Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Síða 5
5
„Bara eins og að vera í paradís“ sagði Jónbjörg Sesselja
Hannesardóttir þriggja barna móðir frá Akureyri um dvölina við
Úlfljótsvatn. „Vatnasafaríið er skemmtilegast. Ég fékk mikið kikk
út úr því að detta ofan í ískalt vatnið,“ segir hún og skellihlær.
„En án gríns, að vera svona úti í náttúrunni og komast í tengsl
við aðra er svo endurnærandi. Tíminn er bara alltof fljótur að
líða, okkur langar ekkert heim strax.“
„Við setjum hægri höndin‘inn..“ Hókí pókí og rífandi stemning
á kvöldvöku sumarfrísins þar sem var spilað, dansað og sungið
fram eftir kvöldi.
Dagskráin var þétt: boltaleikir, ratleikir, gönguferðir, bogfimi,
sundferð, hestaferð, vatnasafarí, Adrenalíngarðurinn, kanóa- og
hjólabátasigling... En svo er frjáls leikur alltaf skemmtilegur líka.
Mömmurnar klifruðu, spiluðu fótbolta, fóru út á báta, í frisbígolf
og vatnasafarí en á mömmukvöldi nutu þær þess að búa til
tækifæriskort í ró og næði.