Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 135

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 135
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2021133 tækt hærra hlutfall barna var með erfðagalla sem orsök eða líklega orsök heilalömunar á seinna tímabilinu (2004­2017) en á því fyrra (1990­2003) (p<0,001). Einnig var marktækt lægra hlutfall barna með byggingargalla á heila á seinna tímabilinu en því fyrra (p=0,037). Ályktanir Nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna á Íslandi lækkaði marktækt árin 1990­ 2017. Nýgengið var ómarktækt hærra meðal barna fædd eftir ≥42 vikna meðgöngulengd en meðal barna fædd eftir 37­41 vikna meðgöngulengd. Spastísk heilalömun var algengasta gerð heilalömunar og algengast var að börnin væru í GMFCS flokki I. Marktækt hærra hlutfall barna greindist með heilalömun af völdum erfðagalla á seinna tímabilinu en því fyrra sem líklega útskýrist af framförum í erfðarannsóknum. Þróun bólgusvars í COVID-19 sjúkdómi Þóra Óskarsdóttir1 , Elías Sæbjörn Eyþórsson2 , Runólfur Pálsson1,3 , Martin Ingi Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóli Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild og 3Lyflækningasvið Landspítala Inngangur COVID­19 vegna SARS­CoV­2 veldur í sumum tilfellum alvarlegum einkennum sem þarfnast meðferðar á sjúkrahúsi og geta valdið dauða. Alvarlegustu form sjúkdómsins tengjast yfirdrifnu bólgusvari líkamans. Markmið þessarar rannsóknar er að lýsa myndrænt þróun lífmerkja sem tengjast bólgusvari miðað við tíma frá upphafi veikinda hjá sjúklingum sem hafa mismunandi klíníska útkomu. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn lýsandi rannsókn sem náði til allra Íslendinga sem voru SARS­CoV­2 jákvæðir frá 28. febrúar til 31. desember 2020 og þurftu klínískt mat umfram símaeftirfylgd. Þátttakendum var skipt niður í þrjá hópa eftir útkomu; eingöngu koma á göngudeild, innlögn á sjúkrahús og innlögn á gjörgæslu/ andlát. Notuð voru blóðprufugögn og gögn um klínískan gang sýkingarinnar frá sjúkraskrárkerfi Landspítala. Þróun bólgusvars var borin myndrænt saman milli hópanna með skilyrtu meðaltali blóð mælinga sem fall af tíma frá upphafi einkenna, og dreifingu hæstu og lægstu gilda milli hópanna með kassariti. Niðurstöður Alls voru 509 þátttakendur í rannsókninni. Samtals komu 308 á göngudeild (60,5%), 167 (32,8%) lögðust inn á sjúkrahús og 34 (6,7%) lögðust inn á gjörgæslu eða létust. Miðgildi aldurs var 54 ár (fjórðungsmörk 40­67 ár) og meirihlutinn voru konur (n = 287, 56.4%). Miðgildi hæstu gilda hvítra blóðkorna (HBK), daufkyrninga, C­virks próteins (CRP), prócalcitoníns (PCT), ferritíns, D­Dímers og blóðsökk hækkuðu með versnandi klínískri útkomu, en miðgildi lægstu gilda eitilfrumna lækkuðu með verri klínískri útkomu. HBK og daufkyrningar hækkuðu hjá öllum hópum eftir fyrstu vikuna og hækkuðu mest hjá sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæslu eða létust. Magn eitilfrumna var frábrugðið milli einstaklinga með mismunandi útkomu á fyrstu tveimur vikunum. Blóðflögur hækkuðu eftir fyrstu vikuna hjá öllum hópum en óverulegur munur var á magni milli hópanna. CRP og ferritín hækkaði í fyrstu vikunni hjá öllum hópum og varð hækkunin meiri með versnandi klínískri útkomu. Gildi PCT, D­Dímers og sökks voru lítt aðgreint milli hópanna þriggja á fyrstu vikum sýkingarinnar, þó að hæstu gildi þeirra tengdust verri útkomu. Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að aukið bólgusvar og mikil bólgu­ svörun yfir langan tíma tengist verri klínískri útkomu í COVID­19. Einnig gefa niðurstöður vísbendingu um hvaða blóð­ prufu mælingar eru gagnlegastar í klínísku mati hjá sjúklingum með COVID­19. Ofstarfsemi skjaldkirtils í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021 Þórbergur Atli Þórsson1, Ragnar Grímur Bjarnason1,2, Soffía Guðrún Jónasdóttir2,3, Berglind Jónsdóttir2 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3Domus Medica Inngangur Skjaldvakaofseyting (e. thyrotoxicosis) er sjúkdómsástand sem einkennist af of miklum áhrifum skjaldkirtilshormóna í líkamanum. Algengasta ástæða þess í börnum er Graves sjúkdómur. Einkenni sem börn upplifa eru fjölbreytt og jafnan óljósari þeim er sjást í fullorðnum. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi skjaldvakaofseytingar í börnum og unglingum á Íslandi síðastliðin tuttugu ár og rannsaka hvort nýgengi hafi aukist á tímabilinu, einnig að gera grein fyrir meðferðarúrræðum og rannsaka endurkoma sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn lýsandi rann sókn. Rannsóknin náði til allra barna og unglinga sem greindust með skjald­ vakaofseytingu og fengu útskrifuð lyf við því á árunum 2001­2021. Upplýsingar voru fengnar úr lyfjagagnagrunni Land­ læknisembættisins og úr lista yfir ICD­10 greiningar á Landspítalanum. Sjúkraskrár voru skoðaðar og upplýsingar skráðar í gagnagrunn rannsóknarinnar. Niðurstöður 77 börn og ungmenni greindust með skjaldvakaofseytingu á árunum 2001­2021 og af þeim voru 55 með Graves, það jafngildir 4,6 fyrir skjaldvakaofseytingu og 3,5 fyrir Graves á hverja 100,000 einstaklinga yngri en 18 ára. Graves sjúkdómur var orsök hjá 55 einstaklingum (77,5%), Hashitoxicosa hjá 13 einstaklingum (18,3%), tveir fengu nýbura sjaldvakaofseytingu (2,8%) og einn þróaði sjúkdóminn eftir skurðaðgerð á heiladingli (1,4%). Kynjahlutfall strákar á móti stelpum í rannsóknarþýði var 1:2,8 og meðalaldur við greiningu var 13,7 ár hjá strákum en 14,2 hjá stelpum. Af sjúklingum með Graves sjúkdóm er lyfjameðferð í gangi hjá átta einstaklingum (14,5%), hjá þrettán náðist að koma á eðlilegri starfsemi með lyfjum (23,7%), fjórir fengu sjúkdómsendurkomu og eru á lyfjameðferð (7,3%), tuttugu og fimm fengu meðferð með geislavirku joði (45,5%) og fimm undir­ gengust skurðaðgerð (9,1%). Strákar fengu að jafnaði sjúkdómsendurkomu fyrr en stelpur. Ekki náðist að koma á eðlilegri starfsemi skjaldkirtils með lyfjameðferð hjá 36,4% sjúklinga og sjúkdómsendurkoma á tímabilinu var 25,5%. Ályktanir Nýgengi Graves sjúkdóms jókst ekki á rannsóknartímabilinu. Sjúkdómurinn var algengari í stelpum en þó var kynjahlutfall lægra en búist var við. Skjaldkirtilsbælandi lyf var fyrsta val í meðferð. Sjúkdóms endur­ koma var algeng líkt og búist var við og meðferð með geislavirku joði var algengasta varanlega meðferðarúrræði. Í framhaldi rannsóknarinnar væri hægt að kanna mögulegt samband á milli tímalengdar lyfjameðferðar og sjúkdómsendurkomu. Grenndarbrot á lærbeini við mjaðmargervilið á Landspítala 2010-2019 Þórhallur Elí Gunnarsson1, Ásgeir Guðna­ son2, Maria Tsirilaki3, Halldór Jónsson jr1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bæklunarskurðdeild og 3Myndgreiningardeild Landspítala Inngangur Þjóðin er að eldast, öldrunarbrotum og gerviliðum að fjölga svo að grenndarbrot í lærbeini hjá fólki með mjaðmargervilið kemur líklegast til með að vera vaxandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.