Læknaneminn - 01.04.2022, Page 67

Læknaneminn - 01.04.2022, Page 67
USMLE65 sérnámsgrunnsárinu til þreyta Step 1 prófið og greiða tilheyrandi ferða­ og prófkostnað. Vísa í minnisblað um námsdaga fyrir sérnámsgrunnslækna: www.landspitali.is/library/Sameiginlegar­ skrar/Gagnasafn/Visindi­og­menntun/Menntun/Laeknakandidatar/ Namsdagar%20­­Minnisblad­feb­2022.pdf Hversu margir ná prófunum? Yfir 80% erlendra lækna ná prófunum í fyrsta sinn. Ekki hef ég enn heyrt um að Íslendingur hafi fallið í prófunum, svo yfirgnæfandi líkur eru á að ná. Ef maður nær prófi er manni óheimilt að taka það aftur. Hvernig er gefið fyrir prófin? Hver einasti próftaki fær einstakt sett af prófspurningum. Fyrir hverja spurningu eru svo gefin stig miðað við það hvernig þátttakendur síðustu fjögurra ára hafa staðið sig í að svara spurningunni. Þannig fæst hærra skor fyrir að svara rétt spurningu sem 10% þátttakenda geta svarað en að svara rétt spurningu sem 90% þátttakenda geta svarað. Allt að 10­15% spurninganna eru svo nýjar spurningar sem verið er að prófa, þær telja ekki og ekki er hægt að sjá hvaða spurningar það eru. Fyrir Step 1 er aðeins gefið PASS/FAIL einkunn en í Step 2 CK og Step 3 er auk PASS/FAIL gefin þriggja talna einkunn. Tölulega einkunnin fyrir Step 2 CK byggir á normalkúrfu með meðaltali um 245, staðalfráviki 15. Fyrir Step 2 CK, t.d. þarf venjulega 209 stig til að ná, það breytist örlítið milli ára.   Að hvaða skori ætti ég að stefna?  Flest prógrömm setja sér einhver neðri mörk til að hjálpa sér við að skima umsóknir, en er e.t.v. nokk sama um það hversu mikið fólk er yfir þeim mörkum. Þar sem Step 1 er núna PASS/FAIL tel ég neðri mörk á Step 2 CK verði notuð í auknum mæli. Hugsanleg tala fyrir neðri mörk gæti verið um 220. Það er ósennilegt að það skipti máli hvort umsækjandi fái 260 eða 270 stig út úr Step 2 CK t.d. Skynsamlegt er að eyða ekki of miklum tíma í að kreista skorið upp um nokkur stig, en reyna frekar að vinna inn stig á öðrum vígstöðvum með vinnu, rannsóknarstörfum og sambandanotkun. Lykilatriði er að nota spurningabanka til að áætla skor sitt í þessum prófum. Samhengi milli skora á prófum og æfingaprófum má sjá á t.d. predictmystepscore.com/ og með því að slá inn „USMLE score estimator“ í google. Í þessu skjali má sjá ítarlega umfjöllun um tölfræði á bak við „match“ í Bandaríkjunum, meðal annars meðal USMLE skor fyrir hverja sérgrein fyrir sig. www.nrmp.org/wp­content/uploads/2021/08/ Charting­Outcomes­in­the­Match­2020_IMG_final.pdf Umfjöllun um hvert próf fyrir sig. USMLE 1 Hér er prófað úr pre­klínísku fögunum. Gæta þarf þess þó að áherslurnar sem lagðar eru klínískar, oftast er kynnt tilfelli, skoðun og jafnvel rannsóknarniðurstöður en síðan spurt um pre­klínískt atriði. Prófið er uppbyggt úr 7 stk. af 1 klst löngum blokkum, og eru um 40 spurningar í hverri blokk. Spurningafjöldi getur verið aðeins mismunandi milli blokka en fer ekki yfir 280 í heild. Við hverja spurningu eru 5–12 svar­ valmöguleikar. Ekki er dregið frá fyrir röng svör. Eingöngu er spurt um réttan valmöguleika (aldrei koma spurningar um hvaða valmöguleiki er rangur). Prófið er tekið á tölvu og í sumum spurningunum eru litmyndir, video eða hljóðdæmi. Eftir hverja blokk er boðið upp á hlé, en heildarlengd hlésins má ekki fara samtals yfir 1 klst yfir daginn ef maður spólar í gegnum tutorial sem ég mæli með. Alls tekur því prófið 8 klst. Lykilatriði er að verða sér út um bókina First aid for the USMLE Step 1 og nota sem beinagrind að lestrinum, sem og yfirlit yfir hvaða review bækur eru til. Að auki er lykilatriði að kaupa aðgang að góðum spurningabanka. Langvinsælastur er Uworld spurningabankinn en flestir bandarískir læknanemar nota hann til undirbúnings. Spurningarnar þar eru settar upp líkt og í prófinu og eftir að maður svarar spurningunum má lesa almenna umfjöllum um spurningarefnið og af hverju rétti valkosturinn var réttur en hinir rangir. Einnig eru æfingapróf í bankanum sem gott er að taka til þess að átta sig á hvar maður stendur og í hvaða fagi maður þarf að bæta sig. Aðgangur í 90 daga kostar $399 en 180 daga $439. Með 180 daga aðgang er reset möguleiki þannig hægt væri að deila aðganginum með bekkjarfélaga sem tekur prófið á öðrum tíma. Ég tók Step 1 ásamt Stellu, konunni minni, eftir 4.árið í læknisfræði. Við ætluðum okkur um 6 vikur í lestur fyrir prófið en byrjuðum of hægt og vorum lengi að koma okkur í rétta gírinn. Við enduðum því á að lengja próftökutímabilið og seinkuðum próftökunni um 6 vikur. Við lærðum í um 6–9 klst síðustu 6 vikurnar. Flestum finnst hæfilegt að lesa í 6–8 vikur. Við lásum First aid og notuðum Uworld. Fyrir meinafræðina horfðum við á Pathoma myndböndin og Sketchy Micro fyrir sýklafræðina. Einnig var ég með aðgang að Kaplan spurningabankanum sem ég notaði stöku sinnum. Einnig vorum við með Anki Flashcards í símunum okkar. Hlustuðum líka á Goljan inn á milli en hann er meinafræðiprófessor í Bandaríkjunum. Inni á Spotify má finna upptökur af gömlum fyrirlestrum hans, reyndar í misgóðum gæðum en það hefur verið vinsælt meðal bandarískra læknanema að hlusta á hann við undirbúning fyrir prófið. NBME (National Board of Medical Examiners) er með æfingapróf á heimasíðunni sinni sem gott er að taka.   Próffögin eru eftirfarandi (Martin): Anatomy Þetta fag er umtalsvert léttara í prófinu en námið á Íslandi amk. Því ætti að vera nóg að gera spurningarnar, en rifja upp fósturfræðina, þar sem ég las High Yield upprifjunarbókina. Behavioral sciences Þetta fag er þyngra en á Íslandi. Þetta er í raun blanda sálfræði, samskiptafræði, siðfræði, geðlækninga, tölfræði og aðferðarfræði. Ég las High Yield upprifjunarbókina og First Aid Biochemistry Þetta fag er langsamlega erfiðast að rifja upp, bæði er margt gleymt og yfirferðin miklu sjúkdómamiðaðri. Gott er að ætla sér góðan tíma í þetta fag. Ég las Lippincott Biochemistry sem var of löng. Hægt er að reyna að komast upp með að lesa bara First Aid ef menn vilja reyna að sneiða hjá faginu án þess að skora illa. Microbiology Þetta fag er tiltölulega þægilegt ef maður gætir að því að kynna sér líka bakteríur sem ekki eru til á Íslandi, eins og Borreliu og Coccioides sveppaflóruna. Ég las Ridiculously Simple en hefði viljað lesa Lippincott Microbiology. Ekki gleyma veirufræðinni og ónæmisfræðinni. Ég las High Yield til að fara yfir ónæmisfræðina. Pathology Þetta er langstærsta einstaka fagið. Upprifjunin er þægileg og mjög klínísk, og mjög gagnlegt er að hafa klárað klíníska námið þegar maður fer í prófið. Gætið að því að nokkuð er spurt út úr macroscopískum myndum en ekki bara microscopískum. Þó eru alls ekki myndir við allar spurningarnar. Þetta er fag sem ætti að vera auðvelt að skora hærra í en bandarísku nemarnir, og því er rétt að leggja á það mikla áherslu og gefa sér góðan tíma. Ég las Pathology Board Review series og fór yfir þennan myndaatlas: http://library. med.utah.edu/WebPath/webpath.html
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.