Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 14
vera skáld. Síðan stígur hann sjálfur fram á
sviðið, glæsilegur, mælskur og montinn: „Og án
þess að hirða nokkra vitund um það, hvort
amman virti orð hans áheyrnar eða ekki, sneri
hann sér að Diljá og hélt áfram með hinu sama
hofmannlega kæríngarleysi. . . “(bls. 13).
Þá fyrst kemur bein lýsing sögumanns á
Steini Elliða. Útliti hans er lýst mjög nákvæm-
lega:
Hann var rúmra nítján ára gamall, en fullvax-
inn, mikill á velli, líkaminn liðugur og mjúk-
ur... Hann var glæsimenni frá hvirfli til ilja-
... Hið frjálsa og gustmikla látbragð hans olli
svipuðum áhrifum og sólskinsblær. Enni hans
var sérlega hátt, ekki að sama skapi breitt, en
einkennilega kúpt að ofan ... hárið rauðljóst,
þétt og stint... augun vóru með afbrigðum
frán ... (bls. 14)
Þess er einnig getið að hann hafi verið í jarð-
eplagulum sokkum og hælbreiðum lakkskóm
með mjóu lagi og fleira í þeim dúr. Eins og þessi
lýsing ber með sér, er öll áhersla lögð á hið
glæsilega í fari þessa manns og hversu mjög
hann ber af öllum öðrum, bæði andlega og í út-
liti.
í lýsingu sögumanns kemur þó einnig fram
viðvörun:
“En við nánari aðgæslu mátti lesa út úr þessum
svip kalt tilhliðrunarleysi, ófyrirleitni, jafnvel
óskammfeilni. í síðasta lagi mátti þetta glott
virðast talandi vottur um mann, sem er sífelt
reiðubúinn að bjóða byrginn, til að breyta við
þann, sem í hlut á, af ótakmörkuðu hlífðarleysi,
samviskulausri grimd.“ (bls. 14)
Að lokinni þessari rækilegu lýsingu heldur
sagan áfram og kveðjustund Steins og Diljár um
nótt á Þingvöllum er sett á svið. Það lýsir Steini
einkar vel, að hann talar einn næstum allan
tímann og aðallega um sjálfan sig. Þærandstæð-
ur sem eru áberandi í þessum kafla eru einkum
sorg Diljár að vera að missa þann sem hún elsk-
ar og hins vegar útþrá Steins, vilji hans til að
fara frá henni og finna hamingjuna allt annars
staðar og í öðru lagi einlægni Diljár andspænis
yfirborðslegri framkomu Steins:
— Já, Diljá, ég er að fara, endurtók hann enn
með óskeikuili áherslu á hverju atkvæði, kanski
fyrirhugaðri grimd. Og hún horfði á hann fá-
kunnandi í orðsins list, en fjálgur harmurinn og
hin ángráða blíða vóru orðum máttugri í svip
hennar. Og þá brást honum bogalistin sem
snöggvast.
— Diljá, sagði hann alt í einu. Ég skal aldrei,
aldrei gleyma þér... Rómur hans logaði af
ástríðu eitt andartak og það var auðsætt, að
hann lagði á sig hömlur til að þagna. (bls. 57)
Með þessum orðum er beinlínis gefið í skyn að
allt látbragð Steins til þessa hafi verið tómur
leikaraskapur, en gagnvart ást hennar og ein-
lægni fatast honum. Sögumaður lýsir Diljá, þar
sem hún liggur í grasinu og segirsvo: „En mein-
lætamanninum varð ekki að vegi að lyfta henni
upp í faðm sinn til að kyssa hana á augun.“ (bls.
58). Hér er augljóslega kominn þriðji aðili, sem
tekur afstöðu til persónanna tveggja. Hann dáist
að kvenleika Diljár, en hæðist að Steini Elliða,
bendir meira að segja á, hvað honum hafi verið
nær að gera.
í þriðju bók segir frá kynnum Steins af
munkinum, í lest suður í Evrópu. Steinn lætur
móðan mása, en það er engu að síður munkur-
inn sem hefur mest áhrif á hann. Honum dettur
ekki í hug að fara að þjarka við Stein um trúmál
og rósemd hans og tign gerir Stein óöruggan
„Hvers vegna svaraði múnkurinn ekki? Hver:
vegna tók hann ekki málstað kristindómsins?4
(bls. 147). Hér hittir Steinn, þetta unga glæsi-
menni, ofjarl sinn: „Það var ekki örgrant um.
að í rómi Steins fælist eimur af griðbænum. En
múnkurinn var enn of öruggur til þess að stæla.
Og Steinn fann betur og betur, að alt, sem hann
hafði sagt, og eins það, sem hann átti ósagt,
mundi aðeins láta sem fánýtt hégómahjal í
eyrum hins framandi manns.“ (bls. 152). Við
hliðina á þessum vitra og hógværa manni er
Steinn eins og hver annar uppskafningur. Þetta
er augljóst, þegar lýst er hugsunum Steins þegar
samtali þeirra er lokið:
Múnkurinn var eins og voldugur hlynur, gróð-
ursettur fyrir þúsundum ára, og átti rætur sínar
djúpt, djúpt niðri í jörðinni, — en ég er eins og
rótlaust kolluprik, sem einhver landafjandinn
14