Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 11

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 11
Margrét Eggertsdóttir „TAKTU AF ÞÉR GRÍMUNA, STEINN“ Um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness Ritgerð þessi var samin til B.A. prófs í ís- lensku 1984. Hér birtist hún heldur styttri en hún var upphaflega. Kennara mínum. Vésteini Olasyni, þakka ég góða leiðsögn. INNGANGUR Vefarinn mikli frá Kasmír kom út í Reykja- vík árið 1927. Þá var höfundur bókarinnar, Halldór Kiljan Laxness, 25 ára gamall. Bókina hafði hann samið suður á Ítalíu sumarið 1925. Vefarinn mikli er ótvírætt hápunkturinn á æskukveðskap Halldórs Laxness. Bókin er djúptækt uppgjör við skoðanir og reynslu höf- undarins og hún vakti mikla athygli. Sjálfur lýsti hann tilfinningum sínum þannig: „Þegar ég hafði lokið við síðustu kapítula „Vefarans“ suður á Sikiley haustið 1925, þá fanst mér ég standa uppi þerstrípaður. Ég gat ekki trúað því, að nokkurs staðar innan endimarka tilverunnar væri framar spjör að skýla nekt minni.“' Bókin varð strax mjög umdeild og viðbrögðin við henni voru misjöfn. Guðmundur Finnbogason kallaði söguna í Vöku 1927 „vélstrokkað til- berasmjör“, en Kristján Albertsson skrifaði í sama tímarit fagnandi: „Loksins, loksins. ..“ Sá fræðimaður sem mest hefur skrifað um Vefarann er tvímælalaust Peter Hallberg. í bók- inni Den store vávaren, en studie i Laxness ungdomsdiktning, 1954, fjallar hann, eins og nafnið gefur til kynna, um æskuverk Halldórs og alveg sérstaklega um Vefarann. í formála segir Hallberg, að ævisöguleg atriði krefjist mik- ils rýmis almennt, þegar verið sé að fjalla um æskuverk höfundar. Það er tíminn áður en list hans þroskast og per- sónugerð hans tekur á sig fast mót. Það á ekki síst við, þegar þróunarárin búa yfir jafn miklum umbrotum sem trúarhvarfinu til kaþólsku og klausturvistinni í ævi Halldórs Kiljans. Hallberg tengir mjög saman persónuna Halldór Laxness og verk hans. Hann dregur fram marg- ar merkilegar upplýsingar um ævi Halldórs, sumt býsna forvitnilegt. Hann gerir grein fyrir þeim áhrifum sem hann varð fyrir, bæði frá ein- staklingum sem hann kynntist og bókum sem hann las og tengir þetta allt við skáldverkin. Fyrir þessu hefur Hallberg mjög öruggar heim- ildir, sendibréf frá skáldinu, dagbækur hans, vini og kunningja, og ekki síst, rithöfundinn sjálfan. Verk Hallbergs ?r mjög umfangsmikið. Hann fjallar bæði um stíl sögunnar og stíláhrif, þær hugmyndir sem koma fram í sögunni og hugmyndaleg áhrif. Erik Sönderholm hefur einnig skrifað um Vefarann í bók sinni Halldór Laxness, en monografi, 1981. Hann skiptir verkinu í 6 hluta. í fyrsta kafla rekur hann ævi skáldsins, skiptir svo umíjöllun um verk hans í fjóra kafla og skrifar að síðustu lokakafla. Þannig aðgreinir hann verkin meira frá lífi höfundarins. Sönder- holm gerir aðallega grein fyrir hugmyndafræði Vefarans og tengir hana við seinni bækur höf- undarins. 1. Peter Hallberg: Vefarinn mikli, II1954, bls. 199.011 blað- síðutöl eiga við frumútgáfu Vefarans mikla frá Kasmír, 1927. 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.