og hvernig á því standi að menn eru að
berjast í þessu. Það helsta sem menn hafa getað
bent á er að ef málið breytist mjög hratt þá sé
erfiðara að lesa bækur sem voru skrifaðar fyrir
einhverjum hundruðum ára. En ef það breytist
hægar þá eigi rnenn hins vegar hægar með það
og að sömuleiðis verði minna bil milli kyn-
slóðanna að því er varðar málið. Ég held að
þessi umræða sem hefur farið fram um þetta
hafi oft alls ekkert stuðlað að þessu. Hins vegar
hefur bæði umfjöllunin og skólakerfið stuðlað
að því að menn fái þá tilfinningu að þeir kunni
bara alls enga íslensku og það séu bara fáir út-
valdir íslenskufræðingar svokallaðir sem viti
hvernig eigi að tala íslensku. Þess vegna er alltaf
verið að hafa samband við þætti eins og „Dag-
legt mál“ og spurt svona: „Ég hef tekið eftir því
að þessi og hinn segir þetta, er nokkurt vit í því
og á nokkuð að segja þetta svona?“ Og ef svarað
er af hverju það sé ekki í lagi að þessi og hinn
segi þetta svona, þá er annað hvort sagt að mál-
fræðingar séu bara rugludallar, eða algerlega af-
stöðulausir og jafnvel þjóðhættulegir og
stórvarasamir. Ég held að það væri hægt að gera
miklu meira gagn í þessum málurn ef mönnum
væri gerð grein fyrir því að mál breytist og að
málvenjur eru mismunandi t.d. eftir landshlut-
um, og sumt er eldri venja og annað yngri. Það
er kannski ágætt að taka svokallaða þágufalls-
sýki sem dæmi. Það var umræða um hana í
blöðunum einhvem tímann í fyrravetur. Eitt af
því sem þar kom fram var að enginn vandi væri
að losna við þetta með réttum kennsluaðferð-
um, munsturæfingum og fleira í þeim dúr og
uppræta með því móti þá minnimáttarkennd
sem „þágufallssýkin“ valdi fólki. En það er
náttúrulega önnur aðferð til að losna við þessa
6