Mímir - 01.12.2016, Page 157
Uppi í skýjunum
155
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir gaf út fyrstu Ijóða-
bók sína, Skýjafar, í byrjun október. Bókin er gefin
út af Partusi og er hluti af seríunni Meðgönguljóð
sem eru tileinkuð nýjabrumi íslenskrar Ijóðlistar.
Hún er safn þrettán Ijóða sem saman mynda
frásögn af aðskilnaði og tilraun til að umbera
hann, tilraun til að sigrast á eftirsjá, söknuði, stöð-
ugri þrá og eirðarleysi. í Ijóðunum eru myndrænar
náttúrulýsingar allsráðandi og með andstæðum
sínum, öfgum og miskunnarleysi tjá þær angist
Ijóðmælandans. í fyrsta Ijóðinu heldur hann upp
til skýjanna en í gegnum frásögnina leitar hann
stöðugt að horfnum steinum til þess að losna
úr hinu óáþreifanlega og stefnulausa ástandi
skýjanna. Hin beislaða þrá birtist í andstæðum
þessara náttúrufyrirbæra; skýin tákna eirðarleysi
nútíðarinnar og þau þrá hið fasta form steinanna
úr fortíðinni. Sorgin sem skín í gegnum frásögnina
er öguð og Ijóðin eru fíngerð, stutt og láta lítið fyrir
sér fara; þau halda ró sinni og hlaupa aldrei fram
úr sér. Frásögnin hefst hljóðlega og henni lýkur (
þöglu uppgjöri við aðskilnaðinn.
Verkinu má skipta í hluta sem hver um sig lýsir
mismunandi kenndum. Fyrsta Ijóðið, För, nemur
lesandann á brott, skapar honum sviðsmynd og
gerir honum Ijóst að það sem koma skal tilheyrir
ekki raunheimum: „hverfa götur / hverfur fólk //
eftir öskamma stund / boða Ijóðin brottför / upp
til skýjanna". Næstu tvö Ijóð, Freknurog Milli
hversdagslegra stríða, lýsa brennandi og Ijúfsárum
minningum sem eru myndhverfðar í steinum.
Ljóðmælandinn segir steinana horfna en dregur
síðan úr þeirri staðhæfingu með því að nefna
eigin von. í næstu tveimur Ijóðum hverfur hann inn
í minningarnar og við taka rómantískar lýsingar
á nánd og samveru sem eru skyndilega rifnar
vægðarlaust niður í síðustu línunni: „og kolmórauð
skriða fellur". Myndmálið um horfna steina öðlast