Læknaneminn - 01.04.2022, Page 44

Læknaneminn - 01.04.2022, Page 44
LÆKNANEMINN42 oftast vegna skyndilegrar afhröðunar (deceleration), ofréttingar (hyperextension) eða snúnings á föstum fæti. Aftara krossbandsslit kemur oftast til vegna áverka á nærlægan sköflung með beygt hné, til dæmis ef íþróttamaður dettur á hnéð með fót iljarbeygðan (plantar flexion) eða svokallað „dashboard injury“. Hliðarliðbandaslit koma til vegna annað hvort of mikils varus (hliðlægt hliðar lið band) eða valgus (miðlægt hliðarliðband) álags. Liðþófaslit koma oftast til vegna snúnings áverka, en aldurstengd hrörnun eykur hættuna á þessum áverkum. Hnéskoðun Eins og með allar aðrar skoðanir er mikil­ vægt að hafa sína eigin rútínu og sér stak­ lega mikilvægt í hnéskoðun er að bera alltaf saman við hitt hnéð. Gott er að fylgjast með sjúklingnum ganga, er göngu mynstur eðli legt eða er um helti að ræða. Ef grannt er skoðað má mögulega sjá lið banda­ óstöðug leika. Einnig þarf að láta fara vel um sjúklinginn til að koma í veg fyrir krampa spelkun (guarding). Vöðva spenna í ham strings vöðvunum getur til dæmis gert fremra kross bandapróf ómark tækt. Muna einnig að ef um mikla lið blæðingu (hemarthrosis) er að ræða þá er oft lið banda­ skoðun ómarktæk. Gott er þá að fylgja þeim sjúk lingum eftir og skoða aftur eftir nokkra daga. Horfa Eins og fyrr segir er mikilvægt að fylgjast með sjúklingi ganga og hvernig göngu­ mynstur hans er. Dregur sjúk lingurinn fótinn á eftir sér? Mikilvægt er að taka eftir sjáanlegri bólgu í hnénu, örum, útbrotum, mar blettum og roða. Mikil vægt er að spyrja sjúkling um ör, var þetta eftir sár sem var saumað eða var þetta eftir aðgerð? Þreifa Þegar þreifa á hné er best að hafa sjúkl­ inginn sitjandi á skoðunarbekknum með hnéð beygt í 90°, en ef það er ekki hægt er gott að láta sjúklinginn liggja á bakinu og Þórhallur Elí Gunnarsson 4. árs læknanemi setja kodda undir lærið. Hliðlægt á hnénu má þreifa hliðlægt liðbil, hliðlægt hliðarliðband og hliðlæga festisin tvíhöfða vöðva læris. Miðlægt á hnénu má þreifa miðlægt liðbil, miðlægt hliðarliðband og miðlæga festisin tvíhöfða vöðva læris. Almennt má segja að verkur yfir liðbili bendi á liðþófaáverka ef um áverka er að ræða en algengasta ástæða verks yfir liðbili er þó slitgigt í hné. Aðeins fjarlægt (distal) og 3­4 cm miðlægt við sköflungshnjótu má svo þreifa andarfót (pes anserinus), en þar festast 3 vöðvar: skraddaravöðvi (sartorius), rengluvöðvi (gracilis) og hálfsinungsvöðvi. Einnig má finna þar sinabelg. Þreifieymsli yfir andar fæti geta gefið til kynna sinarbólgu (tendonitis) í festisinum þessara þriggja vöðva eða sinabelgsbólgu (bursitis). Framan á hnénu má þreifa sköflungshrjónu (tibial tuberosity), mjaðmar og sköflungsstag (IT band) hnéskeljarsinina, hnéskelina og sin fjórhöfðavöðva læris. Í aftari hluta hnés (hnésbót) má þreifa hnésbótarslagæð (popliteal artery). Einstaka sinnum má þreifa þar fyrirferðir sem eru þá oftast vökvafyllt blaðra (Bakers cyst). Ef þreifast púlserandi fyrirferð í hnésbót gæti það bent til slagæðargúlps (aneurysm) í hnés bótarslagæð, og það þarf þá að rannsaka betur strax. Stundum er hægt að heyra slag­ æðaróhljóð (bruit) við slíkar aðstæður. Eðlilegt er að hnésvæðið sé kaldara en lærið og kálfinn og því gott að nýta sér það til að meta hvort að hitastigið sé eðlilegt. Ef hnéð er jafn heitt eða heitara en kálfi og læri þarf að rannsaka það nánar. Aukinn hiti í hné bendir oft til sýkingar,sem oft fylgir roði og bólga. Einnig getur liðblæðing valdið slíkum hita. Að lokum má benda á að sjúklingar sem hafa gengist undir gerviliðsaðgerð í hné eru oft með meiri hita í aðgerðarhnénu í fleiri mánuði eftir aðgerð sem er eðlilegt. Hreyfa Eins og með aðra liði er hægt að prófa aktífa og passífa hreyfingu um hné. Aktíf hreyfing felst í því að láta sjúklinginn sjálfan beygja og rétta hnéð, en passíf felst í því að skoðandi beygir og réttir hnéð á meðan sjúklingurinn slakar á. Ef aktíf hreyfing er eðli leg er yfirleitt ekki ástæða til að skoða passífa hreyfingu. Ef aktíf hreyfing er óeðlileg en passíf eðlileg getur það bent til tauga­ og/eða vöðvaskaða. Ef bæði aktífar og passífar hreyfingar eru óeðlilegar getur það bent til þess að orsökin sé mekanísk, til dæmis rifinn liðþófi eða laust liðbrjósk inni í liðnum. Ef hnéð er læst, eða ef sjúklingurinn Líffærafræði hnés Bein og liðamót. Hnéð inniheldur fjögur bein: lærbein (femur), sköflung (tibia), hnéskel (patella) og dálk (fibula). Hnéð hefur liðamót á þremur stöðum: Miðlægt (medial) og hliðlægt (lateral), sköflungs­lærbeins og hnéskel­lærbein. Strúktúrar sem stöðga. Þeir hlutar lær beins og sköflungs sem eru inni í hné­ liðnum eru húðaðir með glærbrjóski sem deyfir högg. Miðlægir og hliðlægir liðþófar/ lið mánar (meniscus) deyfa einnig högg og dreifa álaginu yfir allan liðinn. Fremra og aftara krossband veita stöðugleika í fram og aftur hreyfingum og viðhalda sambandi lærbeins og sköflungs við beygingu og réttingu (flexion og extension). Miðlægt hliðar liðband (medial collateral ligament) veitir vörn gegn valgus óstöðugleika og hlið lægt hliðarliðband (lateral collateral ligament) veitir vörn gegn varus óstöðug­ leika. Tvíhöfðavöðvi læris og vöðvarnir sem mynda andarfót (sjá síðar) veita einnig hliðarstöðgun. Strúktúrar sem hreyfa hnéð. Aðal­ strúktúrarnir sem taka þátt í réttingu hnés eru fjórhöfðavöðvi læris (quadriceps femoris), hnéskel­lærbein liðurinn, hné skeljar sinin (patellar tendon) og sköflungshnjóta (tibial tubercle). Aðal strúktúrarnir sem taka þátt í beygingu hnés eru hnésbótarvöðvarnir (hamstring muscles): tvíhöfðavöðvi læris, hálf sinungsvöðvi (semitendinosus) og hálf­ himnuvöðvi (semimembranosus). Sinabelgir (Bursa) eru vökvafylltir og stað settir á milliannarra strúktúra til að koma í veg fyrir núning. Í hnénu má finna fjöldann allan af bursum sem allar geta orðið fyrir bólgu áhrifum, þanist út og valdið sársauka. Algeng meiðsli og sjúkdómar í hnjám Slitgigt er algengur sjúkdómur sem kemur til vegna þess að liðbrjósk hnésins eyðist upp og getur þá bein farið að nuddast við bein sem getur verið mjög sársaukafullt. Einkenni slitgigtar eru meðal annars stirður og bólginn hnéliður og sársauki. Fremra krossbandsslit gerist Hnéskoðun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.