Mímir - 01.05.1984, Page 45

Mímir - 01.05.1984, Page 45
Anna Björg Siggeirsdóttir í DRAUMI SÉRHVERS MANNS ER FALL HANS FALIÐ I. Inngangur. Grein þessi sem hér birtisí var upphaflega skrifuð sem prófritgerð í námskeiðinu skáld- sögur, á vorönn 1984. Leiðbeinandi minn var Matthías Viðar Sœmundsson og ber greinin þess efalaust merki, þar sem ég hef óspart leitað fanga í glósur mínar eftir fyrirlestrum kennar- ans. Viðfangsefnið er skáldsagan Þetta var nú í fylliríi eftir Ómar Þ. Halldórsson. Ekki erætlun mín að kryfja til mergjar alla þætti verksins, heldur einbeita mér að aðalviðfangsefni höf- undarins, sköpunarverkinu Urriða og vanda- málum hans. Hver er Urriði — hvert liggur leið hans — og hvers vegna? Af þessu leiðir að gerð verður nokkur grein fyrir mynd þess manns og heims sem í verkinu birtist. Þar sem bygging er nokkuð sérstæð verða forminu gerð nokkur skil, svo og stíl og myndmáli. II. Um tilvistina. i draumi sérhvers manns er fall hans falið Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt lif, sem ógnar þér. Hann vex á mili þín og þess sem lifir, og þó er engum Ijóst, hvað milli ber Gegn þinni líkamsorku og andans mætti og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú í dimmri þögn, með dularfullum hætti rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú. Og sjá, þú fellur fyrir draumi þinum i fullkominni uppgjöf sigraðs manns. Hann lykur um þig löngum armi sinum, og loksins ert þú sjálfur draumur hans.1 Steinn Steinarr. Sagan af Urriða og samferðafólki hans er módernískt verk og sálfræði þess af existential- ískum toga. Saga Urriða er saga hins villugjarna nútímamanns sem vikið hefur af hinni venju- bundnu braut Iífsins og finnur enga leið til baka. Hann er félagsvera — en ekki aðeins fé- lagsvera. Bakgrunn vantar, svo og fortíð, hið eina sem við vitum er að hann drakk og hætti að vinna vegna ósamkomulags við vinnufélaga sína. Við hirðum Urriða upp af götu okkar, ekki aðeins áttlausan, heldur og rótlausan. Ef til vill er það galli á sögunni hve lítinn bakgrunn Urriði hefur, en það leiðir okkur hins vegar frá því að kasta allri sök á samfélagið. Við getum einfaldlega ekki afgreitt vandamál hans þannig. Veilunnar ber einnig að leita í honum sjálfum — í vitundarlífi hans. Þessi fátæklega söguvitn- eskja okkar undirstrikar sannarlega efnivið verksins: „snarruglaður maður í kaótískum heimi.“ I Steinn Steinarr, bls. 160. 45

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.