Vestfirðingur - 04.06.1999, Side 3

Vestfirðingur - 04.06.1999, Side 3
Vestfirðingur 3 -viðtal við Sturlu Halldórsson Ritstjóri Vestfirðings hefur allt frá því hann var drengur í Grunnavík í Jökulfjörðum séð viðmælandann Sturlu Halldórsson í nokkrum ævintýraljóma. í JökulQörðunum var takmark ungra drengja í lífinu það eitt að komast á sjóinn og standa sig. Skipstjórarnir á línubátunum, sem hlustað var á eftir hverjar veðurfregnir voru fyrirmyndirnar. Vegna fjölskylduvensla kynntist ég Sturlu snemma, en þó enn betur síðar meir þegar leiðir okkar lágu saman í gegn um hafnarmalin á ísafirði. Sturla er einn af þeim mönnum sem maður metur því meir sem maður kynnist betur. Sturla hefur víða komið við, bæði til sjós og lands, í störfum sínum jafnt sem áhugamálum. Lengi hefur ritstórann langað til að forvitnast um lífshlaup hans. Eitt lítið blaðaviðtal gerir því á engan hátt skil en er þó vonandi í áttina. Sturla var 28 ár á sjó og 29 ár á höfninni. Þar við bætist pólitíkin, bæjarmálin, störfin í stéttarfélögunum og í Kiwanisklúbbnum. Og margt fleira. Nú búa þau hjónin Sturla og Rebekka á Hlíf II á ísafirði og una hag sínum vel. Þar sinnir Sturla nýjasta hugðarefni sínu. Hann smíðar líkön af bátum og skipum. Þessi líkön eru listavel gerð og undirstrika listhneigðina og handlægnina í þeim systkinum. Ritstjórinn áræddi einn dag í maí að heimsækja Sturla á Hlíf og biðja um viðtal í sjómannablað Vestfirðings. Eftir smá fortölur hafði ritstjórinn sitt fram. Ætt og uppruni Ég er fæddur hér á ísafirði þann 13 júlí 1922. Sonur hjónanna Svanfríð- ar Albertsdóttur og Hall- dórs Friðgeirs Sigurðsson- ar, skipstjóra. Pabbi varð formaður á áttæringi, 18 ára og réri þá frá Höfnunum, austan á Arnarnesinu. Hann var formaður og skipstjóri í rúm fimmtíu ár. Foreldar mínir eignuðust 12 börn. Ellefu þeirra komust upp. Þau voru: Anna, Katrín, Guðjón, Lilja, Sigurður, Sturla, Guðmundur Guðjón, Steindór, Ólafur, Málfríður og Jón Laxdal. Þau misstu íyrsta barnið mjög ungt og Guðmundur Guðjón dó ungur. Anna, Guðjón og Katrín eru látin. Auk sinna barna ólu þau upp dóttur- son sinn Jón Hjört, son Katrínar sem dó 28. apríl 1935 daginn eftir að Jón Hjörtur fæddist. Fjórtán ára sjómaður Ég byrjaði sjómennsku 1936, fjórða júní, þá sem hálfdrættingur á ísbirnin- um ÍS 15 hjá Jakobi Gíslasyni skipstjóra. Hann hafði það fyrir vana að taka einn ungling með sér á sumarvertíð. Það var sett í sjóferðabók mína, að ég væri ráðinn upp á hálfan hlut en ef tveir þriðju skipshafnar samþykktu í lok vertíðar að ég hefði unnið fyrir meira en hálf- um hlut fengi ég fullan hlut. Það samþykktu það allir nema einn. Jakob var frábær skipstjóri og kenn- ari. Ég var á ísbirni til sjöunda mars 1940, en þá strandaði báturinn á skeri við Kerlinguna í Deildinni hér við Djúp, og sökk, en allir skipsmenn björguðust við illan leik á björgunar- bátnum inn á Skálavík. Aftaka veður var af norð austan og blindbylur. Við vorum á útilegu, á ísfisk- eríi. Við lönduðum á Bíldu- dal leguna á undan og þaðan var haldið út af Barða. Þegar átti að fara að leggja spáði aftaka veðri og ákvað Jakob að halda heim til ísafjarðar. Var öllu skellt niður í lest og haldið af stað heimleiðis. Vélin var alltaf að smábila á leiðinni og þess vegna hefur afdrifið verið meira en Jakob reiknaði með. Égvarávakt til kl. 2 um nóttina og fór þá í koju. Ég vakna svo við það að ég hendist fram á gólf. Það var um kl. 4 um nóttina. Jakob tók strax að stjórna björgunaraðgerð- um af mikilli festu og yfirvegun. ísbjörninn hafði björgunarbát í davíðum, en hann var svo lítill að hann bar varla allan mannskap- inn. Jakob lét okkur því setja alla belgina nema 4 á tvö bönd. Belgina átti að binda á borðstokk björg- unarbátsins. Fjórir belgir voru settir á styttra band og voru þeir settir undir kjöl á bátnum. Stór alda skolaði ísbirninum fljót- lega af skerinu. Þá voru sett upp segl og farið að sigla inn á Skálavíkina. Báturinn lak svo mikið að það var ljóst að hann sykki fljótlega. Þá fórum við í björgunarbátinn. Jakob stóð við afturmastrið og vildi ekki koma með í bátinn og þurfti nánast að taka hann með valdi. Tók hann þá strax við að stjórna björgunarbátnum. Var nú róið stystu leið í land. Rétt við land vorum við nærri komnir á sker. Éggleymi aldrei hrópunum í mönnunum þegar þeir sáu skerið. Okkur tókst með naumindum að róa frá skerinu. Þegar í land kom urðum við að grafa okkur í gegn um móðinn í fjörunni. Það var svo mikill snjór. Við gengum að næsta bæ en þar tókst okkur ekki að gera vart við okkur. Þá gengum við að Meiribakka til Páls bónda Pálssonar. Þar var okkur tekið mjög vel. Hann sendi Pál son sinn til Bolungarvíkur til að láta vita um okkur. Daginn eftir gengum við svo til Bolungarvíkur þar sem Einar Guðfinnsson og fjölskylda tók afskaplega vel á móti okkur. ísbjörninn var sá eini af Samvinnufélagsbátunum sem hlekktist á. Þetta voru hundrað prósent skip. Ég var á ýmsum bátum eftir þetta t.d. Ara RE 53 með Jakobi Gíslasyni, Ásbirni ÍS 12, Vébirni ÍS 14 með föður mínum, Auðbirni ÍS 17, Morgun- stjörnunni IS 87 ogHafdísi ÍS 75, skipstjóri Guð- mundur Guðmundsson. í september 1951 fékk ég pláss, sem háseti á Sól- borgu ÍS 260, til reynslu. Á Sólborginni Ég var á Sólborginni, sem netamaður, annar stýrimaður, fyrsti stýri- maður og sem skipstjóri um átta mánuða skeið árið 1959. Ég var mjög fallvalt- ur á Sólborginni, því ég fékk oft að heyra það, þegar fækkað var í skipshöfn, en ég hélt plássi, að ég væri eini kratinn, sem héldi plássi, en það á ég skip- stjóra mínum Páli Pálssyni að þakka , því hann hljóp alltaf til, þegar gerðar voru tilraunir til að stjórna úr landi, hverjir héldu plássi. Hann sagði stjórnendum í landi, að hann ætlaði að ráða því, hverjir væru í sinni skipshöfn. Páll var frábær skipstjóri, aflamað- ur mikill og vinur vina sinna. Ég saknaði hans mikið, þegar hann hætti á sjónum. Páll fékk mig til að koma sem stýrimaður hjá sér í ársbyrjun 1959,enéghafði slasast á fæti þegar við fengum brotsjó á okkur við Grænland nokkrum túr- um áður. Ég hafði þá gefið mig fram til að fara upp hvalbak til að laga stag sem hafði losnað þegar skipið tók yfir sig dýfu og ég flaut aftur á dekk. Ég var ekki orðinn góður í fætinum en Páll sagði að ég þyrfti ekki að standa mikið bara ef ég kæmi með því að sig vant- aði stýrimann. Það varð því úr að ég fór í þennan túr. Á þessum árum voru togar- arnir mikið á karfaveiðum við Nýfundanland. Við héldum þangað og vorum að láta trollið fara þegar Skúli Hermannsson mágur Páls skipstjóra féll í sjóinn. Það var logn en mikil undiralda og skipið valt mikið. Við náðum honum inn eftir nokkra stund en þá var hann látinn. Hjartað hefur gefið sig, sjórinn var svo óskaplega kaldur þarna. Það var strax farið til St. John á Nýfundna- landi og líkið sett í land. Páll fór þar líka af skipinu. Hann sagði mér að ég skyldi bara sigla beinustu leið heim, en ég réði þó alveg hvað ég gerði. Þegar við vorum að sigla yfir Nýfundnalandsbankana var ég með dýptarmælinn í gangi. Þá sá ég allt í einu miklar lóðningar og ákvað að láta trollið fara. Við lentum þarna í mokfiskeríi og fylltum skipið á 3 sólarhringum. Það varð úr við sigldum með aflann til Þýskalands. Þegar við vorum komnir rúmar 100 mílur austur fyrir Ný- fundnalandsmiðin brast á aftakaveður. í því veðri fórst togarinn Júlí frá Hafnarfirði og margir tog- arar lentu í erfiðleikum á Nýfundnalandsmiðum vegna ísingar. Við vorum hins vegar komnir austur úr kuldanum og lentum ekki í neinum erfiðleikum. Ég breytti aðeins stefnunni til suðurs á meðan að veðrið gekk yfir þannig að

x

Vestfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.