Bergmál - 01.07.1955, Page 44

Bergmál - 01.07.1955, Page 44
Bergmál --------------------- hélt því á loft. „Þetta eru nátt- fötin hans Elliots föðurbróður míns,“ sagði hann. „Mín náttföt liggja í þinni tösku.“ Og þannig hófst nýtt líf fyrir Júlíu. Aldrei kom neitt á óvart, allt var sniöið eftir föstum fyrir- myndum og fyrirfram ákveðið, dag frá degi ög viku frá viku. Símon var alltaf við hlið henn- ar, reiðubúinn, hinn fullkomni maður á allan hátt. Á íerjunni til Kaprí lét hún fara vel um sig og heyrði álengdar að Símon var að spila eitthvert billiard- spil uppi á þilfarinu. Það kom henni ekki á óvart, þannig var þetta í skáldsögum. Allt var eins og það átti að vera. Langa, sólheita sumardaga lágu þau á baðströndunum á Kaprí og létu sér líða vel. Júlía horfði oft á mann sinn út und- an sér, þar sem hann lá endi- langur á baðströndinni. Hann var ljóshærður og sólbrenndur og leit út sem grískur guð, eða það fannst Júlíu að minnsta kosti. Fullkomnari eiginmann var ekki hægt að hugsa sér. fríðan og glæsilegan á velli, gáf- aðan, skemmtilegan og aðlað- andi mann, sterkan og ákveðinn, sem vissi allt og gat allt. Símon þurfti ekki annað en líta á utan- borðsmótorinn, þá fór hann í ----------------------- J ú l í gang. En við og við varð Júlíu hugsað til þess, hvort öll þessi töfrandi, ótrúlega fullkomnun myndi ef til vill fölna og fjar- lægjast, er þau kæmu á ný heim til Englands. Ef til vill var þetta aðeins nokkuð, sem tilheyrði hveitibrauðsdögunum, en hún hefði ekki þurft að óttast það. Þegar þau komu heim úr brúðkaupsferðinni, settust þau að í nýja húsinu, sem þau höfðu keypt sér, og vitanlega hafði hann keypt það með sínum sér- stæða hætti. Hann hafði gengið út á götuna að morgni dags í þeim tilgangi að kaupa sér hús, og um hádegi var allt klappað og klárt. Húsið var í skemmtilegu hverfi í Kensington og Júlíu fannst það dásamlegt, enda var þetta snoturt hús og óaðfinnan- legt að öllu leyti. Síðdegis sama dag og hann hafði keypt húsið, hafði hann farið út aftur og áður en kvöld var komið hafði hann ráðið til sín eldri hjón til þess að sjá um hússtörfin og þjónustu innanhúss. Eftir því sem Júlía vandist betur hinu nýja lífi sem eiginkona Símons, skildist henni að nú var hún fyrt komin út í lífið sjálft og það var í raun og veru gagnólíkt - 46 -

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.