Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Qupperneq 1
JOLABLAÐ
skátafélagsins Fylkir
Siglufjarðarprentsmiðja
laugardaginn 22. desember 1945
1. tölublað
VÖKUMENN
Hin einfalda frásögn jólaguðspjallsins
um fæðingu Jesú, vekur jafnan lotningu
og helgiáhrif í huga vorum. Vér sjáum at-
burðina fyrir oss. Vér sjáum Jósef og
Maríu á leið til Betlehem. Vér sjáum fá-
tæklega f járbyrgið, þar sem þau urðu að
láta fyrirberast og vér sjáum nýfædda
barnið, sem vafið hefur verið reifum og
lagt í jötuna. Og loks nemum vér staðar
hjá fjárhirðunum úti í haganum, þar sem
þeir gættu hjarðar sinnar í næturkyrrð-
inni. Hirðarnir voru vökumenn, þeim hafði
verið falið að vaka og gæta hjarðarinnar,
svo að engin óhöpp kæmu fyrir. Þeir urðu
alltaf að vera viðbúnir, hvað sem að
höndum bar.
Á þessari kyrrlátu nótt áttu vökumenn-
irnir frá Betlehemsvöllum að vera vitni
hinna dýrlegustu atburða, er skeð hafa
á þessari jörð, og nú átti að biðja þá fyrir
mikilverðustu skilaboðin, sem mannkyninu
höfðu verið flutt, þessi skilaboð: „Yður er
í dag frelsari fæddur.“
Þegar vér höldum jólin, þá minnumst
vér þessara trúu vökumanna, er fluttu
oss mönnunum boð engilsins um fagnaðar-
efnið mesta, fæðingu frelsarans.
v Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar
, unaðssöng, er aldrei þverr:
Og í þeirri byggð voru fjárhirð-
ar úti í haga og gættu um nóttina
hjarðar sinnar.
(Lúk: 2,8)
Friður á foldu,
fagna þú maður
Frelsari heimsins fæddur er.
Eg hugsa um þesa vökumenn, þegar
ég sendi skátunum jólakveðju. Skátarnir
hafa í vissum skilningi valið sér það hlut-
verk að vera vökumenn, þroska sig í dáð-
riku starfi og drengilegri þjónustu, vera
öðrum til hjálpar og liðsinnis, vera alltaf
viðbúnir til góðra verka, þegar á þarf
að halda.
Vér þurfum á slikum vökumönum að
halda nú og máske aldrei fremur en á
komandi árum, vökumönnum, sem hafa
opinn hug fyrir sannleika og dyggð, rétt-
læti og kærleika, í einu orði sagt, þeim
hugsjónum, sem Jesús Kristur kom til þess
að flytja og felast í fagnaðarboðskap
jólanna.
Það er jólaósk mín til skátanna, að þeir
mættu verða slíkir vökumenn, að það yrði
öðrum mönnum dýrlegur vitnisburður, að
það yrði til þess að vekja enn til umhugs-
unar um gildi alls þess, sem gott er og
fagurt gildi kærleiksþjónustunnar í lífinu.
Skátar!
Verið viðbúnir í þeirri þjónustu!
Gleðileg jól !
Óskar J. Þorláksson.
i60702
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦