Bergmál - 01.07.1955, Side 20

Bergmál - 01.07.1955, Side 20
B E R G M Á L --------------------------- J Ú L í tímum eyddu karlmennirnir stórum fjárhæðum í fallega cl'k’.sokka og guilbróderuð föt. T á minntist enginn á hógværa, H-'lmannlega glæsimennsku, breiðar axlir o. s. frv. Ef karl- maðurinn átti að hafa einhverja minnstu von um að ganga í aug- un á stúlkunum, varð hann að hafa sterklega fætur með viss- um boglínum, og væru fætur karlmannanna of grannir og spóalegir, þá var hjálpað upp á sakirnar með fölskum fótleggj- um og þá urðu menn svei mér að gæta sín, svo að þeir yrðu ekki fyrir háði og spéi frá hinu veikara kyni. En vitanlega kom fyrir að illa fór, eins og sjá má af auglýsingu í dagblaði í Kaup- mannahöfn árið 1766, þar var auglýst að fundizt hefðu falskir fótleggir rétt við Kristjánsborg. Ungfrúrnar í Kaupmannahöfn hafa áreiðanlega flissað nokkuð mikið þann dag á kostnað karl- mannanna. Enn fremur höfðu karlmenn- irnir á þeim tíma betri aðstöðu en við nú á tímum að því leyti að þeir gengu með hárkollur, hver einasti karlmaður án und- antekningar. Nú á tímum meg- um við oft hlusta á þá athuga- semd, niðurlútir og orðvana, að hárið á okkur sé farið að þynn- ast allmikið, en er það annars nokkuð að undra. Á átjándu öldinni, aftur á móti, voru allir karlmenn þunnhærðir, eins þunnhærðir eins og yfirleitt hægt er að vera, því að þeir voru blátt áfram bersköllóttir, eða í versta lagi alveg snoðklipptir og í stað lubbans báru þeir svo glæsilega hárkollu, því það var blátt áfram talin skömm að því að ganga með sitt eigið hár. Þannig var lífið á margan hátt miklu auðveldara á þeim tím- um. Klæðnaður karlmannsins hef- ir sem sagt lítið breytzt á síð- ustu 100 eða jafnvel 150 árum, þar sem aftur á móti fatnaður kvenfólksins, hefur verið sífelld- um breytingum undirorpinn. Ýmist eiga stúlkurnar að vera bústnar hér og þar eða þá að þær eiga að vera flatþrjósta og þunnar eins og þvottabretti. Ýmist eiga kjólarnir að vera síðir eða stuttir og í hvert skipti, sem ný uppfinnding berst út um heiminn frá tízkusölum Parísar þá segja menn oft: „— Nei, nú er sannarlega of langt gengið. Þetta gengur aldrei hér á Norðurlöndum.“ Og hálfum mánuði síðar ganga allir klædd- ir samkvæmt nýjustu Parísar- \r 18

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.