Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 49

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 49
Ormar og frumdýr í mönnum á Íslandi47 Toxoplasma gondii (bogfrymill; gródýr)9-11 Hýslar: Kettir og skyld dýr (aðalhýslar); önnur spendýr og fuglar (náttúrulegir millihýslar); menn eru frábrigðilegir millihýslar. Smitleiðir í menn: Saur­munn smit: eggblöðrur úr kattasaur berast í menn með fæðu, vatni og jarðvegi. Eggblöðrur verða smitandi 2–3 dögum eftir útskilnað. Sýkt kjöt: vefjaþolhjúpar berast í menn með neyslu á vanelduðu kjöti af sýktum dýrum (millihýslum). Milli manna: yfir fylgju til fósturs frá móður með nýja sýkingu og með blóð­ og líffæragjöfum. Sjúkdómur í mönnum: Næringarstig Toxoplasma, úr eggblöðrum og vefjaþolhjúpum, berast í blóð og 1­2 vikum síðar hverfa þau úr blóði og mynda vefjaþolhjúpa í heila, augnbotnum og rákóttum vöðvum. Í kjölfar fyrsta smits fá heilbrigðir einstaklingar einkennalausa sýkingu eða væg sýkingarmerki með hita og eitlastækkunum á hálsi en sjaldnar augnsýkingu með æðu­ og sjónubólgu. Ónæmis bældir fá alvarlega sýkingu í heila, augu og önnur innri líffæri. Fóstur­ sýkingar snemma í meðgöngu valda oft fósturláti eða alvarlegum vefja skaða, einkum í heila og augum. Ef fóstursýking verður á síðustu mánuðum meðgöngu fæðast börn oftast án sýkingarmerkja en þau geta komið fram síðar, yfirleitt frá heila eða augum. Íslensk faraldsfræði: Toxoplasma mótefni hafa greinst í 5 – 36% einstaklinga; algengið var lægst hjá ungum konum og hæst hjá starfsmönnum sláturhúsa. Í sauðfé reyndist um þriðjungur fullorðinna hafa mótefni en einungis < 1% sláturlamba. Toxoplasma eggblöðrur hafa fundist í kattaskít í sandkassa og mótefni í um þriðjungi katta. Virkar sýkingar greinast öðru hvoru í heilbrigðum og ónæmisbældum einstaklingum sem og í þunguðum konum og í nýburum. Greiningaraðferðir: Mótefnamælingar. Reglubundin skimun fyrir T. gondii á meðgöngu er ekki viðhöfð á Íslandi. Kjarnsýrumögnun er notuð í sérstökum tilvikum fyrir ýmis sýni frá ónæmisbældum einstaklingum og legvatn frá þunguðum konum. Myndgreining á heila og augnbotnaskoðun eru ósértæk próf en geta sýnt fyrirferð í heila hjá ónæmisbældum og merki um æðu­ og sjónubólgu. Giardia duodenalis (G. intestinalis, G. lamblia) (svipudýr)12-17 Hýslar: Menn og dýr (hver hýsiltegund hýsir öll stig í lífsferli sníkjudýrsins). Smitleiðir: Saur­munn smit: Giardia þolhjúpar úr mannasaur berast í menn með fæðu, vatni og snertingu. G. duodenalis afbrigði úr dýrum greinast örsjaldan í mönnum erlendis og óvíst hvort þau valdi þá sjúkdómi. Talið er að smit í mönnum eigi langoftast uppruna sinn í mannasaur. Sýkingar eru algengari í börnum en fullorðnum og þau eru jafnframt mikilvæg uppspretta sýkinga. Sjúkdómur í mönnum: Þolhjúparnir losa virk og hreyfanleg stig í meltingarveginum sem lifa á slímhúð efri hluta smáþarma. Sýkingar eru oft einkennalausar en sýkingarmerki eru annars þreyta, lystarleysi, ógleði, uppköst, kviðverkir, uppþemba og vindgangur, niðurgangur (stundum fituhægðir en ekki blóð í hægðum), vannæring og megrun. Hiti sést sjaldan í Giardia sýkingum. Sýkingar eru alvarlegri í ungum börnum og ónæmisbældum einstaklingum. Íslensk faraldsfræði: Giardia greinist reglulega í mönnum og hefur fundist í lömbum, kálfum, folöldum, grísum, hundum, köttum og hreindýrum á Íslandi. Greiningaraðferðir: Saurrannsókn með smásjárskoðun, mótefnavakaleit eða kjarnsýrumögnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.