Læknaneminn - 01.04.2022, Side 25

Læknaneminn - 01.04.2022, Side 25
23 Höfuðverkur, uppköst og meðvitundarskerðing hjá 66 ára konu (polycythemia vera) og frumkomin beinmergstrefjun (primary myelofibrosis). Eins og orðið mergofvöxtur gefur til kynna þá verður ofvöxtur á ákveðnum frumum í mergnum. Í ET er það framleiðsla blóðflöguforvera (megakaryocyte) sem verður ofgnótt af. Á síðustu áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að ákveðnir erfðabreytileikar liggja að baki ET og nú eru þekktir erfðabreytileikar í þremur mismunandi genum; JAK2, MPL og CALR. Algengasti erfðabreytileikinn er JAK2 V617F en hann er til staðar hjá 50­60% einstaklinga með ET og er tengdur við aukna hættu á fylgikvillum vegna blóðsegamyndunar.1, 2 Erfðabreytileikarnir valda allir því að blóðmyndandi stofnfrumur (hematopoietic stem cells) fá óhemluð boð um að sérhæfast í blóðflöguforvera. 1 Algengi sjúkdómsins á Vesturlöndum er 38­57 á hverja 100 þúsund og hlutfallið milli karla og kvenna er 1:2. Meðalaldur við greiningu er 60 ár.3 Einkenni Algengt er að fólk fái fyrstu einkenni þegar blóðsegi myndast. Blóðsega myndun og blóðsegarek geta valdið mismunandi einkennum eftir staðsetningu en algengt er að sjúklingar fái einkenni frá blóðsegum í litlum æðum sem koma þá fram sem höfuðverkur, svimi, dofi, sjóntruflanir, höfuðtaugakveisa (cluster headache) eða blóðþurrð í útlimum.3 Margir eru þó einkennalausir eða hafa ósértæk einkenni, svo sem slappleika, höfuðverk, framtaksleysi, svefntruflanir og einbeitingarskort.4 Greining Það hve almenn einkennin geta verið undirstrikar mikilvægi þess að rannsaka blóðhag þegar almenn og ósértæk einkenni eru til staðar. Greining ET er staðfest með beinmergssýni og gena­ rannsókn. Genarannsókn er hægt að gera á blóði eða beinmerg og þá er leitað að erfðabreytileikum í ofannefndum genum (JAK2, MPL og CALR). Með beinmergsrannsókn er til að mynda unnt að greina á milli ET, forstigs frumkominnar beinmergstrefjunar (prefibrotic primary myelofibrosis) og rauðkornadreyra með lágum blóðrauða.1, 3 Meðferð Megintilgangur meðferðar við ET er að koma í veg fyrir blóðsegamyndun og afleiðingar hennar. Sjúklingar eru skilgreindir í lágmarks­, lága­, miðlungs­ eða hárri áhættu á blóðsegamyndun byggt á eftirfarandi þremur áhættuþáttum: • Aldur yfir 60 ára • Fyrri saga um blóðsega eða blóðsegarek • Ákveðinn áhættumeiri erfðabreytileiki í JAK2 geninu (JAK2 V617F) Meðferð ákvarðast af því í hvaða áhættuhóp sjúklingar eru.5 Þeir sem flokkast í hárri­ eða meðaláhættu ættu að fá meðferð með mergbælandi (cytoreductive) lyfjum ásamt lágskammta asetýlsalicýlsýru. Það mergbælandi lyf sem mest er notað er hýdroxýkarbamíð en einnig er notast við anagrelíð og interferón­ alfa. Mergbælandi lyfjameðferð hjá sjúklingum í lágmarks­ eða lágri áhættu án mikillar hækkunar á blóðflögum hefur ekki sýnt ávinning. Almennt ættu sjúklingar í öllum áhættuhópum sem eru yfir 60 ára eða hafa áhættuþátt hjarta­ og æðasjúkdóma að vera á lágskammta blóðflöguhamlandi lyfjameðferð. Almennt þarf að meta blæðingarhættu hjá hverjum og einum áður en meðferð er hafin.3 Risafrumuæðabólga Risafrumuæðabólga (giant cell arteritis, áður temporal arteritis) er æðabólgusjúkdómur í stórum og meðalstórum slagæðum. Bólgan er algengust í greinum frá ósæðarboganum sem ganga upp til höfuðs, einkum grunnlægu gagnaugaslagæðinni (superficial temporal artery). Bólgan veldur æðaskemmdum sem getur leitt til þrengingar, lokunar eða víkkunnar æða.6 Mynd 4. Segulómmynd af höfði. Hér sjást þrjár sneiðar af segulómrannsókn sem gerð var nokkrum dögum eftir hjartaáfallið. Mynd A sýnir dreifð drep í litla heila, mest vinstra megin. Mynd B sýnir stórt drep hægra megin í litla heila. Mynd C sýnir blæðingu sem hefur orðið í drepinu hægra megin í litla heila. A B C
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.