Bergmál - 01.07.1955, Page 18

Bergmál - 01.07.1955, Page 18
Stutt grein: ICONUR - KARLMENN - KLÆÐNAÐUR Mikið skelfing erum við karl- mennirnir orðnir bjálfalegir og brjóstumkennanlegir á síðustu árum. Engin má þó misskilja orð mín svo, að ég álíti nokkuð athugavert við meðfædda og óumdeilanlega fegurð okkar; hún er, sem betur fer, óbreytt frá því sem verið hefur. Burt- séð frá öllu fölsku lítillæti og hógværð, þá vitum við ofboð vel hversu dásamlegir við erum í raun og veru. Nei, það var aðeins klæðnaður okkar, sem ég hafði í huga Mað- ur mætti leita lengi til þess að geta fundið nokkuð ömurlegra heldur en nýtízku jakkaföt með tilheyrandi snúru um hálsinn, það er að segja slifsi, stórum klunnalegum skóm á fótunum og loks er svo sköpunarverkið kórónað með sprenghlægilegu skrípi, hinum svokallaða mjúka hatti, flókahatti. Ef að sumir karlmenn, þrátt fyrir allt þetta, hafa aðdráttar- afl gagnvart konum, en orð- rómurinn segir að svo sé í raun og veru, þá hlýtur það að vera eingöngu því að þakka, að hinir göfugu og sallafínu andlegu eiginleikar okkar, blátt áfram geisla út frá okkur, þrátt fyrir hinn ömurlega klæðnað. Á síðari árum hafa komið út margar bækur um sögu klæðn- aðarins gegnum aldirnar. Satt að segja hafa þessar bækur ekki allar verið jafnvel heppnaðar, en þó er ein sem sker sig úr og forðast allar heimspekilegar vangaveltur, því að í henni eru nær eingöngu myndir og ef við lítum á þessar myndir, þá verð- um við, því miður að viður- kenna það, að nútíma karl- mannsklæðnaður er bjálfalegur og ömurlegur í samanburði við kvenfatnaðinn. Eiginlega er þetta brot á nátt- úrulögmálinu. Meðal allra ann- arra dýra er karldýrið miklu stásslegra heldur en kvendýrið. Mismunur kynjanna er að vísu dálítið breytilegur. Hjá hænsn- um og ýmsum öðrum fuglum, eru hanarnir sem kunnugt er 16

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.