Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 50

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 50
Skrí tlusí ða Allt var undirbúið undir hjónavígsl- una, en brúðguminn virtist eins og á nálum og allt annað en ánægður. „Hvað er að?“ spurði svaramaður hans í hálfum hljóðum. „Þú hefir þó ekki tapað giftingarhringunum?" „Nei,“ svaraði brúðguminn, „en ég hefi gersamlega tapað hinum óstjórn- lega áhuga.“ ★ Tveir menn sátu á krá og ræddu um eiginkonur sínar. „Konan mín er alltaf ánægð þegar ég er að heiman," sagði annar. „Sama sagan hér,“ svar- aði hinn, „mín kona treystir mér ekki heldur." ★ Kona nokkur var að koma út úr matvörubúð, og þegar hún kom út á götuna missti hún innkaupatösku sína og ultu kartöflurnar úr henni út um allt. Maður nokkur sem átti þarna leið um, flýtti sér að koma konunni til hjálpar við að tína upp kartöflurnar og sagði um leið og hann beygði sig niður: „Misstuð þér töskuna, frú mín góð.“ „Nei, nei,“ svaraði frúin í flýti, „ég hefi bara svona gaman af að velta kartöflunum heim.“ ★ Kennslukonan hafði verið að tala um meðferð ungbarna og barnaupp- eldi yfirleitt og hugðist nú sannreyna hve vel námsmeyjar hennar hefðu fylgzt með þvi, sem hún var að fræða þær um: „Segjum nú svo, að þið eignist tví- bura," sagði kennslukonan, „hvað mynduð þið þá fyrst og fremst gera?“ Hún valdi þrjár af námsmeyjunum, sem næstar henni sátu, til að svara spurningunni. „Sú fyrsta svaraði: „Ég mundi elska bæði börnin jafnmikið." Önnur svaraði: „Ég myndi gefa báðum jafnmikið af öllu til að forða þeim frá öfundsýki." Sú þriðja svaraði: „Ég myndi gifta mig.“ ★ Rukkari nokkur barði að dyrum húss all-harkalega, og að vörmu spori kom frúin til dyra. „Má ég fá að segja nokkur orð við húsbóndann?" spurði rukkarinn. „Hann er ekki heima," svaraði frúin. „Það var einkennilegt," sagði rukk- arinn frekjulega, „ég sé, að hatturinn hans hangir þarna.“ En frúin lét sér hvergi bregða. „Rétt er það, herra minn,“ sagði hún, „en það kemur yður ekki við hvar hattur- inn hans er. — Kjóll sem ég á hangir líka úti á snúru, en samt er ég þar ekki sjálf.“ ★ 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.