Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 121

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 121
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2021119 2020 var safnað. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni, áhættuþættir, rannsóknarniðurstöður, meðferðir og afdrif. Niðurstöður Rannsóknarúrtakið samanstóð af 31 einstaklingi, þar af 22 konum og 9 karl mönnum. Yfir allt tímabilið var meðal nýgengið 0.72/100 000 manns á ári. Meðalaldur var 34.3 ár (14­63 ára). Algengustu einkennin voru höfuðverkur (87.1%). Önnur einkenni voru staðbundin tauga einkenni, flog og skert meðvitund. Algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna var notkun getnaðarvarnarlyfja (72%) en krabbamein meðal karla (22%). Fjórir sjúklingar höfðu engan þekktan áhættu­ þátt. Í 74.2% tilfella var stokkaseginn í þverstokki. Stokkasegi var í tveimur eða fleiri bláæðastokkum í 58% tilfella. Allir sjúklingarnir voru lagðir inn á sjúkrahús. Meðal lengd sjúkrahúsvistar var 15.3 dagar. 10 voru lagðir inn á gjörgæslu, þrír sjúklingar þurftu á skurðaðgerð að halda og einn sjúklingur lést vegna sjúkdómsins. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynningarmeðferð. Langoftast var byrjað á heparíni/léttheparíni og síðan tók við meðferð á warfaríni eða NOAC lyfjum. Eftir þrjá mánuði skoruðu 87% sjúklinganna 0­2 á modified Rankin skalanum (mRS) og náðu fullum eða nær fullum bata. Ályktanir Nýgengi stokkasega á Íslandi er í samræmi við erlendar rannsóknir og það sama gildir um aldurs­ og kynjadreifingu. Höfuðverkur var algengasta einkennið og getnaðarvarnarlyf algengasta orsökin meðal kvenna. Flestir sjúklinganna náðu góðum bata sem bendir til tímanlegrar greiningar og góðrar meðferðar á stokkasega á Íslandi. Erfðir Alzheimer-sjúkdóms Dagur Darri Sveinsson1, Jón Snædal2, Hreinn Stefánsson3, Steinunn Þórðardóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Minnismóttaka Landspítala, 3Íslensk Erfðagreining Inngangur Algengasta orsök heilabilunar er Alzheimer­ sjúkdómur (AD) (60­70%). AD er ólæknandi tauga hrörnunarsjúkdómur með meingerð sem einkennist af uppsöfnun amyloid beta (Aβ) og taugatrefjaflækja í heila. APOE4 er veiga mesti áhættuerfðabreytileikinn í AD. Íslensk erfðagreining og samstarfslæknar fundu verndandi erfðabreytileika í APP geninu (A673T) sem minnkar myndun Aβ um 40% og erfðabreytileika í TREM2 (R47H) sem eykur áhættu á AD. Rannsóknum á þessum erfða breytileikum er áfátt, s.s. aldur við greiningu og framvindu. Sú þekking gæti dýpkað skilning á meingerð sjúkdómsins og hugsanlega leitt til uppgötvunar nýrra lyfjaskotmarka. Markmið Kanna hvort munur er á birtingarmynd heilabilunar, aldri við greiningu og framvindu milli erfðabreytileikanna APP (A673T), TREM2 (R47H) og APOE4. Aðferðir og efnisviður 326 einstaklingar með AD greiningarkóða skv. ICD­10/9 voru dregnir úr þýði „Langtímarannsókn á erfðum minnis, Alzheimer sjúkdóms og annarra minnis­ sjúkdóma (VSN­19­129)“. Valið var í hópinn eftir arfgerðum og þátttakendur sem báru APOE4 paraðir eftir fæðingarári við þá sem báru TREM2. Rannsakandi var blindaður fyrir arfgerð við söfnun gagna og tölfræðilega úrvinnslu. Gögnum var safnað úr sjúkraskrá, dulkóðuð og send til ÍE. Greiningar kóðar voru staðfestir með aðstoð öldrunarlækna á Minnismóttöku LSH (MM). Framvinda var metin með MMSE prófum við ár 0, 1, 2 og 3 frá fyrstu komu á MM. Niðurstöður Marktækt færri (p=0,01) voru staðfestir með AD greiningarkóða í APP hópnum (47,3%) miðað við aðra í úrtakinu (78,8%) og var meðalaldur við greiningu þeirra 83,0 ár [95% VM: 78,9, 87,3]. Meðalaldur við greiningu þeirra sem voru arfblendnir fyrir TREM2 erfðabreytileikann var 79,0 ár [95% VM: 77,7, 80,2], 77,8 ár [95% VM: 76,1, 79,6] hjá þeim sem báru bæði APOE4 og TREM2 og 73,6 ár [95% VM: 71,4, 76,0] hjá þeim sem voru APOE4 arfblendnir. Framvinda heilabilunar virðist hægari hjá þeim sem bera APP erfðabreytileikann. Ályktun Þeir sem báru APP verndandi erfða­ breyti leikann voru oftar með aðra heila­ bilunar sjúkdóma en AD. Þeir sem báru APP verndandi erfðabreytileikann virðast greinast eldri með AD en aðrir hópar í rann ­ sókninni. Þeir sem bera APOE4 erfða breyti­ leikann greinast yngri en hinir hóparnir á meðan TREM2 erfðabreytileikinn hefur lítil áhrif á aldur við greiningu. Þeir sem bera verndandi APP erfðabreytileikann og greinast með AD virðast því fá mildari sjúkdóm. Gerviliðsýkingar á Íslandi 2003-2017 – afturskyggn faraldsfræðileg og klínísk rannsókn Dagur Friðrik Kristjánsson Ágrip barst ekki Horfur sjúklinga á blóðþynningu eftir heilablóðfall með tilliti til þess hvort undirliggjandi orsök fannst eða ekki Daníel Alexander Pálsson1, Arnar Bragi Ingason1,2, Einar Stefán Björnsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Meltingardeild Landspítala Inngangur Í um 20­30% tilfella leiðir uppvinnsla eftir blóðþurrðarslag enga undirliggjandi orsök í ljós og er heilablóðfallið þá sagt vera dulið (e. cryptogenic stroke). Stórar slembnar íhlutunarrannsóknir hafa sýnt að sjúklingum sem fá dulið heilablóðfall farnast ekki betur á blóðþynningarlyfjum um munn (e. oral anticoagulants) saman­ borið við aspirín. Þrátt fyrir það er hluti sjúklinga sem fær dulið heilablóðfall settur á meðferð með blóðþynningartöflum hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman blóðsega­ og blæðingartíðni milli sjúklinga á blóðþynningartöflum eftir því hvort ábending meðferðar var dulið heilablóðfall eða heilablóðfall með greindri undirliggjandi orsök. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til 501 sjúklings sem hóf meðferð með blóð­ þynningar töflum eftir heilablóðfall á tímabilinu 1. mars 2014 til 28. febrúar 2019. Upplýsingar um uppvinnslu og til staðfestingar á ábendingu meðferðar fengust úr sjúkraskrám. Upplýsingar um endapunkta fengust úr gagnagrunni doktor sverkefnis Arnars Braga Ingasonar. Enda punktar rannsóknarinnar voru ítrekað heila blóðfall (e. recurrent stoke) eða annars konar blóðsegarek, meltingarvegsblæðingar og stórvægilegar blæðingar (e. major bleeding). Sjúklingar voru paraðir með öfugri líkindavigtun (e. inverse probability weigthing) og horfur metnar með Kaplan­ Meier greiningu og Cox aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu fundust 143 sjúklingar með dulið heilablóðfall og 358 með greinda orsök heilablóðfalls. Í heildina uppfylltu 83 (17%) sjúklingar einhvern enda punkt. Samanborið við sjúklinga með þekkta orsök heilablóðfalls höfðu sjúklingar með dulið heilablóðfall svipaða tíðni meltingarvegsblæðinga (1,24 atvik/100 persónuár m.v. 2,15 atvik/100 persónuár, HR 0,58, 95% CI 0,16­2,16), stórvægilegra blæðinga (2,58 atvik/100 persónuár m.v. 2,97 atvik/100 persónuár, HR 0,90, 95% CI 0,32­ 2,49), blóðsegareks (2,10 atvik/100 persónuár m.v. 2,91 atvik/100 persónuár, HR 0,73, 95% CI 0,26­2,03) og ítrekaðs heilablóðfalls eða skammvinnrar heilablóðþurrðar (e. transient ischemic attack) (1,26 atvik/100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.