Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 125

Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 125
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2021123 fylla skilmerki um compenseringu (innri stillingar) frumuflæðissjár. Eftir að skil­ merkjum um compenseringu var náð var aðferðin sannreynd þar sem mögulegt var að skil greina CD3+, CD4+ og CD8+ frumur og sást munur á boðefnaframleiðslu frumanna. Umræður Góður munur sást á boðefnaframleiðslu frumanna og bendir til að hægt sé að meta CD4+ og CD8+ inflúensusértækt ónæmis­ svar. Þó mætti bæta aðferðina til að auka næmi, en þættir eins og örvun fruma, innanfrumulitun og gamall tækjabúnaður gera það erfitt. Næstu skref eru að sannreyna aðferðina með deyddum inflúensu veirum og í kjölfarið að nota aðferðina til að rann saka áhrif ofþyngdar barna á árangur inflúensu­ bólusetninga. Í framhaldinu er jafnvel hægt að meta hvernig vernda megi börn í ofþyngd með hnitmiðaðri bólusetningum eða öðrum ónæmisaðgerðum í samhengi við niðurstöður. Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð? Heiðrún Ósk Reynisdóttir1, Brynjólfur Árni Mogensen2, Martin Ingi Sigurðsson1,2, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur Höfuðstofnsþrenging veldur skertu blóð­ flæði til stórs hluta hjartavöðvans og tengist verri horfum og hærri dánartíðni en þrengingar í öðrum kransæðum. Kransæðahjáveituaðgerð (e. Coronary artery bypass surgery) hefur lengi verið talin árangursríkasta meðferðin fyrir sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu en reynsla og rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að kransæðavíkkun (e. Percutaneous coronary intervention) gefur sambærilegan árangur í ákveðnum hópi þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman sjúklinga sem fengu mismunandi meðferðir við höfuðstofnsþrengingu, meta hvaða þættir hafa áhrif á meðferðarval og skoða hvort meðferð hafi breyst frá árinu 2010. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn gagna rann­ sókn og náði til kransæðamyndataka sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi árin 2010 til 2020 sem ekki höfðu fyrri sögu um hjáveituaðgerð eða aðra frábendingu fyrir aðgerð. Upplýsingar um bakgrunn sjúklinga og aðgerðartengda þætti voru fengnar úr miðlægum gagnasöfnum og sjúkraskrám. Sjúklingar voru bornir saman eftir því hvort þeir fóru í víkkun, hjáveituaðgerð eða fengu lyfjameðferð. Niðurstöður Alls sýndu 714 kransæðamyndatökur höfuð stofnsþrengingu, 202 tilfelli voru meðhöndluð með víkkun, 462 með hjáveituaðgerð og 50 fengu lyfjameðferð. Meðal aldur sjúklinga (76,2 ± 11,1 ár í lyfjameðferðarhóp á móti 68,8 ± 12,2 ár í víkkunarhóp og 69,8 ± 9,2 ár í hjáveituhóp, p<0,001) og tíðni skertrar nýrnastarfsemi (51,1% í lyfjameðferðarhóp á móti 30,6% í víkkunarhóp og 24,2% í hjáveituhóp, p<0,001) voru hæst í lyfjameðferðarhópnum. Sjúklingar með brátt hjartadrep með ST hækkunum á hjartarafriti (e. ST elevation myocardial infarction) voru oftast meðhöndlaðir með víkkun (76,3%). Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu án annarra þrenginga voru oftast með­ höndlaðir með víkkun (62,9%) en sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu og þriggja æða sjúkdóm oftast með hjáveituaðgerð (76,0%). Meðferð við höfuðstofnsþrengingu breyttist mikið á tímabilinu og hækkaði hlutfall þeirra sem meðhöndlaðir voru með víkkun úr 20,6% á fyrri hluta rann­ sóknartímabilsins í 42,9% á seinni hluta rannsóknartímabilsins. Ályktanir Þættir sem virðast hafa mest vægi í meðferðarvali sjúklinga með höfuð­ stofns þrengingu eru hár aldur, skert nýrnastarfsemi, dreifing sjúkdóms og hversu brátt ástand sjúklings er. Helsta breyting á meðferð höfuðstofnsþrenginga var veruleg aukning þeirra sem með­ höndlaðir voru með víkkun. Meðferð við nýburagulu af völdum Rhesus-blóðflokkamisræmis á Vökudeild Barnaspítala Hringsins Héðinn Össur Böðvarsson1, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins Inngangur Rauðkornarof (e. hemolysis) stafar af eyðingu rauðkorna í fóstri eða nýbura vegna mótefna sem berast yfir fylgju frá móður til barns, oftast vegna Rhesus­blóðflokkamisræmis og veldur gallrauðadreyra (e. hyperbilirubinemia) og nýburagulu. Ljósameðferð er fyrsta meðferð við nýburagulu en dugar ekki alltaf og þarf þá að framkvæma blóðskipti. Við blóðskipti lækkar styrkur gallrauða í blóði, auk þess sem hluti af mótefnum gegn rauðum blóðkornum barnsins eru fjarlægð og barnið fær blóðkorn án Rhesus mótefnavaka. Þar sem niðurbrot rauðra blóðkorna heldur áfram eftir að gulunni lýkur getur barnið þurft á blóðgjöf að halda á fyrstu vikunum. Mótefnagjöf í æð er talin draga úr rauðkornarofi og er tiltölulega nýtilkomin meðferð við nýburagulu af völdum blóðflokkamisræmis. Í þessari rannsókn er leitast við að svara eftirfarandi rann sóknar­ spurningum: Hvernig hefur meðferð við gulu af völdum Rhesus blóðflokkamisræmis þróast á Vökudeild síðastliðin 30 ár? Hafa blóðskipti áhrif á fjölda blóðgjafa á fyrstu vikunum eftir fæðingu? Hver eru áhrif mótefnagjafar í æð á gulu? Við hvaða blóðgildi er nýburum gefið blóð? Efni og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á nýburum sem fæddust á árunum 1991­2020 og greindust með nýburagulu af völdum Rhesus­blóðflokkamisræmis. Klínískum upplýsingum var aflað úr sjúkraskrám barnanna. Heildarfjöldi úrtaks var 81 barn, af þeim fengu 23 blóðskipti, 6 mótefni og 24 blóðgjöf. Einnig voru áhrif mótefnagjafar sem meðferð við alvarlegri gulu metin. Niðurstöður Á árunum 1991­2020 fækkaði hlutafallslega þeim börnum sem fóru í blóðskipti vegna Rhesus­blóðflokkamisræmis. Aftur á móti fjölgaði börnum sem fengu blóðgjafir og meðalfjöldi blóðgjafa sem hvert barn fékk jókst. Börn sem fengu ljósameðferð í fleiri en þrjá daga án blóðskipta þurftu að meðaltali fleiri blóðgjafir eftir útskrift en börn sem gengust undir blóðskipti. Meðalhækkun á styrk gallrauða í blóði fyrir mótefnagjöf var 8,6 µmól/L/klst en eftir mótefnagjöf lækkaði styrkurinn að meðaltali um 3,9 µmól/L/klst (p=0,018). Ályktanir Blóðskiptum vegna Rhesus­blóðflokka mis­ ræmis á Vökudeild Barnaspítala Hringsins hefur fækkað undanfarin ár en blóðgjöfum hefur hins vegar fjölgað. Blóðskipti virðast fækka blóðgjöfum sem barn þarfnast eftir útskrift. Mótefnagjöf er nýtilkomin meðferð við gulu sem dregur úr myndun gallrauða og minnkar þannig hugsanlega þörf fyrir blóðskipti. Nýburar á Íslandi fá blóðgjöf við sama viðmiðunargildi og erlendar leiðbeiningar kveða um. Áhrif verkja á meðferðarsvörun með TNF-hemla-meðferð meðal hryggiktarsjúklinga á Íslandi Hildur Ólafsdóttir Ágrip barst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.