Dögun - 18.01.1946, Síða 3
DÖGTJN
3
Hvað vill C-listinn?
Eetri
menningarskilyrði
„X>ví ver sem við stöndum að
vígi,
því betur skulum við duga“.
Islendingar eru hamingju-
þjóð. Á sama tíma og flestar
menningarþjóðir koma sundur-
tættar út úr fimm ára ægistyrj-
öld og verða að hefja endur-
reisnarstarf sitt févana og afl-
vana, þá stendur íslenzka þjóð-
in ríkari og sterkari en nokkru
sinni fyrr og getur beitt öllum
mætti huga og handa til stór-
felldra atvinnu- og menningar-
framkvæmda. íslenzka þjóðin
hefur því öllum frekar ástæðu
til að vera bjartsýn og áræðin,
enda hefur hún á ýmsan veg
sýnt að svo sé, t.d. með stór-
felldum áætlunum ríkisstjórn-
arinnar um ný átök í atvinnu-
lífi og menningu.
Hinar þjáðu þjóðir, sem nú
verða að byggja flest að nýju,
eru þegar teknar til við endur-
reisnina. Úr öllum áttum berast
fréttir af djarfhuga aðgerðum,
þrátt fyrir hin erfiðustu skil-
yrði. Námur eru gerðar starf-
færar, verksmiðjur reistar, vélar
smíðaðar, skip búin á veiðar
o.s.frv. En jafnhliða öllum þess-
Við, íslendingar, stærum
okkur af menningu forfeðra
okkar og eigi að ástæðulausu.
En hvorum mun þafa verið
meiri þörf þekkingar, forföður
okkar, sem erjaði jörð sína með
deigum handtækjum og renn-
andi örigli út af borðstokki ára-
báts — eða okkur, sem viljum
rækta og 'ryðja jörðina eftir
vísidnalegum leiðbeiningum og
leitum og öflum fisks með vél-
búnum undratækjum?
Ýmsir óttast tækniframfarir
mannanna, og hafa þær raddir
aldrei látið hærra í eyrum en á
síðasta ári — kjarnorkuárinu.
Þessi ótti er vitanlega ástæðu-
laus, ef menn láta sér skiljast,
að menning og þekking fólks-
irís, hvers einasta þegns, verður
að margfaldast og fullkomnast
að sama skapi og tæknin eykst.
Sinnuleysi um uppeldis- og
um framkvæmdum, sem tryggja
eiga afkomu fólksins, er ekki
gleymt hinni andlegu hlið,
menntun alþýðunar. Reynsla ó-
friðaráranna hefur sannfært
enn fleiri en áður um undir-
stöðuþýðingu þess, að fólkið fái
notið sem beztra menntunar-
skilyrða. Við heyrum fréttir af
opnun skóla við hin erfiðustu
skilyrði. Hinir nýju háskólar
eru jafnvel starfræktir í skip-
um, ef ekki er annað húsnæði
fyrir hendi, en jafnhliða verk-
smiðjubyggingum rísa ný skóla-
hús af grunni, þótt borgararnir
verði að hafast við í hellum og
hreysum.
Þessi erlendu dæmi geta ver-
ið okkur lærdómsrík. Það er því
full ástæða til að gera sér sem
gleggsta grein fyrir því, hvern-
ig ástatt er í skóla- og menn-
ingarmálum hvers héraðs um
leið og því eru gefnar gætur,
hvað ríkisvaldið hyggst fyrir í
þeim sökum.
Eg mun ræða nokkuð um
þessi mál hér í þessu og næsta
blaði og drepa á nokkur nauð-
synleg úrræði til endurbóta í
þeim á næstunni.
skólamál er því dýrasta eyðsla
hvers þjóðfélags og héraðs Þá
er bæði andlegum og veraldar-
legum verðmætum sóaj>.
Núverandi forystumenn þjóð
arinnar virðast gera sér þetta
ljóst. Fyrir Alþingi liggja nú
frumvörp að stórfelldum endur-
bótum í skólalöggjöf landsins.
Þessi frumvörp, sem samin eru
af milliþinganefnd í skóla-
málum og flutt að tilhlutun
núv. menntamálaráðherra, hafa
það höfuð mark að tryggja
hverjum unglingi undirbúnings-
menntun við sitt hæfi, hvort
heldur er á verklegu eða bók-
legu sviði, og einnig stuðla að
því, að fátækt eða aðrar efna-
legar aðstæður þurfi ekki að
hefta neinn ungling á braut
hinnar æðstu menntunar.
Hér er ekki rúm til að rekja
þetta nánar, en eins nýmælis
verður þó að geta, því að fram-
kvæmd þess byggist á aðstæð-
um í hverju héraði. Geta má
þess áður, að lítill vafi mun á,
að frumvörp þessi verði,; sam-
þykkt nær óbreytt í vetur.
Samkvæmt tillögunum lýkur
barnaskólanámi einu ári fyrr en
nú er, en við tekur þá tveggja
ára skyldunám, hið minnsta, í
unglingaskóla. Auk þess er svo
gert ráð fyrir allt að tveggja ára
námi til viðbótar fyrir gagn-
fræðapróf. Verða gagnfræða-
skólarnir 4 ára skólar í stað 3 nú
og öll börn skyld til einhvers
náms í þeim fyrstu tvö árin.
Þá er gert ráð fyrir skiptingu
í verksmiðju- og bóknámsdeild,
og með því er stefnt að því
sjálfsagða ráði, að hvert barn
fái þá þekkingu, sem bezt sam-
svarar andlegum og líkamleg-
um hæfileikum þess. Núverandi
ófremdarástand, að troða öll-
um til sama náms, án tillits til
hæfni. má sannarlega hverfa
ITinsvegar dregur breyting
þessi engan veginn úr kröfum
til barnaskólanna, nema síður
sé. Bætt aðbúð þeirra er því
enn og verður traustasta undir-
staðan fyrir allri framtíðar-
menntun æskunnar.
Skal ég þá víkja að þeim
endurbótum, sem nauðsynleg-
ar virðust hér á Akranesi og
má ekki seinna vera um sumar
þeirrra.
Bamaskólinn hér er að mestu
starfræktur í tveimur lélegum
húsum, og var hið yngra þeirra
reist 1912. Þá voru hér í skóla
62 börn en nú eru tæp 300. Eru
þessar tölur ekki næg sönnun ó-
hæfunnar, sem þarna er búin
yngstu borgurum þessa bæjar
og leiðbeinendum þeirra? Það
er Ijúft að játa, að þeir, sem
byggðu þetta hús voru myndar-
legir og framsýnir, en kröfur nú-
tímans til skplahúsa eru svo
mjög breyttar á þessum rúm-
um þrjátíu árum, að eigi má
lengur draga-st að ríýtt skóla-
hús verði reist. Hér vantar
ekki aðeins stofur til bóklegs
náms, heldur að mestu fyrir
verklegt nám pilta og alveg fyr-
ir telpurnar. Hreinlætisher-
bergi og salerni eru mjög-ófull-
komin og í þriðja húsinu (of
litlu leikfimihúsi). Engin les-
stafa er til, ekki bókasafnshen-
bergi, fpndarsalur eða skrif-
stofa fyrir skólastjóra. Hann og
kennararnir verða að hafa
bækistöð sína innan um allar
kennsluibækur og áhöld skól-
ans í kytru, sem ekki þætti
stórt eldhús í meðal íbúð,
Þannig mætti lengi telja, en er
óþarft. Byggingu nýs, fullkom-
ins barnaskóla, með rúmgóð-t
um leikvöllum verður að hefja,
þegar í vor. Barnaíjöldinn mun
ekki fækka hér á næstu árum,
þrátt fyrir væntanlega breyl;-
ingu á skólaskyldunni. — Enn
fremur má benda á nauðsyn
þess að til sé hæfilegt húsnæði
fyrir smábamaskóla (börn 5—
7 ára). Skilningur manna á
nauðsyn þeirra er sífellt að
aukast, og mun Hallbjörn Odds
son og fleiri hafa sýnt lofsverð-
an áhuga við að bæta úr þess-
um skorti hér. En hitt ætti að
vera hverjum manni Ijóst, að
börn á þessu reki verða að hafa
borð og stóla við sitt hæfi, og
er því ekki forsvaranlegt til
lengdar að hafa ekki a.m.k. 1—-
2 kennslustofur útbúnar við
þeirra hæfi, Eykur það enn
nauðsyn þess, að barnaskóli
verði strax byggður.
Um fjárhagshlið þess máls
má geta þess, að nái fyi’ir-
greind frumvörp framgangi,
greiðir ríkissjóður helming
stofnkostnaðar og eru þar með-
taíin áhöld, svo sem borð og
stólar.
Gagnjrœðaskólinn. Það er
vonandi ljóst af fyrsögðu, að
h úsnæðisleysi gagnfræðaskól-
ans hér kemur í veg fyrir íram-
kvæmd skólaskyldu og náms-
skiptingar í samræmi við vænt-
anleg lög, þegar tæpast er hægt
að starfrækja skólann í anda nú
verandi laga, með aðeins 70
nemendum. Hér má því ekki
dragast um úrbætur. Er þá
fyrsta leið, að tafarlaust verði
reist nýtt skólahús fyrir gagn-
fræðaskólann miðað við kom-
^andi tíma. Þessi lausn er auð-
vitað æskilegust, en hitt verður
auðvitað ætíð að hafa í huga,
hvað framkvæmanlegt er í einu
með þeim vinnukrafti og nauð-
synlegum atvinnurekstri, sem
hér er og koma þarf. Með því
líka, að víst er að bygging
barnaskólans hér yrði tafarr
laust samþykkt af fræðslu-
málastjórn og því tryggt,, að
þar er þegar hægt að hefja und-
irbúning, þá tel ég rétt að
leggja allt kapp á að barnaskól-
inn rísi sem fyrst og síðan yrðj
hafin þygging , gagnfræðaskóla-
húss. Meðan það. væri í smíð-
um, mætti, starfrækja gagn-
fræðaskólann j mestu af núver-
andi húsnæði bpggja skólanna,
þótt óhengtugt sé á ýmsan hátt.
Skóla- og uppeldismál