Læknaneminn - 01.04.2022, Page 109

Læknaneminn - 01.04.2022, Page 109
107 Alþjóðafulltrúi FINO Það er kominn fimmtudagurinn 4. nóvember, ég er með tvo skammta af Pfizer í öxlinni og ég rata einhvern veginn ennþá til Keflavíkur. Eftir tvö FINO­laus ár eru Norðmenn loksins búnir að bjóða til ráðstefnu og við Anna Karen Richardson, Bríet Jónsdóttir, Fannar Bollason, Hafþór Sigurðarson, Halla Kristjánsdóttir, Herdís Eva Hermannsdóttir, Katrín Kristinsdóttir, Melkorka Sverrisdóttir og Telma Jóhannesdóttir erum á leið til Oslóar að heyra um þemað „The Future of Medicine“. Við komuna eru heilar 7°C og sól og ég kíki á símann: 6°C á Íslandi ­ skýjað. Noregur 1 ­ Ísland 0, ferðin byrjar vel. Þar sem háskóla­ stúdentar elska ódýr flug erum við mætt eldsnemma og getum ekki innritað okkur fyrr en einhverjum þremur tímum seinna. Þess í stað göngum við um miðbæ Oslóar með ferðatöskur að leita að mat og helst bjór. Sumir leika að vísu Instagram­listir sínar mjög snemma við komu. Það verður að segjast að þetta fólk – og sér stak lega Hafþór – myndast ekkert eðlilega vel enda fengu allir lækna nemar landsins að njóta þess á samfélagsmiðlum dagana eftir heim komu. Eftir smá rölt finnum við norsku Hlemmur Mathöll og pöntum bjórinn Aass (borið fram Ass, allavega af okkur) á ensku þrátt fyrir daglega heima­ vinnu af SKAM þáttum síðustu misseri. Takk fyrir ekkert Noora. Maturinn smakkaðist vel og við komum okkur loksins upp á hótel. Ráðstefnuhaldarar voru búnir að bóka okkur á Citybox Oslo í hugguleg herbergi í u.þ.b. 10 mín göngufjarlægð frá Legenes Hus þar sem ráðstefnan sjálf var haldin. Allt var til fyrirmyndar, innritun gekk hratt fyrir sig og herbergin hugguleg, Legenes Hus nýuppgert sem höfuðstöðvar Félags norskra lækna og við með allt húsið fyrir okkar starfsemi á ráðstefnunni og allt saman á besta stað í miðbæ Oslóar. Það verður að segjast að Norðmaðurinn kann að bjóða fólki í heimsókn. Það var búið að tjalda öllu til þegar kemur að fyrirlesurum. Við fengum kynningu um hlutverk gervigreindar í læknisfræði framtíðarinnar, sýklalyfjaónæmi, hnattræna hlýnun og áhrif hennar á áherslur læknavísindanna, einstaklingsmiðaða meðferð í skurðaðgerðum og samtal læknis og sjúklings eftir því sem upplýsingatækni miðar áfram. Jú og svo fengum við brúnost. Við komumst fljótt að því að þegar Norðmaðurinn ætlar að gera vel við sig – klukkan fjögur á daginn eða þegar hann er með gest í heimsókn – þá fær hann sér brúnost. Brúnostur er nokkurn veginn mysingur í ostaformi. Þetta hljómar ekkert voðalega vel, og er bara eiginlega nákvæmlega eins og þú ímyndar þér, en þegar brosandi Norðmaður réttir þér brúnost með vöfflu og sultu þá brosirðu til baka og hugsar hlýlega til A­ha. Eftir fyrirlestra og umræður var skemmtidagskrá öll kvöld. Eftir vandræða legt speed­date fyrsta daginn var boðið upp á pub quiz og svo galakvöld með viðeigandi mat síðasta kvöldið. Yfir veislumat var boðið upp á skemmtiatriði í formi ástarbréfa frá hverju landi en hver þjóð hafði fengið aðra þjóð til að skrifa ástarbréf um og flytja yfir matnum. Að sjálfsögðu eru öll ástarbréf trúnaðarmál en okkar ástarbréf til Noregs, eftir að hafa verið með Danmörku og slitið sambúð eftir að hafa komist að framhjáhaldi við Grænland og Færeyjar, snerist um fallegar línur hans með þessum fjöllum og fjörðum. Talandi um að vera thicc á réttu stöðunum, Noregur þú ert alveg með þetta eins og Frikki myndi segja árið 2012. Að sjálfsögðu var farið í bæinn eftir hvert kvöld með misjöfnum árangri enda er Noregur ekkert fyrir vesen og virðist elska í staðinn reglufestu og alúðlegt umhverfi. Í Noregi má ekki fara inn á skemmtistaði undir áhrifum eða með rafrænum skilríkjum. Að tala við dyraverði í Noregi er eins og að tala við foreldra mína eftir Verslóball í mennta­ skóla, nei ég var ekki að drekka... ég er blááááedrú. FINO er því miður bara 3­4 dagar, í raun bara kvöldið á fimmtu­ deginum, föstudagur, laugardagur og ef maður er heppinn, sunnu­ dags morgunn. Það var því ömurlegt að kveðja allt fólkið sem við höfðum kynnst áður en við fórum heim á sunnudeginum, nýbúin að kynnast þeim í raun og veru. Svona er lífið í IFMSA, eftir að maður er búinn að kynnast fólki er það eina sem maður getur gert að vonast eftir því að maður hitti það á ráðstefnum seinna meir. Eftir að vera bitinn af veirunni er eina leiðin að huga að næstu ráðstefnu. MM Marsmánuður er runninn upp og við Halla Kristjánsdóttir, Íris Brynja Helgadóttir, Jenný Jónsdóttir, Katrín Wang og Sigurður Karlsson gefum Omicron löngutöng á leiðinni út eftir að hafa þurft að skilja tvo fulltrúa Íslands eftir heima. March Meeting var haldið á þremur hótelum á bökkum Ohrid vatns, einu stærsta stöðuvatni Evrópu og því stærsta í Norður – Makedóníu. Þangað mættu hundruðir læknanema frá hinum fjöl­ mörgu þjóðum heims, hver í sínum tilgangi að sitja fyrirlestra um lýðheilsu, kynheilbrigði, skiptinám, hlutverk læknisfræðinnar í mann réttindum og friðargæslu o.s.frv. Á MM og AM hafa ýmsar hug ­ myndir komið upp sem hafa nýst íslenskum læknanemum vel í þeirra starfsemi og eigum við því alþjóðastarfsemi IFMSA mikið að þakka. Ég sjálfur missti því miður af þeim umræðum sem fóru fram á meðal hinna mörgu fastanefnda IFMSA þar sem ég sat kosningafundi félagsins. Eftir mína allt of mörgu klukkutíma að hlusta á umræður um lagabreytingar varðandi orðalag alþjóðalaga læknanema tók við skemmtidagskrá á kvöldin. Á MM og AM er tryggt að læknanemar hafi eitthvað að gera eftir umræður og fundi dagsins. Tvö kvöld eru frátekin fyrir fasta liði ráðstefnanna, þ.e.a.s. National Food and Drink Dinner Party og Culture Night. Það má segja að hið fyrrnefnda sé aðalkvöld ráðstefnunnar svona stemmingslega séð. Þá koma þjóðirnar með rétti og drykki síns heimalands og bjóða upp á svo hægt er að labba á milli borða og smakka á veitingar frá hverju landi. Fólk klæðir sig upp í þjóðbúninga og fljótlega finnur fólk sér sameiginlegan grundvöll í menningu hvers lands svo úr verður fögnuður ólíkra menningarheima. Þó svo að læknanemar deili vali á námi eru þeir jafn ólíkir og bakgrunnur þeirra. Ráðstefnur IFMSA eru ómetanlegur grundvöllur til að hitta fólk með svipaðar væntingar og áætlanir þó svo að fortíð þeirra beri ólíka hluti með sér. Ég hef hitt mann sem ætlaði í sama nám og ég þó svo að hann sé fjórum árum á eftir mér vegna hernaðarskyldu og ég hef hitt konu sem leggur allt sitt kapp á hlutverk læknisfræðinnar eftir hnattræna hlýnun þar sem sú ógn er orðin áþreifanleg í hennar landi. Hvort sem þú vilt bæta félagslíf læknanema á Íslandi, kynnast fólki, fræða þig, víkka sjóndeildarhring þinn fyrir menningu annarra læknanema eða bara taka þátt og skemmta þér þá hvet ég þig svo eindregið til þess að sækja um á ráðstefnum komandi árs. IFMSA er ómetanlegt tækifæri til að ferðast og bæta við reynslu bankann, lýðheilsulega, félagslega og menningarlega. Til allrar hamingju á ég núna vini um allan heim og hlakka til að rækta tengsl við þá með sem flestum íslenskum læknanemum á komandi skólaári.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.