Bergmál - 01.07.1955, Side 32

Bergmál - 01.07.1955, Side 32
TVÆR SKOPSOGUR Allt í lagi, lagsi. Ég skal segja þér það, lags- maður, að allt þetta tal um að áhyggjur séu aðalmein þjóð- félagsins, er tóm vitleysa. Svo-o, hvað hefir þú fyrir þér í því? Það skal ég segja þér, lags- maður. Áhyggjur eru sumsé alls ekki til. Aðalmein þjóðfélagsins eru þessir svokölluðu sálfræð- ingar, sem hafa skapað sjálfum sér bissnes með því að telja okk- ur trú um, að við séum alltaf og eilíflega ofhlaðnir áhyggjum. N'ei, nú þykir mér týra. Held- urðu að þú takir ekki fullmikið upp í þig? Nei — ónei, lagsmaður. Reyndu að hugsa rökrétt, lags- maður, og þá kemst þú að sömu niðurstöðu og ég, lagsmaður. Sjáðu nú til: Það er aðeins tvennt, sem get- ur skapað þér áhyggjur: Annað hvort hefir þú heppnina með þér, eða þá, að þú hefir ekki heppnina með mér. Jæja, iátum svo vera. Nú, nú, — ef þú hefir heppn- ina með þér þá er náttúrlega engin ástæða til að vera með áhyggjur. Ef, aftur á móti, þú hefir heppnina ekki með þér, þá er aðeins tvennt, sem kemur til greina sem orsakað getur á- hyggjur. Annað hvort ert þú fíl- hraustur, eða þá að þú ert veikur. O-jæja, það er nú svo og svo, en haltu bara áfram. Já, ef þú ert fílhraustur, þá er engin ástæða til að ala áhyggjur, — nú, og ef þú ert veikur þá kemur enn tvennt til greina, sem orsakað getur áhyggjur, sumsé; Annað hvort batnar þér, eða þá, að þú hrekkur upp af. Ef þér batnar þá er engin á- stæða til að vera með áhyggjur. Jæja, jæja, það má til sanns vegar færa, en ef ég held nú á- fram að veslast upp og hrekk að lokum upp af, eins og þú orðaðir það. Hvað þá? Ja, — ef þú hrekkur upp af lagsmaður, þá er aðeins tvennt til: Annað hvort lendir þú í Himnaríki eða Helvíti. — Ef þú lendir í Himnaríki þá er, svei mér, engin ástæða til að vera að burðast með áhyggjur. Og ef þú 30

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.