Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 97

Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 97
95 Stjörnuspeki Læknanemans Vog: 23. september –23. október Lofttákn Elsku besta Vog. Það er ekki heimsendir þó þú lendir ekki með öðrum læknanema á teymi, þú verður að læra að vera ein. Ég veit þú vildir að þú hefðir getað fengið laun fyrir allan tímann sem þú eyddir í að finna réttan lit af Littmann stethoscope, þó þú hafir svo bara endað á að kaupa þér svarta. Þú þolir ekki átök og forðast í lengstu lög að lenda á milli tveggja sem deila. Þú sérð jú allar hliðar en það er einmitt frábær hæfileiki í þessu starfi. Í þannig aðstæðum gengur ekki að endurtaka bara einhverjar línur úr ‘Scrubs’. Þar sem þú átt ótrúlega erfitt með að taka ákvarðanir þá ert þú nú þegar komin með magasár yfir öllum ákvörðunum sem bíða þín á starfsferlinum. Þú getur ekki sent alla á sjúkrahótelið þegar kemur að útskrift. Þú munt aldrei koma að kexskúffunum auðum á fimmtudögum í mars. Bogmaður: 22. nóvember–21. desember Eldtákn Elsku sæti bogmaðurinn minn. Þú talar hátt, en hvernig ættirðu annars að geta talað lágt þar sem allar þínar hugsanir og skoðanir byggjast á tilfinningum? Enginn annar en þú getur talað á svo ástríðufullan hátt um réttinn til staðvaktafrís. Þú ert alltaf að reyna að bæta þig en slakaðu samt aðeins á, það þarf ekki alltaf að gera endaþarmsskoðun. Þú ert svo dásamlega hreinskilinn en mundu samt að hreinskilni án tilgangs getur komið fram sem grimmd. Þú færð alla þína útrás í kennslukönnun Háskóla Íslands þar sem þú lætur gamminn geisa. Fyrir nýjan einstakling í hópnum ert þú manneskjan til að ræða við þar sem þú ert svo vinalegur. Þú munt sjá útbrot í formi stjörnumerkis framtíðar makans þíns í verknámi á heilsugæslu. Vatnsberi: 20. janúar–18. febrúar Lofttákn Vinalegi vatnsberinn minn, þú hefur tröllatrú á gagnsemi raðgreininga erfðamengis í stað sögu og skoðunar. En í þau skipti sem þú hefur tekið sögu og skoðun þá hefur þú alltaf sett algjöra sebrahesta efst á mismunagreiningalistann og verður hissa þegar hinir á teyminu eru ósammála. Þú sérð beint í gegnum það þegar sérfræðingurinn verður pirraður og fyrir vonbrigðum með þig, þetta er vel þekkt taktík við að ‘sýna tennurnar’. Þú ætlaðir alltaf að verða skriðdýrafræðingur en þar sem það hentaði ekki á Íslandi lá læknisfræðin betur við. Þú ert búinn að upplýsa þig um ýmsa hluti og þér finnst þú ekki geta útilokað að litlum örflögum hafi verið komið fyrir í bóluefninu gegn COVID­19. Þegar þú viðrar þessar skoðanir við bekkjarsystkinin þín þá finnst þér þú ekki vera hluti af hópnum. Má ekkert segja lengur?? Þú verður fyrri til að sjá alvöru lifandi sebrahest en að greina einhvern með sjaldgæfan sjúkdóm. Sporðdreki: 24. október–21. nóvember Vatnstákn Elskulegi sporðdreki. Þegar sérfræðingurinn gleymir að bjóða þér með í skurðaðgerð þá er það ekki persónuleg árás á þig, vegir sérfræðinganna eru óútreiknanlegir. Þú ert týpan sem brettir upp ermarnar á stuttermasloppnum því þér finnst ermarnar ekki nógu stuttar til að sýna upphandleggina. Þú ert OFT búinn að senda ábendingar um að Landspítalafatnaðurinn ætti að vera úr leðri, það er hvort eð er kalt á skurðstofunum. Í sjúkrasögunni tekur þú sérstaklega langan tíma í hægðamál og félagssögu þar sem þér finnst einkar skemmtilegt að geta rætt svona fumlaust um vandræðalega hluti. Mörg bekkjarsystkini þín óttast þig því þau vita aldrei hvort þú ert að djóka eða ekki. Skurðstofugríman gerir þig sérstaklega ógnvekjandi þar sem þú ert með einstaklega stingandi augnaráð. Þú munt þurfa að hafa mikla þolinmæði fyrir tvíburum, sérstaklega þessum á skilunardeildinni. Steingeit: 22. desember–19. janúar Jarðartákn Elsku stabíla steingeitin mín. Þú ákvaðst að verða læknir í frumbernsku. Allur þinn menntaferill hefur undirbúið þig fyrir þetta. Þú hefur alltaf fundið fyrir skyldu gagnvart bekkjarsystkinum þínum að glósa fyrir þau, þetta hvetur þig áfram til dáða. Þú ert einmitt þessi tryggi og góði vinur sem veit alltaf hvað er til prófs. Margir eru þó lengi að kynnast þér þar sem þú getur verið svolítið kuldaleg við fyrstu kynni. En þegar þau fá að kynnast þér sjá þau hversu tryggur og góður vinur þú ert. Allar neikvæðar tilfinningar sem geta komið í veg fyrir framann þinn geta bara hoppað uppí r***gatið á sér fyrir þér. Kvíði? HVAÐ ER ÞAÐ??? Mundu að það er í lagi að doka við og grenja í öxlina á hjúkrunarfræðingnum. Finnskur sérfræðingur mun bjóða þér í saunu á fullu tungli rétt fyrir jól. Fiskur: 19. febrúar–20. mars Vatnstákn Elsku fallegi fiskurinn minn, þú ert svo fljótandi og fjölbreyttur. Það mætti jafnvel segja að þú værir misþroska. Þú veist ekki alveg hvort þú ætlir á barna eða öldrun, bæði er svo heillandi! Þegar þú sást að það var Kentucky þorskur í matinn á LSH brunaðiru beint út í Veiðifluguna og keyptir þér stöng. Eða var þetta kannski draumur? Það er aldrei að vita með þig. Mörk eru stundum óljós fyrir þér enda bauðst þú einu sinni sjúklingi með í stangveiðiferð eftir útskrift. Passaðu þig bara að verða ekki ástfanginn af sjúklingnum ­ aftur. Við mælum ekki með að þú horfir á spítalalífið eins og Grey’s Anatomy þátt, slík rómantísk fantasía á LSH er ekki holl fyrir neinn. Þú munt finna ástina í verktakavinnu úti á landi en sú ást mun ekki vera langlíf vegna starfsframa. Hún mun samt að minnsta kosti vera í samræmi við siðareglur Læknafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.