Bergmál - 01.07.1955, Page 56

Bergmál - 01.07.1955, Page 56
Bergmál--------------------------------------------------JÚLÍ Þær settust nú að tedrykkjunni og Christine fann það, að henni geðjaðist mjög vel að þessari konu. Hún var svo alúðleg og einlæg, þrátt fyrir deyfðarsvipinn. Hún var auðsjáanlega mjög háð hinum þekkta lækni, manninum sínum, enda þótt hún virtist ekki að neinu leyti hæf til að vera læknisfrú. Christine fór að brjóta heilann um það, hvernig gæti á því staðið að doktor Kennan hefði gifzt henni, því að þau virtust ekki eiga neitt sameiginlegt. Ef til vill væri hann einföld og barns- leg sál utan síns vinnustaðar, slíkt var víst alþekkt fyrirbrigði með snillinga á ýmsum sviðum. Hún vissi að hann kærði sig kollóttan um allt samkvæmislíf, fór sjaldan út og hafði lítið samneyti við starfsbræður sína, utan vinnutíma. Frú Kennan hafði víst verið að hugsa eitthvað svipað og gestur hennar, því að skyndilega sagði hún ótilkvödd: „Maðurinn minn vinnur alltof mikið, skal ég segja yður. Hann er ekki hraustur og ég er alltaf á nálum um að hann gangi fram af sér. En honum finnst starf sitt hér svo mikilvægt, að hann hugsar meira um það en heilsuna — og vafalaust hefir hann rétt fyrir sér, ekki ætla ég að andmæla því sem hann segir. Ég geri það sem ég get til að láta hann hvíla sig, þegar tómstundir gefast.“ Hann lenti í miklum erfiðleikum í stríðinu. Slapp með naumind- um lifandi frá Þýzkalandi — og allt stríðið út í gegn var honum ofgert með störfum eins og reyndar flestum læknum. Þér hafið sjálfsagt verið nemandi þá.“ „Já, ég var nemandi þá,“ sagði Christine. Þær ræddu alllengi um hitt og þetta. Og þegar Christine bjóst til brottfarar vildi frú Kennan fá að fylgja henni yfir að hælinu. „Ég hefi haft mikla ánægju af að kynnast yður,“ sagði frú Mary Kennan, þegar þær kvöddust. „Ég vona að þér lítið inn til mín öðru hverju, þér eruð alltaf hjartanlega velkomnar.“ „Ég þakka yður kærlega fyrir,“ svaraði Christine. „Ég hefi einnig haft mikla ánægju af samfundum okkar.“ Hún horfði á eftir frú Kennan, þar til hún hvarf inn í hús sitt. Ohristine gekk hægt og rólega meðfram framhlið hælisins og kom þá auga á David Blair, sem kom á móti henni. Hún fann að hún roðnaði og fékk ákafan hjartslátt. 54

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.