Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 21

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 21
B E R G M Á L 1 9 5 5 ------------------------ að svíkjast um að greiða póker- skuld. Og verst var að það skyldi. einmitt gerast nú. Þegar þessi 8 þúsund, sem raunveru- lega voru frá honum sjálfum komin, auk þessara tæþlega 2 þúsund dollara úr vasa Ben Ransoms, áttu hvorttveggja að verða hans framlag í nýju spili, sem hann hafði aldrei reynt fyrr, spili sem aðeins tveir sátu að, — hann og Mary Lou. Pen- ingarnir höfðu átt að verða fyrsta afborgun af nautgripa- búgarði, eða sá hluti þeirra, sem ekki hefði þurft að nota fyrir giftingarhringum og brúðkaups- ferð til New Orleans. Slim Granger flaug í hug sá möguleiki að fara beint til skrif- stofu Ben Ransoms og heimta það sem honum bæri. Hvað annað gat hann gert? Hlaðið fyrirlitingu að honum og svælt refinn á þann hátt út úr gren- inu? Nei, það væri ekki hægt. — Leikið á hann á einhvern hátt og náð þessu með brögðum? Það hefði verið hægt við ýmsa, en Ben Ransom léti ekki leika á sig. Eini maður í Greenfield, sem Slim vissi til að leikið hefði á Ransom var Bunn gamli lög- fræðingur. Slim fór að hugsa um Bunn lögfræðing. Harðsvíraður þjark- ur og óhlífinn í öllum viðskipt- um. Slunginn náungi, með ráð undir rifi hverju, sem leit inn í Krókódílaklúbbinn að jafnaði einu sinni í mánuði og hafði þá sérstaka ánægju af að hlunnfara Ben Ransom við pókerborðið. Hann var samt enginn hrappur og hafði aldrei rangt við — heldur aðeins harðsnúinn ná- ungi af gamla skólanum, sem ekki fór varhluta af fíkninni í fjárhættuspilið fremur en aðrir fljótsbakkabúar. En hann var maður, sem alltaf átti einhver úrræði í pokahorninu, einkum ef Ben Ransom var annars vegar .... Slim var kominn inn í reykj- armökkinn í skrifstofu Bunns lögfræðings og horfði á gamla manninn virða fyrir sér fölsku ávísunina hans Ben Ransoms. „Vissulega er það hans skrift,“ sagði lögfræðingurinn. „Ég myndi þekkja þessa rithönd í mílufjarlægð. Þótt nú væri. Ég lét hann borga hér áður fyrr og það oftar en einu sinni þegar honum bar að borga, en kærði sig ekki um það. En um þessa ávísun gegnir öðru máli. Enginn getur innheimt spilaskuldir með fógetavaldi.“ Slim kinkaði kolli: „Ég veit það.“ Hann hafði oft heyrt um 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.