Læknaneminn - 01.04.2022, Page 17

Læknaneminn - 01.04.2022, Page 17
15 Taugaþroskafrávik hjá börnum alla jafna nýburaviðbrögð sem eru ósjálfráð við brögð taugakerfisins við ýmsu áreiti. Eftir því sem barnið verður eldra hverfa þessi viðbrögð og ættu þau að vera horfin að mestu við 6 mánaða aldur. Eftir þann tíma taka við varnarviðbrögð barnsins þar sem það ber til dæmis fyrir sig hendur ef það er að falla úr sitjandi stöðu. Þróun varnar­ viðbragða hjá barni eru talin vera mikil­ vægur þáttur í hreyfiþroska þess og frávik í þeim viðbrögðum kalla eftir nánari eftir­ fylgni á hreyfiþroska barnsins.3 Eftir farandi einkenni hvetja til nánara mats á þroska­ stöðu barnsins: • Velta sér milli hliða fyrir 3 mánaða aldur. • Krepptir lófar 3 mánaða. • Nýburaviðbrögð greinilega til staðar eftir 6 mánaða aldur. • Önnur höndin ríkjandi fyrir 18 mánaða aldur. Viðvarandi táganga. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru um 5­6% barna með frávik í samhæfingu hreyfinga og jafnvægi sem hefur áhrif á þau dags daglega. Samkvæmt ICD­10 flokkast þessi frávik undir hreyfiþroskaröskun. Þessi börn eiga í erfiðleikum með fínhreyfingar og/eða grófhreyfingar og hreyfifærni er ekki aldurssvarandi. Þessum frávikum fylgja oft erfiðleikar við að tileinka sér nýja hreyfi færni eins og að hjóla á reiðhjóli og/ eða reima skó.29 Hreyfiþroskaröskun tengist stundum víðtækari frávikum í taugaþroska þar sem helst má nefna einhverfurófsröskun og/eða athyglisbrest með ofvirkni.30 Heilalömun Heilalömun (cerebral palsy) er algengasta tegund hreyfihömlunar meðal barna og kemur fram hjá um 1 – 3/ 1000 lifandi fæddra barna. Um helmingur barna með heilalömun fæðist fyrir tímann. Birtingar­ mynd heilalömunar kemur fram vegna truflunar á stýringu hreyfinga líkamans. Einkenni barnsins eru þó mun víðtækari þar sem frávik í öðrum þroska sviðum, svo sem vitsmunaþroska, mál þroska og félagsþroska eru tíð. Orsök truflana í starfsemi heilans má yfirleitt rekja til skemmda í miðtaugakerfi barnsins sem orðið hafa á fósturskeiði þó einnig geti sama birtingarmynd komið fram eftir áföll í fæðingu eða snemma á lífsleiðinni. Greining á heilalömun fer yfirleitt fram á fyrstu aldursárum barns en fer þó eftir alvar leika einkenna. Mikilvægt er að útiloka aðrar ástæður fyrir frávikum í hreyfifærni. Oft sjást ákveðnar breytingar á segulómun af höfði sem samrýmast heilalömun eins og til dæmis hvítefnisbreytingar hjá fyrir­ burum og breytingar á heilavef í kjölfar súrefnis skorts. Heilalömun er flokkuð eftir vöðvaspennu, eðli hreyfinga og útbreiðslu einkenna. Langalgengasta formið er stjarfalömun (spastic paralysis) þar sem vöðvaspenna er aukin í útlimum. Stjarfa­ lömun er síðan flokkuð í helftar lömun, tvenndarlömun eða fjórlömun eftir því hver dreifing einkenna er.31­34 Málþroski Málþroski er talinn vera einn besti mæli­ kvarðinn á vitsmunaþroska barns. Frávik í málþroska geta verið fyrstu einkenni víðtækari þroskafrávika eins og einhverfu­ rófsröskunar, þroskahömlunar og heyrnar skerðingar.35, 36 Einnig gæti verið um kjörþögli (selective mutism) að ræða hjá eldri börnum en þá tjáir barnið sig í ákveðnum aðstæðum en tjáir sig lítið sem ekkert í öðrum.37 Ef barn þroskast eðlilega að öðru leyti gæti verið um afmarkaða málþroskaröskun að ræða. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 10­15% tveggja ára barna með seinkaða máltöku en aðeins 4­5% barna við þriggja ára aldur sýna merki um málþroskafrávik.38, 39 Mikilvægt er að meta heyrn þeirra barna sem sýna frávik í málþroska og kort leggja málþroska þeirra með mati tal meina­ fræðings. Frávik í málþroska geta birst sem frávik í málskilningi, máltjáningu og/eða málnotkun. Einnig eru til frávik í fram­ burði og flæði í máltjáningu. Barn sem er með frávik í málþroska við 5 ára aldur er í aukinni hættu á lestrarerfiðleikum og öðrum námserfiðleikum. Einnig eru börn með frávik í málþroska í aukinni hættu á félags legum erfiðleikum og tilfinningavanda síðar á lífsleiðinni. Þegar frávik í málþroska eru metin skyldi alltaf hafa í huga að leita eftir einkennum einhverfurófsröskunar. Börn með afmörkuð frávik í málþroska sýna samskiptum/leik við jafnaldra meiri áhuga en börn á einhverfurófinu gera alla jafna.38 Félagsþroski Áfangar í félagsþroska eru nátengdir áföngum í málþroska. Fyrstu samskipti nýburans við umhverfi sitt er með augn­ sambandi og brosi og eru það dæmi um óyrt samskipti. Barnið hermir eftir leikjum annarra og verður smám saman meiri þátt­ takandi í leikjum og samskiptum jafnaldra. Eftir því sem barn eldist aukast kröfur umhverfisins um þátttöku í samskiptum og skilningur á málnotkun (pragmatic language skills) verður mikilvægari.3 Einhverfurófið Einhverfurófsröskun er röskun í tauga­ þroska sem einkennist af frávikum í félagslegum samskiptum, tjáskiptum og sér kennilegri og áráttukenndri hegðun. Þetta þroskamynstur kemur fram á fyrstu aldursárum barnsins. Einnig eru oft til staðar frávik í skynúrvinnslu, þar sem Fósturskeið Burðarmálsskeið Eftir fæðingu Erfðaþættir Fyrirburafæðing Sýkingar Vímuefni og lyf Sýkingar Höfuðáverkar Sýkingar Heilakvilli af völdum súrefnisþurrðar Heilaæxli Byggingargallar Höfuðáverkar Efnaskiptagallar Skerðing á blóðflæði og næringarflutningi Efnaskiptavandamál Umhverfisaðstæður Tafla III. Orsakir fyrir taugaþroskaröskunum. Mynd 3. Uppvinnsla vegna gruns um taugaþroskaröskun. • Myndgreining (ómun af höfði, segulómun) • Heilarit • Erfðarannsóknir • Mænuvökvi • Blóðrannsóknir • Mænuvökvi • Próf- og matstæki til að meta þroskastöðu, hegðun og líðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.