Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 129

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 129
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2021127 used discovery GWAS datasets from the InterLymph Consortium and German GWAS, in total accounting for about 4000 cases and 5600 controls. The study included all SNPs with association p­values from 5 x 10­4 to 10­7 from the data. Subsequently, SNPs were looked up in relevant GTEx (Genotype­Tissue Expression) tissues, i.e. whole blood and EBV­transformed lymphocytes, determining their function as an expression or splicing quantitative trait loci (eQTL/sQTL). The top candidate SNPs were genotyped for replication in the International Multiple Myeloma rESEarch (IMMEnSE) Consortium including nearly 2000 MM cases and over 1900 controls. Results In the two discovery datasets, 136 SNPs fit the criteria of association with MM risk including p­values within the chosen threshold and not mapping to known MM risk loci. All SNPs displayed significant meta­analysis results between InterLymph and German GWAS, and only two displayed significant heterogeneity. 38 eQTLs and 3 sQTLs were found in whole blood using GTEx data. After pruning for linkage disequilibrium (LD), and eliminating SNPs with previous genotype results from other studies, one eQTL (rs2664188) was replicated in IMMEnSE. The eQTL was genotyped and meta­analyzed in IMMEnSE, and proved to be significant (OR=1.20, 95%­CI=[1.06;1.36], p=0.0045). Conclusion A new SNP with significant association with increased MM susceptibility was identified. Further investigation is necessary to determine the effect this eQTL has on MM. This project is included in a larger study, with great potential to identify multiple risks and fill some gaps remaining in MM heritability. Kransæðastífla meðal yngri einstaklinga: rannsókn á nýgengi, áhættuþáttum og horfum Kolfinna Gautadóttir1, Ingibjörg Jóna Guðmundsóttir1,2, Martin Ingi Sigurðsson1,2, Karl Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur Nýgengi kransæðastíflu hefur lækkað í almennu þýði á undanförnum áratugum en margt bendir til þess að þetta eigi ekki við um yngstu aldurshópa með kransæðastíflu. Litlar upplýsingar eru til um nýgengi, áhættuþætti og horfur sjúklinga hér á landi. Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna stöðu ungra einstaklinga með kransæðastíflu á Íslandi með því að kanna nýgengi, áhættuþætti og horfur þeirra, ári eftir áfall. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn þar sem gögn fengust úr gagnagrunni SWEDEHEART, sjúkraskrám Landspítala og Dánarmeinarskrá Landlæknis. Rannsóknin náði til allra ungra einstaklinga á Íslandi með bráða kransæðastíflu (STEMI/ NSTEMI) á árunum 2014­2020. Til unga sjúklingahópsins töldust konur ≤ 55 ára og karlar ≤ 50 ára. Til samanburðar var sjúklingahópur eldri einstaklinga. Tölfræðileg marktækni var könnuð með t­prófi, kí­kvaðrat prófi, einþátta fervikagreiningu (ANOVA) og línulegri aðhvarfsgreiningu þar sem miðað var við p<0.05 fyrir tölfræðilega marktækni. Niðurstöður Af öllum STEMI og NSTEMI tilfellum á Íslandi á tímabilinu voru 344 sjúklingar (12,0%) ungir. Hlutfall STEMI er hærra meðal yngri sjúklinga (52,3% sbr. 35,2%, p=<0.001). Nýgengi yngri aldurshópsins lækkaði ekki á meðan nýgengi eldri aldurshópsins virtist lækka en ekki var tölfræðilega marktækur munur á breytingu nýgengi á tímabilinu. Af áhættuþáttum eru reykingar (50,3% sbr. 25,6%, p=<0.001) og offita (46,8% sbr. 36,3%, p=0.002) algengari í yngri aldurshópnum samanborið við þann eldri. Líkamsþyngdarstuðull fer hækkandi á rannsóknartímabilinu meðal yngri sem og algengi sykursýki. Eldri sjúklingar voru líklegri til að deyja ári eftir áfall (p=0.02) en ekki var tölfræðilega marktækur munur á að fá endurtekið áfall milli aldurshópa (p=0.3). Ályktanir Nýgengi yngri einstaklinga með bráða kransæðastíflu fer ekki lækkandi á rannsóknartímabilinu. Áhættuþættir eru ekki þeir sömu milli aldurshópa og virðast reykingar vera algengasti áhættuþáttur yngri einstaklinga. Horfur virðast þó vera betri í yngri aldurshópnum. Betri skilningur á því hvað dregur úr lækkun nýgengi kransæðastíflu meðal ungra einstaklinga er nauðsynlegur svo hægt sé að grípa inn í með fyrirbyggjandi aðgerðum. Psoriasis - Meðferð og lífsgæði árin 2001 og 2021 Kristján Veigar Kristjánsson Agrip barst ekki Lyfjatengd meðferðarheldni eftir kransæðahjáveituaðgerð Leon Arnar Heitmann1, Tómas Guðbjartsson1,3, Martin Ingi Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala og 3Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur Kransæðahjáaveituaðgerð bætir horfur og dregur úr einkennum alvarlegs kran­ sæðasjúkdóms. Til að hámarka ávinning aðgerðar fylgir ævilöng lyfja meðferð með lyfjum af flokki statína, beta – hemla og einnig hemla á renín – angíótensín – aldósterón kerfið hjá hluta einstaklinga. Ómeðferðar heldni við lyfjameðferð í kjölfar kransæðahjáveituaðgerðar hefur verið tengd við verri langtímahorfur. Mark mið rannsóknarinnar voru því að kortleggja meðferðarheldni við statín, beta – hemla og RAA – hemla í kjölfar kransæðahjáveituaðgerðar, skil greina sértæka þætti sem tengjast ómeðferðar­ heldni og bera saman afdrif einstaklinga eftir meðferðarheldni. Efni og aðferðir Rannsóknin náði til allra 18 ára og eldri sem undirgengust kransæða hjáveituaðgerð með eða án annars inngrips á Landspítala árin 2007 – 2018, alls 1536. Unnið var með gögn úr íslenska aðgerðar grunninum sem inniheldur upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun fyrir og eftir aðgerð. Meðferðarheldni skilgreindist sem útleysing tveggja lyfseðla, annað hvort fyrir aðgerð og eftir 90 daga frá aðgerð eða bæði innan 90 daga og eftir 90 daga frá aðgerð. Ein­ staklingar sem töldust meðferðarheldnir við þrjú lyfin töldust meðferðarheldnir við kjörlyfjameðferð. Munur milli hópa var metinn með einbreytugreiningu. Fjölþátta tvíundar greining var notuð til að skilgreina þætti sem tengjast auknum líkum á ómeðferðarheldni. Lifun einstaklinga eftir meðferðarheldni var kortlögð með Kaplan – Meier lifunarriti og Cox lifunargreiningu. Niðurstöður Meðferðarheldni innan tveggja ára frá aðgerð var 90,0% fyrir statín, 84,4% fyrir beta – hemla, 63,0% fyrir RAA – hemla og 54,1% fyrir öll þrjú lyfin. Áhættuþættir sem tengdust auknum líkum á ómeð ferðar heldni voru hærri aldur, aukin sjúk dómsbyrði, ósæðarlokuskipti samhliða krans æða­ hjá veitu aðgerð og ný lyfjaávísun tengd aðgerðinni. Ómeðferðarheldni tengdist ekki verri lifun eftir leiðréttingu fyrir aldri og sjúkdómsbyrði. Ályktanir Meðferðarheldni eftir kransæða hjáveitu­ aðgerð er nokkuð góð við statín og beta – hemla en mun lakari við RAA – hemla. Sérlega ætti að huga að eftirliti með lyfjameðferð kransæðasjúkdóms hjá eldri og fjölveikum einstaklingum, þeim sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.