Læknaneminn - 01.04.2022, Page 132

Læknaneminn - 01.04.2022, Page 132
LÆKNANEMINN130 Samfélagsleg virkni og örorka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof Ragna Kristín Guðbrandsdóttir1, Oddur Ingimarsson1,2, Birna Guðrún Þórðardóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsvið Landspítala Inngangur Þrátt fyrir lágt algengi geðrofssjúkdóma er byrði sjúkdómanna fyrir einstaklinginn og samfélagið mikil. Einstaklingar greinast almennt ungir og þrátt fyrir meðferð hefur stór hluti viðvarandi einkenni sem leiða oft til skertrar samfélagslegrar virkni og örorku. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu hátt hlutfall ungra einstaklinga sem fengu snemmíhlutun í geðrof hér á landi árin 2010­2020 tók þátt í námi eða vinnu að endurhæfingu lokinni og hversu stórt hlutfall hafði framfærslu af örorku, ásamt því að kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi um það. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn sem byggði á upplýsingum úr sjúkraskrám allra sem útskrifuðust af Laugarásnum meðferðargeðdeild á árunum 2010­2020 eftir lengri en sex mánaða endurhæfingu (n=144). Tvíkosta aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna hvaða breytur höfðu for spár­ gildi um náms­ og atvinnuþátttöku og fram­ færslu af örorku að endurhæfingu lokinni. Niðurstöður Við útskrift var rúmur helmingur þjónustu þega í vinnu eða námi og tæpur helmingur hafði framfærslu af örorku. Þeir þættir sem reyndust bæði hafa forspárgildi um náms­ og atvinnuþátttöku og örorku við útskrift voru þeir þættir sem endurspegla alvarlegan geðrofs sjúkdóm, geð klofagreining og meðferð með geðrofs­ lyfinu clozapine, en einnig stúdents próf og atvinnuþátttaka fyrir endurhæfingu. Meirihluti þjónustuþega (66%) hafði sögu um kannabisneyslu sem reyndist hafa neikvætt forspárgildi um náms­ og atvinnu­ þátt töku við útskrift. Hins vegar virtist starfsendurhæfing vera sá þáttur sem hafði mest jákvætt forspárgildi um náms­ og atvinnuþátttöku við útskrift. Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að endurhæfing á Laugarásnum geti aukið samfélagslega virkni ungra einstaklinga með geðrofssjúkdóma, en færri voru atvinnulausir eftir endurhæfinguna en við innritun. En betur má ef duga skal, þar sem að tæplega helmingur þjónustuþega var hvorki í námi né vinnu við útskrift. Einnig virðist mikilvægt að tryggja skilvirka starfsendurhæfingu á Laugarásnum þar sem starfsendurhæfing var einn fárra þátta sem hafði forspárgildi um náms­ og atvinnu­ þátttöku við útskrift sem hægt er að hafa áhrif á í endurhæfingunni. Samanburður á blæðingum frá meltingarvegi hjá sjúklingum með skorpulifur Sara Margrét Daðadóttir1, Arnar Bragi Ingason2, Jóhann Páll Hreinsson3, Einar Stefán Björnsson2. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús, 3Sahlgrenska Háskólasjúkrahús, Gautaborg, Svíþjóð Inngangur Blæðingar frá æðagúlum í vélinda eru algeng orsök skyndilegra meltingar vegs­ blæðinga hjá skorpulifrarsjúklingum og tengdist áður fyrr hárri dánartíðni. Markmið rannsóknarinnar var að bæta við takmarkaða þekkingu um núverandi horfur við blæðingar frá æðagúlum auk þess að kanna eðli og horfur annarra meltingarvegsblæðinga hjá sjúklingahópnum. Aðferðir: Sjúklingar sem greindust með skorpulifur á tímabilinu 2010­2021 voru þáttakendur í framsýnni rannsókn 2010­2015 á Íslandi. Frá 2016 hafa allir nýjir skorpulifrarsjúklingar verið skráðir í gagnagrunn. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. MELD (model for end­stage liver disease: bilirubin, INR, kreatinin) var notað sem mælikvarði á alvarleika lifrarsjúkdómsins. Niðurstöður Alls greindust 402 sjúklingar með skorpu­ lifur. Miðgildi eftirfylgni var 23 mánuðir (spönn 0­126). Alls blæddu 111 (28%) frá meltingarvegi, 70 (63%) við greiningu og 41 (37%) síðar, 86 (77%) frá efri hluta en 13 (12%) frá neðri hluta meltingarvegar, staðsetning var óljós hjá 12 (11%) sjúklingum. Meðaltal MELD var 13,6 hjá þeim sem blæddu og 11,6 hjá þeim án blæðingar (p<0,05). Fleiri sjúklingar sem blæddu voru með skinuholsvökva (e. ascites) (p<0,05) og einnig voru þeir líklegri til að vera með lifrar­ heilakvilla (p<0,05). Fjórir sjúklingar (2,5%) létust úr bráðri blæðingu sem ekki gekk að stöðva. Í öllum þeim tilvikum var um blæðingar frá æðagúlum að ræða og var meðal MELD skor 16. Ályktanir Blæðingar frá efri meltingarvegi voru mun algengari en þær frá neðri. Merki um alvar legan lifrarsjúkdóm höfðu tengls við aukna blæðingartilhneigingu .Mjög lítill hluti sjúklinga lést úr blæðingu því hana tókst að stöðva hjá allra flestum en þeir sem létust úr blæðingu höfðu verulega skerta lifrarstarfsemi. Slímseigjusjúkdómur á Íslandi Selma Rún Bjarnadóttir1, Helga Elídóttir2, Brynja Jónsdóttir3, Ólafur Baldursson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3Landspítali Inngangur Slímseigjusjúkdómur (e. cystic fibrosis, CF) er arfbundinn eingena sjúkdómur sem erfist víkjandi og er tíðni hæst í fólki af norður­evrópskum ættum. Sjúkdómurinn orsakast af stökkbreytingu í CFTR geninu sem veldur afbrigðilegum jónaflutningi yfir frumuhimnur og leiðir til óeðlilegrar seigju í seyti útkirtla. Sjúkdómsmyndin einkennist helst af vanstarfsemi briss og langvinnum öndunarfærasýkingum sem valda lungnaskemmdum og að lokum öndunarbilun, en lífslíkur sjúklinga með CF hafa þó aukist á undanförnum árum með bættri meðferð og eftirliti. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa arfgerð og svipgerð einstaklinga með CF á Íslandi og kanna hvernig greiningu, meðferð og eftirliti er háttað. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð hér á landi. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til einstaklinga sem greindust með slímseigjusjúkdóm á Íslandi á árunum 1955­2020. Leitað var að upplýsingum um arfgerð, greiningu, öndunarfærasýkingar, lungnastarfsemi, næringarrástand, fylgikvilla, meðferð og eftirlit í sjúkraskrám. Niðurstöður Alls greindust 30 einstaklingar með slím­ seigju sjúkdóm á árunum 1955­2020 og var útreiknað algengi sjúkdómsins 3,84 á 100.000 manns árið 2020. Algengustu gena breytur í íslenska hópnum voru ΔF508 (46,4%) og N1303K (44,6%). Miðgildi aldurs við greiningu á Íslandi var 4,5 mánuðir og leiddu einkenni tengd brisvanstarfsemi og meltingarfærum oftast til greiningar. Allir sem greindust með CF á tímabilinu höfðu vanstarfsemi briss. Algengasti CF mein valdurinn sem ræktaðist úr öndunar­ færum var Staphylococcus aureus og tíðni lang vinnra Pseudomonas aeruginosa sýkinga var 26%. Á tímabilinu greindust átta með CF tengda sykursýki, fjórir með CF tengdan lifrarsjúkdóm, þrír með barnabiks­garnalömun og einn með allergic bronchopulmonary aspergillosis (ABPA). Með ferð virtist vera svipuð og annars staðar á Vesturlöndum, en hlutfall notkunar á inn­ úðasterum og azithromycin var þó hærra hér á landi. Fimm af 14 í virku eftirliti höfðu hafið meðferð með CFTR modulators.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.