Bergmál - 01.07.1955, Page 35

Bergmál - 01.07.1955, Page 35
Bercmál 1955 ingi og hljómlistin er Bizets, þótt hún sé kennd við Oscar Hammerstein. Dorothy Ðandridge hefir hrafnsvart hár, og hörund hennar er kaffibrúnt. Hún er fædd í Ohio í Bandaríkjunum, en þar var faðir hennar fríkirkju- prestur. Hún hefir frá unga aldri gefið sig að söngnámi og dramatískri leiklist, en ekki tókst henni að vekja neina sérstaka athygli fyrr en henni var boðin staða sem söngkona með hljóm- sveitinni í Mocambo, sem er einn af frægustu næturklúbbunum í Holly- wood. Og loks fékk hún tækifæri til að sýna hvað í henni byggi, er henni var boðið aðal-hlutverkið í kvikmynd- inni „Carmen Jones“. Hún brást ekki vonum kvikmyndafélagsins, því að hún hlaut einróma lof fyrir frammi- stöðuna og jafnframt er henni spáð glæsilegri framtíð, sem söng og leik- konu. Rödd hennar er mikil, en þó mjúk og vel þjálfuð. Auk þess er hún gáfuð og áhugasöm leikkona, gædd næmum skilningi og kvenlegum yndisþokka. Litla myndin er tekin er Dorothy mætti á frumsýningu kvikmyndar- innar „Carmen Jones“. FORSÍÐUMYNDIN er af hin- um frœga ORSON WELLES í gervi Othellos. En svo sem kunn- ugt er stjórnaði Orson Welles kvikmynd eftir samnefndu leik- riti Shakespeares og lék auk þess sjálfur tiltilhlutverkiö. Kvikmynd þessi hefir nýskeð veriö sýnd hér, og er áreiðan- lega ógleymanleg þeim sem sáu hana. BAKSÍÐUMYNDIN er af leik- konunni SUZANNE CLOUTI- ER. Hún lék Desdemonu í kvik- myndinni Othello á móti Orson Welles, sem getið er hér að framan. Og á þessari mynd aftan á heftinu er Suzanne Cloutier einmitt í gervi Desdemonu, sem hún lék mjög sannfœrandi. Frá Hollywood berast alltaf nógar fréttir af kvikmyndaleikurunum. Hér er sumt af því nýjasta: Clark Gable ku ekki hafa önnur meiri áhugamál nú en veiðar. Hann ekur um þjóðvegina í snjóhvítum Ford-bíl með hlaðna byssu og veiði- stengur í aftursætinu, en við hlið hans í framsætinu situr — — — veiði- hundur, (en ekki fögur kona). ★ Edmund Purdom, sem lesendur Bergmáls kannast við, hefir nú 1200 dollara laun á viku hjá Metro-félag- 33

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.