Bergmál - 01.07.1955, Page 43

Bergmál - 01.07.1955, Page 43
Er hægt að vera of góður eiginmaður? HANN VAR OFGÓÐUR Smásaga eftir Michael Carreck „Ertu hamingjusöm?“ spurði Símon mitt í öllum hávaða brúð- kaupsveizlunnar. Júlía kinkaði kolli og heilu steypiflóði af kon- fetti rigndi yfir hana. Þegar þau óku af stað í nýja bílnum, ætl- uðu þau að ærast af hávaða, því aftan í bílinn hafði verið hnýtt mörgum blikkbrúsum og hinu og þessu járnadrasli. Þetta hafði Elliot föðurbróðir gert, því að Elliot föðurbróðir gerði oft að gamni sínu og fann upp á hinu og þessu til gamans bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Símon keyrði fyrir næsta horn, stöðvaði bíl- inn og fór út úr honum. Eftir andartak kom hann aftur. „Það var eins og mér datt í hug,“ sagði hann. „Allt fest með sterk- um járnvír.“ Hann opnaði verk- <*■ færageymsluna og kom þar með spánýtt járnsax. Það heyrðust nokkrir smellir, og tveim mín- útum síðar óku þau áfram, en skildu járnaruslið eftir á vegin- um. „Keyptir þú járnsax aðeins í þessum tilgangi?“ spurði Júlía. „Já,“ svaraði Símon. „Oh.“ „Oh, hvað?“ spurði hann. „Ekkert, bara oh,“ sagði Júlía. Og um kvöldið á hótelinu, þegar hún sá Símon taka upp úr töskunum, sagði hún: „Ég heyrði á það, að Elliot föður- bróðir þinn var að tala um að binda náttfötin þín saman í einn hnút.“ Símon tók fatavöndul úr bláu næloni upp úr ferðatöskunni og 41

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.