Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2022, Qupperneq 119

Læknaneminn - 01.04.2022, Qupperneq 119
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2021117 fækkandi á milli tímabila (65,9% í 50,7%) á meðan geislameðferðum sem frummeðferð fór fjölgandi (29,6% í 43,1%). Þó nokkuð hallaði á konur í notkun geisla­ og lyfjameðferða á tímabilinu en jafnaðist hlutfallið örlítið á seinni hluta tímabilsins. Sjúkdómsendurkoma var í 29,9% tilfella og algengast var að fá endurkomu á krabba­ meini í munnholi eða vör (37%). Endur­ komum fækkaði úr 37% tilfella á árunum 2009­2014 í 23% tilfella á árunum 2015­2020. Besta tólf ára lifunin var í krabbameinum í munnkoki (80%) en verst var hún í munnvatnskirtilskrabbameinum (45%). Ályktanir Tíðni munnkokskrabbameina jókst á milli tímabila, en þessa aukningu má sennilega rekja til hærri tíðni HPV sýkinga sem gæti stafað af breyttri kynhegðun einstaklinga. Rannsóknin sýndi mun á meðferðarvali milli kynja sem gæti stafað af mun á milli staðsetningar frumæxlis milli kynjanna eða þá að konur eru ólíklegri til að greinast með eitlameinvörp en karlar og almennt með lægri stigun krabbameina. Fækkun endurkoma milli tímabila má að einhverju leiti útskýra með styttri eftirfylgnitíma á seinna tímabilinu, en þó er ekki hægt að útskýra hana eingöngu út frá því, sem gæti bent til notkun áhrifaríkari meðferða. Inflúenzubólusetning og COVID-19. Áhrif inflúenzubólusetningar, MBL magns og blóðflokka á alvarleika COVID-19 sjúkdóms. Atli Magnús Gíslason1, Björn Rúnar Lúðvíksson 1,2, Siggeir Fannar Brynjólfsson 1,2, Guðrún Ása Björnsdóttir1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítala. Inngangur COVID­19 hefur haft áhrif á líf flestra síðan faraldurinn hófst. Gríðarlega margir hafa veikst og ljóst er að ekki verði öll heims­ byggðin bólusett á allra næstu misserum. Mörgu er enn ósvarað í sambandi við sjúkdóminn eins og af hverju sumir veikist alvarlega á meðan aðrir sleppi vel. Vangaveltur hafa verið uppi hvort kross virk mótefni hafi þar áhrif. Vís­ bendingar eru um að berklabólusetning hafi verndandi áhrif gegn alvarlegum COVID­19 sjúkdómi. Að sama skapi þekkist að mótefni gegn kvefvaldandi veirum HCoVs hafi að einhverju leiti kross­virka mót efna verkun gegn peptíðum á SARS­ CoV­2 og einnig eru vísbendingar um að inflúenzu bóluefni gegn árlegu inflúenzunni geti mögulega veitt aukna vörn gegn COVID­19 en það hefur lítið verið rannsakað. Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort einstaklingar bólusettir gegn árlegu infúenzunni 2019 væru betur verndaðir gegn smiti eða alvarlegum COVID­19 sjúkdómi. Einnig var lífvísirinn MBL (mannan lektín) skoðaður ásamt blóðflokkum einstaklinga, fyrst hvort einstaklingar með lágan styrk MBL væru útsettari fyrir smiti eða alvarlegri COVID­19 og hvort tengsl væru milli blóðflokka og alvarleika veikinda. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var megindleg afturvirk ferilrannsókn á 510 COVID­19 sjúklingum úr fyrstu bylgju faraldurs. Fengnar voru upplýsingar um bólusetningasögu, MBL, blóðflokka, kyn, aldur og innlagnir. Gögn um inflúenzubólusetningar á Íslandi 2019 fengust hjá Landlækni og tölur um mannfjölda fengust á heimasíðu hagstofunnar. Tölfræðivinna fór fram í Excel og tölfræðiforritinu R. Niðurstöður Hlutfall inflúenzubólusettra í úrtaki var 24,1% en 16,3% Íslendinga voru bólusettir gegn inflúenzunni 2019. Kí­kvaðrat próf sýndi marktækan mun á fjölda innlagna í kjölfar SARS­CoV­2 smits hjá bólusettum einstaklingum og óbólusettum. Hlut falls­ lega lögðust 21% bólusettra inn á sjúkrahús m.v. 12% óbólusettra og áhættuhlutfallið var 1,7 fyrir bólusetta með 95% öryggisbili (1,11­2,63). Ekki reyndist marktækur munur milli hópa m.t.t. gjörgæsluinnlagna. Ekki fannst marktækur munur á MBL magni einstaklinga né tengsl milli blóðflokka og alvarleika veikinda í úrtakinu. Ályktanir Inflúenzubóluefni reyndist ekki verndandi eins og talið var og ekki fannst munur milli MBL magns eða blóðflokka m.t.t. alvarleika COVID­19. Veikleiki er í rannsókninni þar sem ekki var tekið tillit til áhættuhópa meðal bólusettra sem eru útsettari fyrir alvar legri veikindum. Áhugavert væri að stækka þýðið og lagskipta áhættuhópum og heilbrigðum til að fá betri sýn á virkni inflúenzubólusetninga m.t.t. COVID­19 sjúkdóms. Bráðaþjálfun landsbyggðarlækna Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir1, Hjalti Már Björnsson1,2, Jón Pálmi Óskarsson3, Steinþór Runólfsson4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bráðamóttaka Landspítala, 3Bráðamóttaka Sjúkrahússins á Akureyri, 4Heilbrigðisstofnun Suðurlands Inngangur Störf landsbyggðarlækna eru umtalsvert ólík störfum við heilsugæslu á höfuðborgar­ svæðinu. Fyrir utan að sinna hinu hefðbundna verksviði heilsu gæslu lækna á landsbyggðinni á borð við heilsuvernd og skimanir, þurfa landsbyggðarlæknar að annast móttöku og fyrstu meðferð í öllum neyðartilvikum, sem er venjulega sinnt á bráðamóttökum sjúkra húsa í þéttbýli. Landsbyggðarlæknar þurfa þá einnig að vera færir um að fara sjálfir á vettvang í sjúkrabíl og starfa við aðstæður sem eru mörgum læknum framandi. Í könnun sem gerð var hér á landi árið 2011 reyndist þessi hópur lækna telja að sú þjálfun sem hann hafði fengið til að sinna þessum verkefnum mætti vera betri. Mark mið rannsóknarinnar voru að kanna viðhorf landsbyggðarlækna til námskeiða í bráða læknisfræði og þátttöku í þeim, kanna hvernig þessi hópur metur eigin hæfni til að bregðast við vandamálum og kanna stöðu endur menntunar á sviði bráðalæknisfræði. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og samanstóð þýðið af sérfræðilæknum og almennum læknum með alla vega tveggja ára starfsreynslu að loknu kandidatsári sem starfa að minnsta kosti fjórðung ársins utan höfuðborgarsvæðisins. Upplýsingum var safnað með rafrænum spurningalista þar sem spurt var út í bakgrunnsþætti, skipulag þjónustu á viðkomandi heilsu­ gæslu stöð, þjálfun í að bregðast við bráðum vanda málum, mat á eigin hæfni í að framkvæma neyðarinngrip, endurmenntun, útköll á vaktinni og fjarlækningar. Notast var við t­próf og kí­kvaðrat próf og voru marktæknimörk p<0.05. Niðurstöður Alls var könnunin send til 84 einstaklinga sem uppfylltu skilyrði um þátttöku að mati tengiliða á hverri heilbrigðisstofnun. Svör bárust frá 50 eða 60%, þar af full svör við öllum spurningum frá 47 eða 56%. Yfir 90% þátttakenda höfðu farið á námskeið í sérhæfðri endurlífgun en einungis 18% þátttakenda höfðu farið á námskeið í bráðalækningum utan sjúkrahúsa (BLUS) sem er sérhannað fyrir þennan markhóp. Yfir 90% þátttakenda töldu að námskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna, greiningu og meðferð slasaðra og bráðalækningum utan sjúkrahúsa væru gagnleg. Meira en helmingur þátttakenda töldu sig hafa góða þjálfun til að framkvæma 7 af 11 neyðarinngripum sem spurt var út í. Varðandi þjálfun í bráðum vandamálum töldu yfir 40% þátttakenda að bæta þyrfti endurmenntun í 7 af 10 flokkum bráðaþjónustu. Þátttakendur voru beðnir að merkja við þá þætti sem þeir töldu vera takmarkandi í að þeir gætu sinnt endurmenntun. Rúmlega sjötíu prósent þátttakenda töldu að skortur á framboði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.