Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 63

Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 63
61 Smokkaherferð Ástráðs 2022 stutta stund og svara spurningum sem þau vildu svara af listanum. Einnig var í boði að handleika smokk fyrir framan myndavél. Framkvæmd Innan Ástráðsnefndar voru níu ein­ staklingar sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Hér til hliðar má sjá þátttakendur frá Ástráði. Eftir marga fundi á vormánuðum ársins 2022 var búið að fá aðgang að stúdíói í Grafarvogi. Þá næst kom að því að hafa samband við mögulega þátt takendur. Send voru skilaboð á um 150 einstaklinga. Flestir svöruðu ekki. Sumir afþökkuðu þátttöku. Um tíma leit út fyrir að fólk hefði almennt ekki áhuga á að taka þátt í verkefninu og reyndist það skipuleggjendum innan Ástráðs erfitt. Það breyttist allt einn daginn tveimur vikum fyrir upptökur, þá jókst skyndilega fjöldi einstaklinga sem höfðu áhuga á þátttöku. Í lokin vorum við komin með tæplega 30 einstaklinga sem voru tilbúnir í að taka þátt. Hér til hliðar má sjá lista yfir þátttakendur. Förinni var fyrst heitið í Stjórnarráðið til að taka upp svör Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við spurningum herferðarinnar. Í kjölfarið voru tveir tökudagar í stúdíóinu, 12. og 13. apríl. Kristín Waage hjá Waage sound sá um tæknileg atriði og fulltrúar í Ástráðsnefnd sáu um að þátttakendur mættu á réttum tíma, fóru fyrir hvaða spurningum þeir myndu svara og sáu um léttar veitingar. Gengu tökudagarnir mjög vel og eftir þá var komið tæplega 8 klukkustunda efni sem er bæði fyndið og fróðlegt. Eftirvinnsla Næstu vikurnar tók eftirvinnslan við en það gekk hægt vegna lokaprófa hjá öllum þátttakendum í Ástráðsnefnd. Einnig var greinilegt að klippivinna og skilningur á henni er ekki kennd í læknadeild og var það okkur fjötur um fót. Þessi vinna teygðist því í kjölfarið fram á sumarið en þá kom upp annað vandamál hversu duglegir læknanemar eru að vinna á sumrin og ekki er endilega mikil orka í að hafa skoðun á fagurfræðilegum málum í lok vinnudags. Eftir talsverð tölvupóstsamskipti, sím töl og staðfundi þá eru komin 14 stutt mynd­ bönd þar sem þjóðþekktir ein stak lingar svara þeim spurningunum sem fylgja með. Þetta eru stutt myndbönd sem munu fara á sam félags miðlana TikTok og Instagram. Eitt lengra myndband varð svo til í lok sumars og mun því vera dreift á fréttamiðla. Framhald Þegar þessi texti er ritaður erum við að fara að setja myndböndin á samfélagsmiðlana. Mikill hraði er í samfélaginu og þá sérstak­ lega á samfélagsmiðlum. Því gætu mynd­ böndin farið fram hjá mörgum sem myndu hafa gagn af þeim. Möguleiki er á að þau muni hafa þveröfug áhrif á einhverja en þrátt fyrir það er hugsunin aðeins sú að vekja athygli á smokknum. Skólarnir eru að byrja enn eina ferðina og von er um að smokkurinn verði settur í aðeins af­ slappaðra samhengi ef fólk getur að minnsta kosti rætt um hann. Heimildir: 1. World Health Organization. [Sótt þann 21. nóvemerber]. Sexually transmitted infections (STIs). Aðgengilegt á: https:// www.who.int/en/news­room/fact­ sheets/detail/sexually­transmitted­ infections­(stis) 2. European Center for Disease Prevention and Control. Chlamydia infection ­ Annual Epidemiological Report for 2018. Stockholm: ECDC; 2020. Fulltrúar Ástráðs sem tóku þátt í verkefni Yfirumsjón • Snædís Inga Rúnarsdóttir • Sigríður Óladóttir Ástráðsfulltrúar • Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir • Hera Björg Jörgensdóttir • Hugrún Lilja Ragnarsdóttir • Lilja Ósk Atladóttir • Ólafur Hreiðar Ólafsson (skólaárið 2020–2021) • Sunneva Roinesdóttir • Unnur Lára Hjálmarsdóttir Listi yfir þátttakendur • Atli Óskar Fjalarsson leikari • Álfgrímur Aðalsteinsson áhrifavaldur • Bergsveinn Ólafsson áhrifavaldur og sálfræðingur • Birta Abiba fyrirsæta • Erlingur Sigvaldason háskólanemi og stjórnmálamaður • Erpur Eyvindarson rappari • Gógó Starr dragdrottning • Guðmundur Felixson leikari og grínisti • Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir læknir og áhrifavaldur • Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttakona • Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra • Lenya Rún Taha Karim, alþingiskona • Mars M. Proppé, aktívísti og stjórnarmeðlimur í Samtökunum 78 • Pálmi Freyr Hauksson, leikari og grínisti • Ragna Sigurðardóttir læknir og stjórnmálakona • Sigríður Dögg, kynfræðingur • Sólborg Guðbrandsdóttir, áhrifavaldur og rithöfundur • Sylvía Hall háskólanemi • Sigríður Klingenberg, spákona • Stefán Ingvar Vigfússon, grínisti • Tara Mobee, söngkona • Vigdís Hafliðadóttir, söngkona og grínisti • Vilhelm Neto, leikari • Þorbjörg Þorvaldsdóttir, grunnskóla­ kennari og stjórnarmeðlimur í Samtökunum 78 • Þorsteinn V. Einarsson, áhrifavaldur • Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.