Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 126

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 126
LÆKNANEMINN124 Lífmerki í segulómmyndum af heila fyrir snemmbúna greiningu á tauga- hrörnunarsjúkdómum Hugrún Lilja Ragnarsdóttir1, Magnús Magnússon2, Anna Björnsdóttir3, Áskell Löve4, Lotta María Ellingsen2, Steinunn Þórðardóttir5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rafmagns- og tölvuvekfræðideild Háskóla Íslands, 3Heilsuklasinn, 4Sjúkrahúsið á Akureyri, 5Landspítali Inngangur Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með progressive supranuclear palsy (PSP) og multiple system atrophy (MSA) hafa oft einkennandi hrörnun í heilastofni. Óljóst er hvort slíkt eigi einnig við einstaklinga með dementia with Lewy bodies (DLB). Rann­ sóknarteymi okkar við Háskóla Íslands hefur þróað myndgreiningaraðferð fyrir segul óm myndir af heila, sem merkir þessi heilasvæði á sjálfvirkan og nákvæman hátt. Aðferðirnar eru byggðar á gervigreind og er markmið þeirra að geta magngreint hrörnun í heilastofni og þannig stutt snemm búna greiningu á DLB, PSP og MSA. Efniviður og aðferðir Heildarfjöldi sjúklinga í þýði var 16 (8 DLB, 4 PSP og 4 MSA). Klínískar upp lýsingar voru sóttar í sjúkraskrá Land spítala. Mynd greiningaraðferðin var keyrð á segulómmyndum sjúklinganna sem gaf tölulegar upplýsingar um rúmmál undir­ svæða heilastofnsins. Tölfræði greining var gerð á breytileika stærðar heilastofns milli sjúkdóma og saman burðarhóps, sem innihélt 21 heilbrigðan einstakling úr gagnagrunni Alzheimer‘s Disease Neuroimaging Initiative. Niðurstöður Niðurstöður benda til að brú sé marktækt minni í MSA miðað við samanburðarhóp (14%, p=0,007) og miðað við DLB (12%, p=0,026), og marktækt minni í PSP miðað við samanburðarhóp (18%, p=0,026). Miðheili var marktækt minni í MSA (19%, p=0,014) og PSP (25%, p=0,001) miðað við saman­ burðarhóp og marktækt minni í PSP miðað við DLB (21%, p=0,014). Efri hnykilstoðir voru marktækt minni í PSP miðað við samanburðarhóp (62%, p=0,003) og miðað við DLB (56%, p=0,025). „Miðheila­brú“ hlutfallið í PSP var marktækt frábrugðið samanburðarhópnum (p=0,016). Stærðin „efri hnykilstoðirmiðheili“ var mark­ tækt frábrugðin í MSA (p=0,010) og í PSP (p=0,001) miðað við samanburðarhóp og í MSA miðað við DLB (p=0,029). Stærðin „mænukylfamiðheili“ var frábrugðin í PSP miðað við samanburðarhóp (p=0,014), og í PSP miðað við DLB (p=0,027). Tvö tilfelli þar sem greiningin var PSP, áttu segulómmynd af heila sem var tekin fyrir greiningu og gaf til kynna möguleika á snemmbúinni greiningu með myndgreiningaraðferðinni. Annað tilfellið átti fleiri en eina segulóm­ rann sókn sem sýndi aukna rýrnun á undir­ svæðum heilastofns á milli rannsókna. Ályktanir Þessar niðurstöður benda til þess að sjálfvirk myndgreining á hrörnun heilastofns styðji við greiningarnar PSP og MSA. Erfitt er að draga þá ályktun að hægt sé að greina þessa sjúkdóma fyrr en hægt er í dag vegna lítils sjúklingaþýðis í rannsókninni. Ífarandi pneumókokkasýkingar á Íslandi 2001-2009 með samanburði við árabilið 1975-2000 Hörður Tryggvi Bragason1, Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Agnar Bjarnason1,2, Helga Erlendsdóttir3 og Magnús Gottfreðsson1,2,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Smitsjúkdómadeild, 3Sýkla- og veirufræðideild og 4Vísindadeild Landspítala Inngangur Sjúkdómsbyrði lungnabólgu og annarra ífarandi sýkinga af völdum Streptococcus pneumoniae er umtalsverð enda um algengar og alvarlegar sýkingar að ræða. Horfur sjúklinga með ífarandi pneumó­ kokkasýkingar virðast ekki hafa breyst verulega í áranna rás en lýðgrundaðar lang­ tíma rannsóknir á faraldsfræði og klínískri birtingarmynd þessara sýkinga skortir. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var lýðgrunduð og afturskyggn rannsókn á öllum sem greindust með ífarandi pneumókokkasýkingu á Íslandi árin 2001­2009. Upplýsingum var safnað um heilsufar, meðferð og afdrif sjúklinga en alvarleiki sýkinga metinn með APACHE II og PRISM III kvörðum. Af 214 tilfellum sem farið var yfir voru 42 sjúkraskrár óaðgengi legar og samanstóð úrtakið því af gögnum 172 sjúklinga. Gögnin voru skráð í gagna grunn um pneumókokkasýkingar með upplýsingum um 933 sjúklinga sem greindust 1975­2005 og byggir seinni hluti rann sóknarinnar á samanburði við þau gögn. Niðurstöður Algengasta greining bæði fullorðinna og barna var lungnabólga (72,1%) og nánast allir höfðu jákvæða blóðræktun (97,1%). Hjarta­ og æðasjúkdómar voru algengustu undirliggjandi sjúkdómarnir (34,9%). Nýgengi sýkinga var hæst meðal yngstu og elstu sjúklinganna og það lækkaði miðað við árabilið 1993­2000 (P<.001). Hvað klíníska birtingarmynd lungnabólgu varðar var hiti algengasta einkennið (78,6%) og þá einkum meðal barna (96,5%), sem annars sýndu ekki mörg algeng einkenni fullorðinna. Nýrnabilun var algengasti fylgikvilli meðal fullorðinna lungnabólgusjúklinga (12,9%) en krampar meðal barna (10,6%). Penisillínlyf voru algengustu aðalsýklalyf á rannsóknartímabilinu öllu (53,0%). Algengasta hjúpgerðin var hjúpgerð 7F (15,8%) en hjúpgerð 6B var oftast ónæm fyrir penisillíni. 30 daga dánarhlutfall var hæst meðal heilahimnubólgusjúklinga (19,8%) en dánarhlutfall lungnabólgusjúklinga var 11,6%. Þeir sem létust fengu marktækt fleiri stig á APACHE II og PRISM III kvörðum (P=<.001). 30 daga dánartíðni var hærri á fyrsta áratug tímabilsins miðað við síðari árabil (P<.03) en tók ekki marktækum breytingum eftir það. Ályktanir Nýgengi ífarandi pneumókokkasýkinga á Íslandi árin 2001­2009 lækkaði miðað við fyrri tímabil og var mjög tengt aldri. Klínísk birtingarmynd lungnabólgu er ólík meðal barna og fullorðinna. Algengi hjúpgerðar 7F er óvenjuhátt á Íslandi. APACHE II og PRISM III stigunarkerfin má nota til að spá fyrir um afdrif sjúklinga. Horfur sjúklinga með ífarandi pneumókokkasýkingar hafa ekki batnað marktækt síðustu áratugi þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð fjölveikra. Taugaviðbrögð þungaðra kvenna Ísold Norðfjörð1, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Ágúst Hilmarsson3, Haukur Hjaltason1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Taugalækningadeild Landspítala Inngangur Taugaviðbrögð heilbrigðra, þungaðra kvenna hafa lítið verið rannsökuð en aukin taugaviðbrögð á meðgöngu hafa verið tengd við burðarmálskrampa (eclampsia). Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort taugaviðbrögð (sinaviðbrögð og Babinski viðbragð) séu öðruvísi á meðgöngu en annars og hvort þau breytist þegar líður á meðgönguna. Annað mark­ mið rannsóknarinnar var að athuga sam­ ræmi tveggja taugalækna í mati á tauga­ viðbrögðum. Þar að auki var kannað hver skoðun sérfræðilækna fæðingateymis og sérnámslækna kvennadeildar Landspítala var á breytingu taugaviðbragða í þungun. Efni og aðferðir Framskyggn, einblind, þverskurðar­ rannsókn á þremur hópum kvenna, óþunguðum, gengnum 14­18 meðgöngu­ vikur og gengnum 34­38 vikur. Tveir tauga­ læknar, sem vissu ekki hvort konurnar voru þungaðar, skoðuðu hnéviðbragð, ökkla­ við bragð og Babinski viðbragð þeirra og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.