Dögun - 24.06.1946, Qupperneq 5

Dögun - 24.06.1946, Qupperneq 5
DÖGUN 5 BæjaverkfræS- ingur. Meðan enn voru haldnir bæj- arstjórnarfundir, báru Helgi Þorláksson og Ingólfur Runólfs- son fram tilfögu um ráðningu verkfræðings í þjónustu bæjar- ins. Tillagan var samþykkt mót- atkvæðalaust, en því jafnframt lýst af forseta (Ó. B. B.), að hér væri alveg nýtt mál á ferð- inni. Því miður virðist bæjarstjóri varla taka þessa samþykkt mjög alvarlega, því að hann auglýsti stöðuna aðeins í einu blaði og með fimm daga umsóknarfresti. Úr þessu var þó bætt, er flutn- ingsmenn fundu að þessu á riæsta fundi. Síðan vitum við ekki sþguna meir. Enginn bæjarstjórnarfund- ur, enginn verkfræðingur. Það var að vísu vitað og ræki- lega ábent af flutningsmönnum, að mikið kapphlaup er um verk- fræðinga okkar. Siglufjarðarbær og Isafjörður hafa leyst þessi mál um stundarsakir með ráðningu danskra verkfræðinga, og hefur gefizt vel. Líklegt er þó, að norskir verkfræðingar mundu að sumu leyti henta okkur bet- ur, ef þeirra væri völ, en fram til þessa hefur enginn hörgull verið á Dönum til slíkra starfa. Þær raddir hafa heyrzt, að lítil þörf væri hér fyrir bæjarverk- fræðing, verkefni séu allt of fá. En hvernig var það, átti ekki að halda áfram með hafnargerð- ina, hefja fullkomna gatnagerð, leggja skolpleiðslur, nýja vatns- veitu, reisa skóla o. s. frv.? Ætli það fari ekki hér sem víðar, að sparnaðurinn geti orðið dýrasta eyðslan? Verkfræðingum getur auðvitað skjátlazt með einstök verk, en hvers má þá vænta af ólærðum? Þótt skammt sé til Reykjavík- ur, er það alls ófullnægjandi að treysta hverju sinni á aðstoð verkfræðinga, sem þar starfa. Þeir eru allir önnurii hlaðnir. Auk þess vœri einmitt ástœða til að óttast mistök af íhlauþavínnu þeira hér, þótt gerð vœri af bezta vilja og getu, sbr. vatnsveituna.' Slíkir starfsmenn þurfa að vera nákunnugir staðháttum, veður- fari o. fl. slíku. Sumum ^ann að detta í hug, að rétt sé héðan af að bíða með ráðningu verkfræðings, unz nýr bæjarstjóri verður ráðinn, og sameina þá hvort tveggja í sama manrti: - '— • .. Það er, að mínum dómi, mjög hæpið. Verkfræðiþekking og hagsýni um stjórn bæjarmála þarf engan veginn að fara saman, og er enda ólíklegt, þótt dæmi finnist gagnstæðunnar. En sérþekking í tæknilegum stórvirkjum nútímans er hins vegar álíka nauðsynleg og sjálf- sögð og læknisþekking í stað skottulækninga. Nýsköpun eSa niðurrif. Sósíalistaflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum við Alþingis- kosningarnar 30. júní, og eru frambjóðendur hvors um sig 61. Alþýðuflokkurinn býður ekki fram í Austur-Skaftafellssýslu og Norður- Múlasýslu, og Fram- sóknarflokkurinn hefur engan í kjöri í N.-ísafjarðarsýslu og Seyðisfirði. Mun hér vera Um hrossakaup að ræða milli þessara flokka, og eru þau kannske ekki furðuleg, þegar þess er gætt, að ýmsir frambjóðendur Alþýðu- flokksins eru ákveðnir andstæð- ingar nýsköpunarinnar og vilja gjarnan koma í veg fyrir fram- Iiald núverandi stjórnarsam starfs. Vitað er, að enginn flokkur gengur heill til kosninga fyrir nýsköpunarstefnuna og fram- hald hennar, nema Sósíalistar. Allir vita urn afstöðu Framsókn- arflokksins. Hann vildi aldrei vera með og hefur þar ekkert lært og engu gleymt. Margir hugðu hinsvegar, að Sjálfstæðis- flokkurinn leyfði ekki stjórnar- andstæðingunum að fara fram í nafni flokksins. Nú eru allir fimmmenningarnir í kjöri og Björn Ólafsson að auki í öruggu uppbótarsæti. Það er því naum- ast furða, þótt kjósendur spyrji hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlist fyrir að kosningum loknum. Hann býður þannig fram, að ástæða er til að óttast afnám ný- sköpunarinnar, ef kjósendur verða ekki á varðbergi og fella afturhaldsmennina. Alþýðuflokkurinn á sérkenni- lega sögu í þessum málum. Al- kunnugt er, ‘ að aðeins fékkst eins atkvæðis meirihluti í mið- stjórn hans með þátttöku í nú- verandi ríkisstjórn. Málgögn flokksins hafa alla tíð verið blendin í afstöðinni og sum bein línis andstæð, svo sem Skutull o. fl. Framboð Alþýðuflokksins vekja þó enn rneiri tortryggni. Þar er t.d. Barða Guðmundssyni, öruggum styðjanda stjórnarsam- starfsins, vikið úr vissu sæti, svo að stjórnarandstæðingur, Hanni- TILKYNNING frá Nýbyggingarráði Nýbyggingarráð hefur nú lokið úthlutun þeirra vörubifreiða, sem það að þessu sinni hefur gert ráðstafanir til að komi til lands- ins. Frekari umsóknir um vörubíla verða því ekki teknar til greina að sinni. Nýbyggingarráð. TILKYNNING til útgeröarmanna Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að leggja upp síld til söltunar af skipum sínum á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Útgerðarmenn þurfa í umsóknum sínum að taka fram eftirfarandi: Nöfn skipa, stærð, einkennistölur. Áætlað magn til sölt- unar og hjá hvaða saltanda síldin verður söltuð. Umsóknir þessar skulu sendar til skrifstofunnar á Siglufirði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. júní 1946. Síldarútvegsnefnd. bal Valdimarsson, komist á þing. Til frekari öryggis er stillt á móti Barða á Seyðisfirði, svo að ör- uggt sé, að hann nái ekki kosn- ingu. Ekki verður því sagt, að Alþýðuflokkurinn gangi heill til þessa leiks, og er það illt. Sósíalistar hafa boðið Sjálfst. og Alþfl.áframhaldandi samstarf, hvernig sem kosningar fara. Þeir hafa ætíð gengið heilir að fram- kværnd nýsköpunarinnar. Hitt dylst þeim ekki, að enn er engan veginn náð því marki, sem þessir andstæðu flokkar hafa sett sér 02: o geta náð, þrátt fyrir skoðana- andstæður. Það ætti að vera landslýð Ijóst, að nú má ekki staðnæmast á framfarabrautinni. Afturhvarf og kyrrstaða býður þjóðarinnár, ef horfið verður að fyrri háttum, en menning og vax andi velmegun, sé traustlega reist á nýlögðum grundvelli. „Nýsköpun til sjávar og sveita“ Húseigendur! Tek að mér allskonar innan og utan húss m á 1 u n. EINAR ÁRNASON MÁLARAMEISTARI, Suðurgötu 102. er kjörorð þessara kosninga, og Sósíalistaflokkurinn einn ber það merki við hún. Efling hans tryggir aukna velmegun þjóðar- innar.Fellið alla frambjóðendur afturhvarfsins. x—y—z I

x

Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.