Mímir - 01.12.2016, Page 142
140
prestr - kennimaðr
[krístinna laga þáttur - inngangur]
1,004,23-25
Prestr skal eigi svá fara heiman um nótt eða lengr
at hann hafi eigi þá reiðu alla með sér es hann
megi barn skíra.
[kristinna laga þáttur - um föstu]
1,036,23-26
Svá settu þeir Ketill byskup ok Thorlákr byskup at
ráði Qzurar erkibyskups ok Sæmundar ok margra
kenni manna annarra kristinna laga þátt sem nú
vas tínt ok upp sagt.
Tökuorðin tvö, messa og prestr, eiga sennilega
rætur sínar að rekja til fornsaxnesku. Um fyrra
orðið, físl. messa, eru AeW og lOb sammála um
fornsaxnesku sem veitimál en leW (bls. 1087)
stingur upp á að hér sé frekar um fornenskt
tökuorð að ræða. Hér verður ekki úr því skorið
hvert veitimálið er. Orðsifjar síðara orðsins eru
einnig nokkuð á reiki en líklegast er að veiti-
myndin sé fsax. prestar, frekar en fe. preost (sjá
Halldór Halldórsson 1969: 122-125). Þessi tvö
orð sýna að mínu mati vel að málin fornenska
og fornsaxneska hafa bæði gegnt mikilvægu
hlutverki við mótun helgisiða íslenskrar kirkju.
Innlendu samheitin, guðsþjónusta og kennimaðr,
ber að skýra á þessa vegu: Físl. guðsþjónusta
er ónákvæm (þ.e. dálítið frjáls) tökuþýðing á lat.
servitium divinum, þar sem lat. divinum ‘guð-
legur’ er þýtt með ef. et. af guð. Físl. kennimaðr
virðist hins vegar vera formlega alls ótengt lat-
neskri fyrirmynd, þ.e. presbyter eða sacerdðs
(sjá LeW: 360, 460). Upprunaleg merking
þessa orðs er ‘sá sem kennir/fræðir (um helgar
kenningar)'. Stinga mætti upp á þeirri skýringu
10 Dæmin eru gefin samkvæmt bindis-, blaðsíðu- og línunúmeri í útgáfu Finsens af K
eins og stendur í orðaskrá Becks (1993). Elcki verður gefinn textasamanburður hér, en
önnur handrit Grágásar sýna ekki raunveruiegt frávik frá K hvað þessi orðapör varðar.