Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 124

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 124
LÆKNANEMINN122 Sjúklingar voru fundir út frá Krabba­ meinsskrá og frekari upplýsingar um þá fengnar úr sjúkrarskrárkerfum Land­ spítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og Dánar meinaskrá. Sérstaklega var lagt mat á alvarlegar aukaverkanir af FLM, tíðni T0 sjúkdóms eftir blöðrubrottnám og lifun sjúklinga.   Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu greindust alls 94 sjúklingar með staðbundið VÍBK. 32 (34%) þeirra fengu FLM og af þeim undirgengust 24 (75%) RBB í kjölfarið. 20 sjúklingar fengu MVAC meðferð og 12 GEM­CIS. Meirihluti sjúklinga voru karlar (69%) með reykingarsögu (86%). Meðalaldur var 64 ár. Algengast var að fá 3 skammta af FLM og miðgildi tíma frá greiningu til meðferðar voru 34 dagar. 19 sjúklingar (59%) fengu alvarlegar aukaverkanir af FLM og algengasta aukaverkunin var daufkyrningafæð. 5 sjúklingar þurftu að hætta FLM vegna aukaverkana. Hjá 2 kom fram dreifður sjúkdómur á meðan FLM stóð en hjá 10 var merki um minnkandi sjúkdóm á meðferð (samkvæmt stigunarrannsóknum eða T0 í vefjagreiningu). Ekki voru merki þess að fylgikvillar eftir RBB væru algengari hjá sjúklingum sem undirgengust FLM. Tíðni T0 sjúkdóms eftir RBB var hærri hjá þeim sem fóru í FLM miðað við þá sem fóru einungis í RBB (38% vs. 25%) (p = 0.71) Marktæk aukning varð á notkun FLM á tímabilinu (p = 0.003). Ekki var sýnt fram á marktækan mun í lifun milli þeirra sem fengu FLM og þeirra sem undirgengust einungis RBB (p = 0.4).  Ályktanir FLM við staðbundnu VÍBK hefur gengið vel á Íslandi og notkun hefur aukist jafnt og þétt. Alvarlegar aukaverkanir eru fátíðar og lifun sjúklinga hefur verið sambærileg því sem sést erlendis. Niðurstöður okkar styðja áframhaldandi notkun FLM í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar. Einstofna mótefna nýrnasjúkdómar: birtingarmynd og umfang Guðrún Ólafsdóttir1, Þórir Einarsson Long1,2, Sæmundur Rögnvaldsson1, Jón Kristinn Sigurðsson1, Sigurður Yngvi Kristinsson1,3. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Lundur, Svíþjóð, 3Landspítali Inngangur Góðkynja einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathy of undetermined significance, MGUS) er til staðar í um 4.2% einstaklinga yfir fimmtugt. MGUS er forstig mergæxlis og skyldra illkynja eitilfrumusjúkdóma. Einstaklingar með einstofna mótefnahækkun geta þróað með sér langvinnan nýrnasjúkdóm (LNS) vegna áhrifa einstofna mótefna á nýru. Slíkir nýrnasjúkómar tilheyra sérstökum sjúkdómsflokki og kallast einu nafni einstofna mótefna nýrnasjúkdómar (monoclonal gammopathy of renal significance, MGRS). Vísbendingar eru um að MGUS eitt og sér geti orsakað MGRS en umfang þess og áhætta er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl milli MGUS og LNS og sérstaklega MGRS til að meta tíðni þess og áhættu hjá einstaklingum með MGUS. Efni og aðferðir Rannsóknin byggir á gögnum rann­ sóknarinnar Blóðskimun til bjargar sem er fyrsta lýðgrundaða skimunarransóknin á MGUS sem gerð hefur verið á heilli þjóð. Í rannsóknarþýðinu voru allir þátttakendur sem höfðu verið skimaðir fram að 24. júní 2020, samtals 62.378 manns. Skimunar­ niðurstöður voru samkeyrðar við miðlægan rannsóknarstofugagnagrunn (FlexLab) sem inniheldur allar kreatínínmælingar og próteinmælingar í þvagi í íslensku heilbrigðiskerfi. Auk þess voru vefja fræði­ greiningar á nýrnasýnum samkeyrðar við gögnin, yfirfarnar og skráðar inn í staðlað skráningarform. Kannað var hvort MGUS tengdist LNS og hvort MGUS tengdist próteinmigu eða sérlega skertri nýrnastarfsemi (gaukulsíunarhraði < 30ml/ mín/1,73m2) hjá einstaklingum með LNS með tvíkosta aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Auk þess var tíðni MGRS og ólíkra vefjagreininga reiknuð og borin saman eftir því hvort einstaklingar höfðu MGUS eða ekki. Niðurstöður Rannsóknarþýðið samanstóð af 62.378 manns og af þeim höfðu 3.885 (6,23%) ein­ staklingar MGUS. Stærsti hluti þeirra eða 51,5% var með léttkeðju MGUS. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt samband milli MGUS og langvinns nýrnasjúkdóms. Ekki reyndust heldur marktæk tengsl milli MGUS og próteinmigu eða sérlega skertrar nýrna­ starfsemi í LNS. Af öllum þeim sem höfðu farið í nýrnasýnatöku var tíðni MGRS 9,7% hjá þeim sem höfðu MGUS en aðeins 0,8% hjá þeim höfðu ekki MGUS. Ályktanir MGUS virðist ekki stór orsakaþáttur LNS í almennu þýði eða í þýði einstaklinga með MGUS. Forstigið virðist heldur ekki tengjast próteinmigu eða sérlega skertri nýrna­ starfsemi, þeim tveim sjúk dóms þáttum LNS sem skoðaðir voru í rann sókninni. Einnig benda niðurstöður til þess að MGRS sé ekki eins algengt og áður hefur verið talið. Greining, meðferð og uppvinnsla við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi 2017-2020. Samanburður gæðavísa við Svíþjóð Hafsteinn Örn Guðjónsson Ágrip barst ekki Þróun aðferðar til að meta árangur inflúensubólusetningar hjá börnum í ofþyngd. Hefur offita áhrif á sértækt T-frumusvar við inflúensubóluefni? Haraldur Jóhann Hannesson1, Siggeir Fannar Brynjólfsson1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir2, Ásgeir Haraldsson1,3, Íris Kristinsdóttir3, Valtýr Stefánsson Thors1,3, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítala, 3 Barnaspítala Hringsins Inngangur Inflúensa er veira sem veldur öndunar­ færasjúkdómi í mönnum. Hún veldur árlega svæðisbundnum faröldrum og ná sýkingar frá því að vera einkennalausar í að valda alvarlegum fylgikvillum eins og lungnabólgu eða dauða. Besta vörnin gegn inflúensu er bólusetning og mælt er með þeim fyrir áhættuhópa. Offita barna hefur verið tengd við marga áhættuþætti, þar á meðal sykursýki, astma og jafnvel hjartaskemmdir. Auk þess fylgir offitu oft kerfislæg bólga sem hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið og hafa rannsóknir á inflúensubólusetningum sýnt skert svar hjá fullorðnum í ofþyngd. Lítið hefur þó verið rannsakað í sambandi við offitu, ónæmis­ kerfið og áhrif offitu hjá börnum. Markmið þessa verkefnis er því að þróa aðferð til að skoða áhrif offitu á virkni bólusetninga hjá börnum og greina sértækt T­frumu svar eftir bólusetningar. Efniviður og aðferðir Blóð var fengið frá heilbrigðum blóðgjöfum Blóðbankans og tveim heilbrigðum inflúensu bólusettum einstaklingum. Einkjarna frumur voru einangraðar og virkjaðar bæði ósértækt með 2,5µL af CD28/ CD45 og 10ng/mL af IL­2 og sértækt með 2,5µL af tetanus toxoid annars vegar og 160µL af inflúensubóluefni hins vegar. Fyrir frumu flæðissjárgreiningu voru frumurnar litaðar með sértækum flúr­ merktum mótefnum (1µL CD3­FITC, 0.5µL CD8­PE, 0.5µL L/D­FixableRed, 0.5µL CD4­ PE/Cyanine7, 2µL IL­2­APC, 4µL IFN­ γ­APC­R700, 4µL TNF­α­APC­Vio®770, 2µL IL­ 6­BV421 og 4µL IL­4­BrilliantViolet510). Eftir þvott voru undirhópar virkjaðra T­fruma metnir í frumuflæðissjá. Niðurstöður Fundinn var styrkleiki og magn örvunar frumanna og styrkur litunar til að upp­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.