Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951) - 01.12.1949, Síða 14
J Ó L I N
JÓLAPÓSTURINN
1 949
Húsgagnabólstrun
Hinriks Hinrikssonar
Smíðum alls konar stoppuð húsgögn svo sem:
Sófosett, ótol gerðir Svefnsófo Alstoppaðo sfóla Armstóla Borðstofustóla Dívona og margt fleiro.
Svefnsófi.
)
—> Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er
GLEÐILEG JÓL!
FARSÆLT KOMANDIÁR!
Þakka viðskiptin á liðna árinu.
HÚSGAGNABÓLSTRUN
HINRIKS HINRIKSSONAR
Ifafnarstræti 105 . Aknreyri
Konan leit tortryggnislega á hann, og hún rétti honum ekki
höndina í kveðjuskyni fyrr en maður hennar hafði sagt:
— Skrifstofustjórinn átti leið hérna fram hjá, og þá datt
honum í hug að líta inn til okkar.
— Ég vona, að ég geri ekki neitt ónæði, sagði skrifstofu-
stjórinn.
Frú Kahler muldraði eitthvað óskilj anlegt. Eiginmaður
hennar gekk að dyrum, sem lágu út úr eldhúsinu, opnaði þær
og sagði:
— Og hérna er dóttir okkar.
Berntson gekk þegjandi inn. Hann nam staðar fyrir innan
dyrnar.
Það fyrsta, sem blasti við augum hans, var jólatréð. Það
var búið að kveikja á kertum þess. Bréffánarnir hreyfðust
fram og aftur fyrir hitanum.
Þá kom hann auga á Gimnu. Hún sat í körfustól, og ....
Berntsen starði á hana. Hún hélt á pínulitlu krakkakríli í
örmum sér.
Aldrei á ævi sinni hafði Berntson átt jafn erfitt með að
koma orðum að því, sem hann vildi segja. Hann stóð þegj-
andi og velti loðhúfunni sinni milli handa sér.
Hann leit aftur á Gunnu. Hún var fögur kona og ung. Og
síðan leit hann aftur á nakið, spriklandi barnið í örmum
hennar.
— Fyrirgefið .... ég bið afsökunar, að ég skuli ryðjast
hingað inn .... og gera yður ónæði, stamaði hann Ioksins.
Gunna leit á hann. Fyrst var einungis undrun í svip hennar,en
síðan varð andlit hennar hörkulegt. Festulegir hörkudrættir
fóru um munn hennar, eins og hún byggist til varnar gegn
óvini sínum.
En svipur hennar varð aftur mildari, þegar hún sá, hversu
vandræðalegur hann var. Hann starði á litla angann með
næstum því tilbeiðslusvip.
— Auðvitað eruð þér velkominn, sagði hún og roðnaði.
Þér komuð bara svo óvænt.
— Ég get ekki neitað því, að ég varð dálítið undrandi
líka, ungfrú, sagði Berntsen og og brosti hlýlega. Ég á við
.... ég bjóst ekki við .... ég á við ....
— Það er líklega litli snáðinn, sem þér eruð svo undrandi
yfir að sjá?
— Já, — já, einmitt. Ungfrú — þér vilduð líklega ekki
segja mér, hvort hann er .... sonur Hans og yðar?
— Jú, þetta er sonur okkar Hans, svaraði hún. Og nú var
það hún, sem brosti.
— Guð minn góður, hvíslaði skrifstofustjórinn. Er þetta
satt í raun og veru?
Hann gekk til barnsins og tók utan um litlu, hnubbaralegu
fingurna. Hann leit inn í bláu augun, sem voru dálítið undr-
andi. En hvað hann kannaðist vel við þessi augu. Hann stóð
lengi hljóður. Litli snáðinn brosti framan í hann.