Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2022, Qupperneq 133

Læknaneminn - 01.04.2022, Qupperneq 133
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2021131 Ályktanir Slímseigjusjúkdómur er sjaldgæfur á Íslandi, en er þó fyrirferðarmikill í heilbrigðiskerfinu. Allir hinna íslensku sjúklinga höfðu alvarlega CF svipgerð, en íslenski hópurinn er óvenjulegur hvað varðar háa tíðni stökkbreytingarinnar N1303K. Lungnastarfsemi, næringarástand, tíðni langvinnra sýkinga og fylgikvilla virðist að mestu leyti sambærilegt og í öðrum vestrænum ríkjum. Hvað varðar eftirlit og skimun fyrir vissum fylgikvillum og sýkingum eru enn tækifæri til að efla þjónustuna við þennan hóp. Með nýjungum í genasértækri lyfjameðferð er búist við umtalsverðum breytingum í lífsgæðum og horfum einstaklinga með CF og má leiða að því líkum að vegna þessa verði enn mikilvægara að greina börn með sjúkdóminn snemma á ævinni. Meðganga og fæðing flogaveikra Sigríður Margrét Þorbergsdóttir1, Ágúst Hilmarsson2, Haukur Hjaltason1,2, Þóra Steingrímsdóttir1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Taugadeild Landspítala, 3Kvennadeild Landspítala Inngangur Meðganga flogaveikra kvenna er skilgreind sem áhættumeðganga og flogalyf eru algengustu fósturskaðandi lyfin sem konur taka á meðgöngu. Tengsl flogalyfja við meðfædda galla hafa löngum verið þekkt en minni þekking er á áhrifum nýrri flogalyfja á fóstur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hættu á afbrigðum á meðgöngu og í fæðingu hjá flogaveikum konum á meðferð ásamt hættu á meðfæddum göllum og fleiri afbrigðum hjá nýburum þeirra. Annað markmið með rannsókninni var að varpa ljósi á það hvort lyfjameðferð hópsins væri í samræmi við ráðleggingar. Efniviður og aðferðir Gögn um þátttakendur fengust frá Embætti landlæknis úr Fæðingaskrá og Lyfja gagna­ grunni. Þátttakendur voru konur með greiningu um flogaveiki (ICD10: G40) sem fæddu barn eða börn á Íslandi á árunum 2011­2020 og tóku flogalyf fyrir meðgöngu. Tvö viðmið sem ekki höfðu greiningu um flogaveiki voru pöruð við hverja konu eftir aldri og bæri. Fjölburafæðingar voru úti lokaðar úr rannsókninni. Reiknað var gagn líkindahlutfall fyrir afbrigðilegar útkomur og p­gildi fyrir annan samanburð á hópunum. Niðurstöður Í rannsóknarhópi voru 107 fæðingar og í viðmiðunarhópi 202 fæðingar. Flogaveikar konur voru ekki líklegri en viðmið til þess að fæða fyrir tímann (OR: 0,86 [0,30­ 2,26]). Fæðing var frekar framkölluð hjá flogaveikum heldur en viðmiðum (OR: 2,22 [1,37­3,62]) og þær voru líklegri til þess að fara í valkeisaraskurð (OR: 3,13 [1,37­7,45]). Nýburar flogaveikra kvenna greindust frekar með meðfædda galla (OR: 1,27 [0,42­3,63]) og lágan Apgar (<7) við 5 mínútna aldur (OR: 1,93 [0,49­7,58]) heldur en nýburar viðmiðunarhóps. Notkun valpróats minnkaði marktækt á meðgöngu (p=0,01) og notkun fólats jókst marktækt (p<0,01). Ályktanir Meðganga og fæðing flogaveikra kom vel út að mestu leyti. Auknar líkur á framköllun fæðingar og valkeisaraskurði gætu endurspeglað þörf á að stjórna því hvenær lyfjameðferð er breytt eftir meðgöngu. Vegna stórra öryggisbila er ekki hægt að fullyrða um aukna hættu á meðfæddum göllum eða lágum Apgar hjá nýburum flogaveikra. Mikilvægt er að halda áfram rannsóknum á áhrifum flogalyfja á meðgöngu, fæðingu og nýbura. Lyfjameðferð flogaveikra kvenna á Íslandi fyrir og á meðgöngu virðist að mestu vera í samræmi við gildandi ráðleggingar. Verndun spangar í fæðingu. Breyting á tíðni alvarlegra spangaráverka eftir kennslu á handtökum við fæðingu til verndar spönginni Unnur Lára Hjálmarsdóttir1, Erna Halldórsdóttir2,, Harpa Torfadóttir2, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Edda Sveinsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Kvennadeild Landspítala Inngangur Alvarlegir spangaráverkar af 3. og 4. gráðu þar sem hringvöðvi endaþarms rifnar í sundur að hluta eða að öllu leyti í fæðingu getur haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegir spangaráverkar í fæðingu eru einn helsti áhættuþáttur fyrir hægða­ og/ eða loftleka hjá konum. Tölfræði alvarlegra spangaráverka við fæðingu um leggöng er á alþjóðavísu einn af gæðavísum á starfsemi fæðingardeilda. Áhættuþættir fyrir alvarlega áverka á spöng eru margir þekktir en eitt af því sem hefur verið til skoðunar síðustu ár eru handtök til verndar spönginni í fæðingu og hafa rannsóknir sýnt góðan árangur af kerfisbundinni innleiðingu og þjálfun ljósmæðra og fæðingalækna í þeim handtökum. Ef hægt er að koma í veg fyrir hluta þessara áverka með kennslu og þjálfun er mikilvægt að kennsla í handtökunum verði gerð að föstu verklagi á fæðingardeild Landspítalans. Helsta markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort kennsla í handtökum til verndar spönginni við fæðingu barns hafi haft áhrif á tíðni alvarlegra spangaráverka á fæðingardeild Landspítala. Hér verður tíðni spangaráverka lýst á tímabilinu 01.11.2018 til 31.10.2019 og tímabilinu 01.01.2020 til 31.12.2020 og tíðnin borin saman fyrir og eftir kennsluátakið sem hófst 31.október 2019. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn og náði til allra fæðinga um leggöng á fæðingardeild Landspítala á tveimur tíma­ bilum. Gögnin voru fengin úr Vöruhúsi gagna á Landspítala að fengnum tilskildum leyfum. Notast var við lýsandi tölfræði og fór tölfræðiúrvinnsla fram í forritinu R. Flokkabreytur voru bornar saman með kí­ kvaðrat prófi (χ2). Tölfræðileg marktækni var miðuð við p­gildi <0,05. Niðurstöður Fjöldi alvarlegra spangarrifa, 3. og 4. gráðu, í fæðingu um leggöng fækkaði úr 129 á fyrra tímabilinu í 78 á því seinna. Tíðnin lækkaði úr 4,76% í 2,86% (p<0,001). Tíðni alvarlegra spangaráverka hjá konum, sem fæddu sjálfkrafa, fór úr 4,05% í 2,43% (p=0,002) og tíðni alvarlegra áverka hjá konum sem fæddu með hjálp áhalda fór úr 11,28% í 6,27% (p=0,004) eftir kennsluátakið í handtökum til verndar spönginni. Ályktanir Alvarlegum áverkum fækkaði marktækt eftir að kennsluátak í handtökum til verndar spönginni í fæðingu var innleitt á fæðingarvakt Landspítala haustið 2019. Niðurstöðurnar benda til þess að handtökin séu gagnleg til að koma í veg fyrir alvarlegra áverka á spöng í fæðingu. Langtímaáhrif endurhæfingar á svefn vefjagigtarsjúklinga Valdís Halla Friðjónsdóttir1, Björg Þorleifsdóttir2, Marta Guðjónsdóttir2,3 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Lífeðlisfræðistofnun, Læknadeild, Háskóli Íslands, 3Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð Inngangur Vefjagigt einkennist meðal annars af lang vinnum og útbreiddum verkjum, þreytu og svefntruflunum. Mark mið rann sóknarinnar á svefni vefja gigtar sjúk­ linga var þríþætt. Í fyrsta lagi að sjá hvort munur væri á ákveðnum svefnþáttum á milli vefjagigtar­ og samanburðarhóps á tveimur tímapunktum. Í öðru lagi að skoða hver langtímaáhrif endurhæfingar á Reykjalundi voru á svefngildi vefja gigtar­ sjúklinga. Í þriðja lagi að skoða tengsl svefngæða, dægurgerðar (e. chronotype) og klukkuþreytu (e. social jet lag) við vefjagigtareinkenni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.