Uglan - 30.11.1949, Síða 2
---------------------
UGLAN
i — SKOPBLAÐ —
Útgefið af nokkrum 4. bekkingum.
Abyrgðarmaður:
Jóhann Hlíðar, kennari.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
Á V A RP
KÆRU LESENDUR, finnst ykkur ekki erfitt ati
þurfa í skólann snemma á morgnana? Finnasl
ykkur kennslustundirnar ekki lengi að líða? —
Areiðanlega finnst ykkur þetta, þó að þið viður-
kennið það ekki, þegar kennararnir heyra.
Okkur langar til að segja ykkur smásögu, sem
við höldum að geti átt við nokkuð mörg okkar.
Þegar við loks vöknum, byltum við okkur fram
og aftur í rúminu, áður en við árœð’im að opna
augun. Með kuldahrolli rísum við upp og lítum
á klukkuna í voninni um, að óhcélt sé að sofa 2—
3 mínútur enn. Nei, nú má hafa hraðann á. Skelf-
ingu lostnir sprettum við fram úr rúrninu og
hheðurn okkur. Enginn tími er til að borða. Við
I ,
þjótum af stað. I flýtinum gœtum við ekki sem
skyldi forarpollanna á götunum. Við blotnum í
skóhlífalausa fœturna. Ef til vill náum við í tœka
tíð. Þjótum lafmóðir og með stírurnar í auguu-
um inn í stofuna rétt á undan kennaranum. Ef t.i.l
vill verðum við of seinir. Hversu margir eru það
ekki, sem stanza úti fyrir skólastofunni og hugsa
sig urn, hvorl sé betra að halda áfrain eða snúa
við? Fjölmargar augnabiiksmyndir þjóta gcgn-
um hug okkar þar, sem við hikum. Illilegt augna-
ráð skólasystkinanna. Kennarinn þar, sem hann
iyftir pennanum, til að fa;ra inn mínusinn. Og
loks skólarneistari lesandi vísitöluna á sal. Þessa
óláns vísitölu, sem ekki rná fesla í stað Icaup-
gjaldsvísitölunnar. Hins vegar er rúmið, ylvolgt
og lokkandi. En þar ber skugga á, grafalvarlegir
menn með hitamœlir að voptii.
Við opnum dyrnar og lœðumst inn.
Er þetta ekki það, sem Egla kallar hrœðslu-
gœði?
Kennslustundirnar eru svo langar, eins og bið-
in er yfirleitt. Við verðum að eyða tímanum. Eitt-
hvað verðurn við að hafa fyrir stafni. Bréfaskrift-
ir, skvaldur og jafnvel svefn og spilamennska er
ekki óalgengt í tímurn. Títuprjónn, cirkill og
krítarmoli, til að kvelja með sessunautinn, eru
kœrkomin leikföng. Einnig hafa skólablöðin stóru
hlutverki að gegna á þessu sviði. Með þau. í hönd-
um. líður tíminn hraðast, og raunirnar gleynvisi,
helzt.
Tvö blöð hafa komið út í skólanurn urn nokk-
urt skeið. Þau eru efalaust góð á sínu sviði, en
við œtlum ekki að líkja eftir þeim með þessu
blaði okkar. „Englendingar segja, sko: Variety is
the spice of life.“ Það er nokkuð til í því.
Við höfum í hyggju að sýna ykkur broslegri
hlið skólalífsins og jafnframt þá auvirðilegri í
margra aitgum. Við viljum veita ykkur vöku-
meðal í sögu- og dönskutímana, og koma brosi
fram á varir ykkar á alvarleguslu augnablikum
laiínu- og stœrðfrœðitímanna.
Það er von okkar, að þið lakið vel þessari við-
ieitni, til að hressa skap ykkar, sem ekki skrópið,
á alvörustundum skólalífsins. Megi „UGLAN“
sem lengst verða ykkur andlegt hressingarmeðal!
NOKKRIR 4. BEKKINGAR.
UGLAN