Dögun - 24.06.1946, Side 3

Dögun - 24.06.1946, Side 3
DOGUN Mannbjörg eða mannfellir. Níelsson. Ennfremur var Guð- mundur Jónsson kosinn í vara- stjórn og endurskoðendur voru kosnir: Níels Kristmannsson og Jón Guðmundsson. Undirbúningur undir þessa félagsstofnun hófst á þann hátt, að nokkrir menn komu saman og ræddu nauðsyn þess, að hér á Akranesi yrði aukin útgerð og hagnýting aflans. Á þeim fundi voru kosnir í nefnd til undirbúnings félags- stofnunar og til annarra ákvarð- anna, sem ekki gátu beðið úr- lausnar: Guðmundur Jónsson, Árni Sigurðsson og Pétur Jó- liannsson. Reynt var að fá einn af stærri bátunum, sem ríkisstjórnin var að láta byggja í Svíþjóð, en það tókst ekki. Sneri þá nefndin sér til Ný- byggingarráðs og sótti um inn- flutningsleyfi á notuðum bát frá Svíþjóð, var það leyfi auðfengið. Þegar hér var komið taldi nefndin nauðsynlegt, að menn yrðu sendir til Svíþjóðar í þeim erindagerðum að kaupa bát, voru ráðnir til þeirrar farar Guð- mundur Jónsson, Freyjug. g, Akranesi og Sigurjón Jónsson, skipstjóri frá Eyrarbakka. Þessir menn hafa fengið til- boð í 62 tonna mótorbát 2^/2 árs gamlan með 180 hestafla Skan- diavél, og hefur félagsstjórnin samþykkt að kaupa þennan bát. Félagið hefur keypt síldar- nætur og báta af Sigurði Hall- bjarnarsyni, og sýndi hann því skilning og velvilja með því að láta félagið sitja fyrir öðrum með kaupin á þessum veiðarfær- um, sem eru lítt fáanleg, en margir um boðið. Það er ekki svo lítilsvirði fyr- ir félagið að finna alls staðar skilning og velvilja í garð fé- lagsins, og ef félagsmenn gera allt það bezta sem þeir geta fyrir félagið og láta enga sérhagsmuni ráða gerðum sínum, þá mun fé- laginu vel vegna. ' Hlutafjársöfnun mun halda áfram og verða hlutabréf til sölu, eftir nokkra daga, á skrifstofu Kaupfélagsins, í bókabúð Andr- ésar Níelssonar og hjá meðlim- um félagsstjórnarinnar. Ákveðið er að fyrsti bátur fé- lagsins hljóti nafnið „Fram“ A. K. 58. Skipstjóri á bátinn er ráðinn Pálmi Sveinsson. Vonazt er til þess, að báturinn verði kominn hingað um næstu mán- aðarmót, tilbúinn á síldveiðar. P. J■ í Dráttarbraut Akraness er verið að byggja tvo 55—60 tónna mótorbáta. Væntanlega verður annar báturinn til- búinn í næsta mánuði. Áfengisböl íslendinga er ægi- legt. Á tveggja ára afmæli lýð- veldisins getum við minnzt þess að hafa drukkið áfengi fyrir 77 milljónir króna eða yfir 300 kr. á hvert einasta mannsbarn á ári. Þessar og þvílíkar tölur eru þó engan veginn lull lýsing þessa þjóðarvoða. Þjófnaðir, óspektir, rán og jafnvel morð einkenna nú um of þjóðlífi fslendinga, auk sundrungar heimila, sviksemi, óorðheldni og ótal margra kvilla, sem beint og óbeint má rekja til áfengisnautnarinnar. Reykjavík sameinar í mann- mergð sinni marga kosti og lesti þjóðar okkar. Hún verður einnig hvassast fyrir böleinkennum áfengisins. Lögreglan þar veit naumast sitt rjúkandi ráð, vegna ölæðis ungra og gamalla á skemmtunum og götum úti. Ríkið selur þegnunum áfeng- ið og rel'sar þejm síðan fyrir neyzlu þess. Þetta er svívirða, sem verður ekki þvegin af, nema með skipulagðri baráttu allra afla ríkisins og félagssamtaka í landinu, baráttu gegn áfengis- neyzlunni. Einn liður þeirrar baráttu er stórfelld takmörkun á sölu áfengis eða alger lokun áfengisverzlunar ríkisins, þ. e. a. s. bannlög. „En, rxkið lifir á áfengissöl- unni,“ segir nú einhver. Því mið- ur er þetta sorglega sönn stað- reynd. Fimmta hver króna, sem nú kemur í ríkissjóð, er fengin fyrir sölu áfengis. En skyldu þær krónur hverfa, þótt ekki væri hægt að verja þeim til áfengiskaupa? Skyldi ekki finnast nein leið, nein heil- brigð leið til að ná þeim í ríkis- sjóð, án þess að selja borgurun- um eiturlyf í staðinn? Sannarlega mundu tekjur ríkissjóðs ekki minnka raunveru- lega, þótt áfengisgróði þessi hyrfi. Þjóðarauðurinn ykist, vegna betra heilsufars, bættrar afkomu núverandi áfengisneyt- enda, aukinna vinnuafkasta minnkandi löggæzlu o. s. frv. Ekki væri úr vegi að flytja nið- ursoðna og nýja ávexti í stórum stíl til landsins og selja í stað áfengis. Vafalaust mætti afla töluverðra tekna með slíkri sölu, og fyllilega verjandi. Öll rök þjóðarinnar mæla gegn áfengissölu og áfengisneyzlu, engin með. Lesandi góður. Gleymdu al- drei hlutverki þínu í hverju máli: fordæminu, sem þú gefur á heimili þínu, í fjölskyldu þinni, á vinnustaðnum, í bæjar- félaginu. Þess vegna er ekki sama um þig, ekki sama, hvort þú þiggur áfengi eða hafnar því. Þér ofbýður sjálfsagt áfengisflóð- ið, og þú fordæmir kannske að- gerðarleysi stjórnarvalda í þeim inálum. En er hlutur þinn hreinn? Gefur þú aldrei hættu- legt fordæmi með neyzlu áfeng- is eða veitingu þess á heimili þínu? Sjálfsuppeldi þjóðarinnar, lagaboð, skipulagður áróður í skólum, útvarpi, félögum, blöð- um, mannfundum og annars staðar, — allar þessar leiðir og margar aðrar verðum við nú að fara og þurrka af okkur þenna voða — áfengisneyzluna. Björgum mannlífum, annars verður mannfellir. Heilir og sælir, Iesendur. Framhald af bls. 1. bæjarblaðs takmarkaðir. Það er þó von mín og trú, að bæjarbúar vilji fremur líf þessa bæjarblaðs en dauða, er fram líða stundir, og það jafnt, þótt þið verðið margir andstæðir pólitískri stefnu þess. Dögun væntir því kaupenda í hverju húsi og stöð- ugra auglýsinga. Má þar á það benda, að götuauglýsingar þurfa að hverfa að mestu. Þær bera naumast tilætlaðan árangur og eru til leiðinda. Þriðji annmarkinn er sjálf prentunin. Engin prentsmiðja er hér á staðnum, og nú fyrst hef- ur okkur tekist að fá loforð um prentun í Reykjavík. Ýmis óþæg- indi eru þó samfara því, að blað- ið er prentað utan bæjarins, en vonandi rætist einnig úr þessu áður en líður. Einn af menning- arfrömuðum okkar sagði eitt sinn, að það hérað væri menn- ingarrírt, sem ekki hefði neina prentsmiðju. / fjórða lagi munu ýmsir ótt- ast efnisskort, í slíkum smábæ gerist nagmast frásagnarverð tíð- indi og fáir finnist ritfærir. Hvort tveggja þetta er rangt Verkefni eru ótæmandi, þau eru sífellt í sköpun. Og þörfin mun færa hugsanir ykkar í þann bún- ing, sem nægir. Munið, hve margt mætti betur fara í bæjar- félagi okkar. Oft veldur þögnin, eða hið hljóða nöldur, mestu utn seinagang ýmissa úrbóta. Til hugarléttis vil eg svo skjóta því að þér, lesandi góð- ur, að þótt þú sért andstæður 8 okkur í stjórnmálum, þá skaltu ekki óttast að óreyndu. Sé mál þitt til almenningsheilla, að okkar dómi, eða umræður æski- legar um það, þá er sama hvað- an gott ketnur. Við óttumst ekki umræður í blaðinu, við óttumst rúmleysi. Að siðustu er skylt og rétt að benda á, að hér starfar ekkert launað lið. Allir, sem hér leggja hönd á plóginn, eru sjálfboða- liðar, sem uppskera þakkir og vanþakkir, en annað eigi. Þar mun þess og gæta að við erum að mestu viðvaningar. En — enginn verður óbarinn biskup, og við lærum vonandi af mistökum í þessu sem öðru. Eg minntist í upphafi á bæj- arstjórnina og störf hennar. Eigi er það ætlunin, að hér verði ein- göngu rætt um viðfangsefni bæj- arstjórnarinnar. Mundu þá einn- ig margir óttast orðbragðið eigi síður en innrætið. En lesendur góðir. Öll vanda- mál okkar eru bæjarmál, hvort sem þau komast nokkru sinni á dagskrá bæjarstjórnar eður eigi. Við segjum því, að ekkert mann- legt sé okkur óviðkomandi. Eg minnist þess, er einn bæj- arstjóri sagði við mig í vetur: „Bæjarblöðin eru okkur ómiss- andi, ekki sízt skrif andstæðinga okkar. Gagnrýni þeirra veldur stundum sársauka, en hún held- ur okkur vakandi á verðinum. Bærinn væri menningarsnauður og framfarasmár án blaðanna." Sínum augum lítur hver á silfrið. Eg vænti þess þó, að reynslan fái að sýna réttmæti þessara orða, einnig hér á Akra- nesi. Sumir vilja kæfa andstæð- inga sína í fæðingunni. Það get- ur sjálfsagt verið réttlætanlegt og nauðsynlegt stundum, en oft stafar sá ótti af lítilli trú á eigin málstað. ------Við völdum blaði okk- ar djarft nafn. Heitið Dögun lofar miklu. Eg vil stuðla að því eftir megni, að hún kafni ekki undir nafni, en þar ráðið þið eigi síður. Verði hún boðberi og verjandi frelsis og framfara í þessu byggðarlagi má vel við una, en ekki ella. Það er talið hygginna manna ráð, að lofa fáu, en efna þeim mun betur. Eg ætla þó að lofa einu enn og treysti, að efndir gangi eftir: Dögun mun forðast andleg mannvig og fúkyrði, en rœða ágreiningsmál af einurð og festu. Hinir, sem annan kost kjósa, mega beita vopnum eftir eðli og innræti, en ekki á ritvelli Dögunar. 17. júní 1946. Helgi Þorláksson.

x

Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.