Læknaneminn - 01.04.2022, Side 22

Læknaneminn - 01.04.2022, Side 22
20 LÆKNANEMINN Oddný Brattberg Gunnarsdóttir 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands 2021–2022 Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Sérfræðingur í lyf- og hjartalækningum og yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítala. Lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Höfuðverkur, uppköst og meðvitundarskerðing hjá 66 ára konu Inngangur Hér verður rakin sjúkrasaga áður hraustrar konu sem fékk samtímis kransæðastíflu, heilablóðfall og risafrumuæðabólgu og hvernig þessar greiningar tvinnuðust saman hvað varðar orsakir, birtingu, rannsóknir, meðferð og sjúkdómsgang. Auk þess verður fræðileg umfjöllun um þá sjúkdóma sem um ræðir og samlegðaráhrif þeirra í þessu tilfelli. Sjúkratilfelli Kona á sjötugsaldri kom með sjúkrabíl á bráðamóttöku frá heimili sínu vegna skertrar meðvitundar, versnandi höfuð verks, ógleði og uppkasta. Hún hafði haft vægari höfuðverk í um það bil tvær vikur en önnur einkenni voru ný. Við komu á bráðamóttöku kvartaði hún undan verkjum og óþægindum um allan líkamann en þó aðallega um höfuðverk og ógleði. Samkvæmt eiginmanni konunnar hafði hún fyrr um morguninn einnig kvartað undan brjóstverk með leiðni út í hægri handlegg. Heilsufarssaga: Konan hafði útskrifast af lyflækningadeild þremur dögum áður þar sem hún lá inni í tvo daga vegna risafrumuæðabólgu (giant cell arteritis). Einnig hafði hún sögu um þvagsýrugigtarbróður Mynd 1. Hjartalínurit við komu. Reglulegur sinus taktur með tíðum aukaslögum frá sleglum. Dreifðar ST hækkanir sjást, mest í hliðlægum og neðanverðum leiðslum. Framveggsleiðslur sjást illa vegna aukaslaga en miklar ST­hækkanir virðast vera þar líka. (pseudogout) í hné sem greindist árið 2018 og háþrýsting sem hafði verið meðhöndlaður með candesartan og hýdróklórtíazíði. Aðrir sjúkdómar komu hvorki fram við sögutöku né fundust við yfirferð á rafrænni sjúkraskrá. Hún hafði ekki aðra þekkta áhættuþætti hjarta­ og æðasjúkdóma. Félagssaga og venjur: Þetta er kona sem stundar hreyfingu af kappi og hefur verið í krefjandi starfi. Hún er gift og á uppkomin börn. Lyf við komu: • Anakinra 100 mg þrisvar í viku vegna þvagsýrugigtarbróður • Colchicine 500 mcg x1 vegna þvagsýrugigtarbróður • Díklófenak 75 mg x1 vegna þvagsýrugigtarbróður • Candesartan hýdróklórtíazíð 16/12,5 mg x1 vegna háþrýstings • Prednisólon 50 mg x1 vegna nýgreindrar risafrumuæðabólgu Skoðun við komu: • Almennt: Bráðveik að sjá og með minnkaða meðvitund. Glascow coma scale 14 (E3M6V5). Fölleit og sjáanlega meðtekin af vanlíðan. • Lífsmörk: Blóðþrýstingur 176/136, púls 82 slög/mínútu, öndunartíðni 24 andardrættir/mínútu, súrefnismettun 97%, hiti 35.8°C. • Sjáöldur voru jöfn, eðlilega víð og svöruðu ljósi beint og óbeint. • Hjartahlustun: S1 og S2 án auka­ eða óhljóða. Óreglulegur taktur. • Lungnahlustun: Eðlileg öndunarhljóð í báðum lungum. Rannsóknir við komu: • Hjartalínurit var tekið í sjúkrabílnum og við komu á bráðamóttöku (mynd 1). • Niðurstöður blóðprufa og blóðgasa má sjá í töflu 1. Greining og meðferð í bráðafasa Vinnugreiningin eftir þessa fyrstu uppvinnslu á bráðamóttökunni var STEMI. Auk þess var hún með mikla hækkun á blóðflögum af óþekktri orsök og blóðkalíumlækkun sem líklega var afleiðing uppkasta. Konunni voru því gefnir hleðsluskammtar af asetýlsalicýl sýru (300 mg) og klópídógreli (600 mg) og hún flutt í bráða kransæðaþræðingu. Auk þess fékk hún vökva með kalíum uppbót í æð (20 mmól).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.